YAP YAP- myndirnar og sagan á bakvið listamanninn!
Heimur YAPYAP
Yap Yap skógurinn er fullur af allskonar verum, allt frá hamingjusama Yap sem er ávallt glaður, svona "happy go lucky" gaur, fullur af orku og vinskap til besta vinar hans, Pusmis sem er alltaf að stríða en er þó góðhjartaður undir niðri. Það eru mun fleiri karakterar og sumir eru meira að segja svolítið óhugnalegir!
Sumir meðlimirnir eru bókstaflega draugar, þarna má líka sjá bókavarðar Furuna, Akarnið sem les nú sjaldnast en elskar félagsskapinn og kökurnar og þau njóta þess að hittast á tveggja vikna fresti. Mr. Blækhat stjórnar klúbbnum með harðri hendi en einn svipur frá honum er nóg til að allir hagi sér..
Einu sinni á ári hittast allir í nestisferð. Fyrst spila þeir krokket og svo stilla þeir sér upp fyrir fjölskyldumynd áður en þeir fá sér svo te og skonsur.

(Ath þessi mynd er með gulum bakrunn, við erum aðeins með hana í versluninni með hvítum eins og er.)
Mig langar að segja ykkur aðeins frá henni Kristinu Gordon.
Þegar við systur ferðuðumst um Kaupmannahöfn í byrjun árs (eins og lesa má um hér), römbuðum við inn í dásamlega verslun sem heitir Girlie Hurly. Þar rákumst við á þessar fallegu myndir og urðum staðráðnar í því að ef við fengjum einhverntíman stærra verslunarhúsnæði myndum við reyna að fá þær til Íslands.
Nú, svo liðu mánuðurnir og örlögin tóku hreinlega völdin.. við misstum húsnæðið okkar á Laugaveginum og fluttum í mun stærra í Síðumúlanum, svo myndirnar voru pantaðar, fyndið hvernig þetta gerist stundum...!
Hún heitir Kristina Gordon og er grafískur hönnuður og teiknari sem býr í Kaupmannahöfn. Eins og hún segir sjálf þá hefur hún alltaf verið heilluð af þjóðsögum og þá sérstaklega Skandinavískum sögum.
Mörg hennar verka eru innblásin af þessum gömlu sögum sem segir frá litlum verum sem búa meðal vor án þess að við sjáum þær. Sú hugmynd að það sé til leyniheimur sem lifir og hrærist í okkar heimi heillar hana og hún lýsir þessu svo skemmtilega:
"Þið vitið ekki hvað ég hef kíkt í marga skápa til að athuga hvort það væri nokkuð töfraskógur bakvið vetrarkápurnar".
Myndirnar eru allar handteiknaðar af henni Kristinu með bleki og svo eru þær skannaðar og prentaðar á 170 gramma pappír. Þær eru í stærð A3 29,7 x 42cm og passa í standard stærð af römmum.
Við seljum þær hjá okkur á 6900.- án ramma og 10900.- í IKEA ramma, ljósbrúnum eða svörtum.

Tisipels, Pusmis & Yap að skemmta sér á sveppum... Tisipels er samt eiginlega of þungur til að leika svona...

Það er alltaf svolítið lotterí hver fær að leika hvaða hlutverk í píramídanum og það geta ekkert allir haldið sinni stöðu með reisn...
Hér eru nokkir vinirnir að skemmta sér í trjánum!
Þessi gaur býr í YapYap skóginum og ef hann langar getur hann rúllað höndum sínum og fótum undir sig og þú gætir einfaldlega labbað bara framhjá og haldið að þetta væri eins og hver annar köngull, en það er hann ekki! Hann er ansi skapstór og eins og þú sérð náðum við mynd af honum hér í svolítið slæmu skapi...
Hún telur einnig upp á heimasíðunni sinni svolítinn lista yfir þá listamenn sem hafa fyllt hana innblæstri í gegnum tíðina.
Hún ólst upp við að lesa barnabækur móður sinnar eftir Elsu Beskow, en hún segist einmitt elska fíngerðar teikningarnar og fallegu orðin sem rithöfundurinn valdi.
Sem barn átti hún í ástar/haturs sambandi við Múminálfana sem fleiri kannast örugglega við. Hún lýsir því hvernig allir sem hún þekkti hafi verið bæði heillaðir upp úr skónum og á sama tíma skíthræddir við þær furðuverur!
Kristina segist líka elska popup bækur og hefur það takmark í lífinu að búa til eina slíka!
Við munum fylgjast náið með þessum listamanni í framtíðinni þar sem okkur finnst hún algjörlega frábær!!!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
Skilaboð

Sælar
Eigið þið enn til Yap Yap myndir
Á eina og langar í aðra
Kveðja
Sjöfn