Systur&Makar Akureyri 2 ára - 20% afsláttur af öllu 6-8 okt!

Systur&Makar á Akureyri 2 ára.

-20% afsláttur af öllum vörum í Systrum&Mökum Akureyri dagana 6-8 okt.

 

Það er svakalegt að hugsa til baka til síðustu tveggja ára, en það er ekkert smá sem hefur gengið á.

Eftir að hafa tekið þátt í Handverkshátíðinni í mesta sakleysi með sameiginlegan bás Volcano og Kristu, farið svo út að borða í enn meira sakleysi og sullað í sárafáum óttarlega saklausum hvítvínsglösum, ákveðið að opna verslun á Akureyri 3 vikum síðar.. vissulega í mesta sakleysi, tók við enn lengri ægilega saklaus tími. Verslun Volcano Design á Laugaveginum var breytt í verslun Systra&Maka, við keyptum okkur sumarbústað og tókum hann í gegn, María systir flutti vinnustofuna sína á saumastofu Volcano og nú síðast fluttum við verslunina okkar af Laugaveginum í mun stærra verslunarrými sem fékk allsherjar yfirhalningu í Síðumúla 21.

Það er því vissulega engin afsökun fyrir því en við einfaldlega gleymdum 2 ára afmælisdeginum okkar á Akureyri 5. september síðastliðinn.

Þetta er ekta svona elsta barns syndrome, "þú reddar þér elskan", nú þarf að hugsa um yngsta systkinið, þú hlýtur að skilja það er það ekki!?!".. (úbbs!)

Svo elskum við auðvitað elsta systkinið alveg jafn mikið og það yngsta, það er bara vissulega áskorun að sinna öllum börnunum jafn mikið. Hún Abba sér þó vel um verslunina á Akureyri og er hún iðulega stútfull af vörum og taka þær ávallt vel á móti kúnnanum því við heyrum jú ekkert nema jákvætt af þjónustunni... obbosins gott að vera með svona ábyrga pössunarpíu.

Það er því komið að því að gera vel við elsta barnið okkar svo í tilefni af tveggja ára afmælinu og Dömulegum Dekurdögum sem verða haldnir dagana 6-9 október bjóðum við -20% afslátt af öllum vörum þessa daga í versluninni okkar á Akureyri.

Við fjórmenningarnir ætlum líka að bruna norður á föstudaginn og stöndum því vaktina í glimrandi gleði!

Nú er svo sannarlega ástæða til að kíkja og gera frábær kaup! 

Í tilefni af afmælinu fór ég aðeins að rifja upp tímann okkar á Akureyri og prepp vinnuna okkar þar, því það var jú sprautan að þessum magnaða tíma sem að á eftir hefur fylgt: 

Það þurfti jú að taka eitthvað aðeins í gegn, mála nokkur húsgögn, græja og gera og svo héldum við auðvitað opnunarpartý.. örlítið meira sárasaklaust hvítvín og svona.. 

Maður fær alveg hlýtt í hjartað við að skoða svona "gamlar" myndir.. 

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest, Twitter og SNAPCHAT: "systurogmakar".

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm