Súkkulaðitertan góða, tilvalin um páskana, eða bara á morgun.

Ég kíkti í vinnuna í dag með þessa tertu fyrir skvísurnar á saumastofunni.
Ég bakaði þessa í fyrsta sinn fyrir páskana í fyrra og er hún þrusugóð með ekta súkkulaðibragði, smjörkremi og svo súkkulaðihjúp. Já og allt sykurlaust. Ég kalla hana páskatertuna því jú hún var bökuð fyrir síðustu páska. Fyrir alla sem vilja sleppa sykrinum og glúteini þá mæli ég eindregið með þessari.
Páskatertan
120 g smjör mjúkt
200 g Via Health sæta með stevíu, eða sambærileg sæta
80 g kókoshveiti
100 g möndlumjöl
70 g kakó
3/4 tsk matarsódi
5 egg
Saltklípa
250 ml rjómi
2 tsk vanilludropar
200 g Via Health sæta með stevíu, eða sambærileg sæta
80 g kókoshveiti
100 g möndlumjöl
70 g kakó
3/4 tsk matarsódi
5 egg
Saltklípa
250 ml rjómi
2 tsk vanilludropar
Smjörkrem:
150 gr mjúkt smjör
1 tsk vanilludropar
1 tsk kakó
2 dl Via Healt fínmöluð sæta eða Sukrin Melis
10 dropar stevía, t.d. karamellu
1 tsk skyndikaffiduft ( má sleppa )
2 msk rjómi
2 msk kalt vatn
(hér má nota eina eggjarauðu í stað rjóma og vatns)
1 tsk vanilludropar
1 tsk kakó
2 dl Via Healt fínmöluð sæta eða Sukrin Melis
10 dropar stevía, t.d. karamellu
1 tsk skyndikaffiduft ( má sleppa )
2 msk rjómi
2 msk kalt vatn
(hér má nota eina eggjarauðu í stað rjóma og vatns)
Hjúpur:
1 plata sykurlaust súkkulaði, Valor eða Balance Steviusúkkulaði
1 dl rjómi
1 msk ósaltað smjör
1 dl rjómi
1 msk ósaltað smjör
Aðferð:
Þeytið smjör og sætuefni vel saman, blandið eggjum einu í einu saman við og blandið vel saman.
Því næst fara þurrefnin út í blönduna og hrærið áfram, rjóminn fer síðast.
Hellið blöndunni í 2 hringlaga form og bakið í 160°C heitum blástursofni í 30-40 mín eða þar til pinni kemur hreinn úr miðju.
Kælið og þeytið saman smjörkremið.
Blandið mjúku smjörinu saman við sætuna og kakó/ kaffidufti og þeytið vel þar til kremið verður loftkennd, bætið rjóma saman við og vanillu og að lokum ísköldu vatni.
Það gerir helling að nota vatnið og kremið verður fallega ljóst. Smyrjið kreminu á milli botnanna og setjið til hliðar. Hér má geyma 2-3 msk af kremi til skreyta með í lokin.
Það gerir helling að nota vatnið og kremið verður fallega ljóst. Smyrjið kreminu á milli botnanna og setjið til hliðar. Hér má geyma 2-3 msk af kremi til skreyta með í lokin.
Næst er það hjúpurinn:
Hitið í potti rjómann þar til hann fer að sjóða örlítið, brytjið niður súkkulaðiplötuna í skál og hellið svo sjóðandi heitum rjómanum yfir, hrærið þar til allt verður slétt og fellt, bætið smjöri út í og endurtakið leikinn.
Nú er sniðugt að rífa smjörpappír í lengjur og smeygja undir kökuna allan hringinn. Þá er hægt að hella hjúpnum yfir án þess að diskurinn verði allur útbíaður í kremi.
Hitið í potti rjómann þar til hann fer að sjóða örlítið, brytjið niður súkkulaðiplötuna í skál og hellið svo sjóðandi heitum rjómanum yfir, hrærið þar til allt verður slétt og fellt, bætið smjöri út í og endurtakið leikinn.
Nú er sniðugt að rífa smjörpappír í lengjur og smeygja undir kökuna allan hringinn. Þá er hægt að hella hjúpnum yfir án þess að diskurinn verði allur útbíaður í kremi.
Þegar hjúpurinn hefur kólnað aðeins, líklega jafn lengi og þið setjið pappírinn á sinn stað, þá er honum hellt yfir varlega. Dreifið með hníf en annars ætti hjúpurinn að renna sjálfur á sína staði.
Skreytið með afgangs smjörkremi og dálitlu heslihnetukurli og leyfið kökunni að taka sig aðeins í kæli áður en hún er borðuð. Mæli með þeyttum rjóma og góðu kaffi með þessari. Tilvalin í eftirrétt eftir kalkúninn. Gleðilega páska :)
Skreytið með afgangs smjörkremi og dálitlu heslihnetukurli og leyfið kökunni að taka sig aðeins í kæli áður en hún er borðuð. Mæli með þeyttum rjóma og góðu kaffi með þessari. Tilvalin í eftirrétt eftir kalkúninn. Gleðilega páska :)

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.