Saman í Berlín!

Við systur, bræður og makar okkar allra fórum nú um síðustu helgi til Berlínar eins og jú margir fylgdust aðeins með á snappinu okkar „systurogmakar“.

Snappið var þó ekki í aðalhlutverki heldur að liffa og njódda og haffa gamman og maður minn lifandi, það varð svo sannarlega úr!

OK, í fyrsta lagi: Berlín er æði!!

Við bókuðum flug í gegnum Iceland Air fyrir jól ásamt hótelgistingu á ZOE hotel í gegnum Booking. Við systur völdum hótelið nánast eingöngu og aðallega útaf lookinu, en það reyndist vera bara nákvæmlega eins og á myndunum og staðsetningin var hreint út sagt frábær! Morgunmaturinn var ágætur en hann er ekki innifalinn svo við fengum okkur hann bara einn morguninn.

Við nýttum aftur á móti hótel barinn meira sem er Gin&Tonic bar.. brilliant og svona líka vinsæll. Það má aftur á móti reykja inni á mörgum skemmtistöðum í Berlín sem kom okkur sérstaklega á óvart, þar á meðal þessum.. æi maður er bara ekki vanur því og fannst það ekkert mjög lekkert. Drykkirnir voru þó frábærir og þjónustan einstaklega prófessional!

Við gistum í hluta Berlínar sem heitir Mitte (Mitte þýðist sem „í miðjunni“). Hér er allt smekkfullt af skemmtilegum verslunum, veitingarstöðum, söfnum og minnisvörðum.

Stemmningin var algjörlega frábær en ár og aldir eru síðan við systkinin höfum ferðast öll saman svo spennan var mikil! 8 mismunandi karakterar smullu svona líka vel saman maður og eyddu með hvort öðru dásamlegum dögum í fallegu Berlín.

Nei ég meina, í sannleika sagt, maður veit jú aldrei, en við komum öll svona líka ógeðslega happy heim, þetta hefði bara ekki getað heppnast betur! YES!!

 

Mikið asskoti var kalt!

Það eina sem setti strik í reikninginn var kuldinn en hann var alveg ægilegur! Svona stingandi inn að beini kuldi en spáð er um 10 gráðum næstu helgi svo bara góða ferð fyrir ykkur hin! ;) Það skemmdi þó ekkert fyrir heldur gaf okkur einfaldlega fleiri ástæður til að halda á okkur hita með fleiri stoppum á pöbbnum, nei ég segi svona!

Fyrsti dagurinn fór í ferðalög og check in á hótelinu fagra. Svo var gengið um hverfið okkar og kíkt í nokkrar krúttbúðir en verslanir eru vanalega opnar til 20:00 og svo lokaðar á sunnudögum. Við fengum okkur currywurst pylsu og bjór og versluðum vintage sem og nýtt, skoðuðum, upplifðum og nutum!

Um kvöldið bókuðum við borð í gegnum hótelið á veitingarstað bókstaflega mínútu frá Hótelinu sem kallast „The Bird“. Þjónustan var æðisleg en við urðum öll bara ágætis vinir þjónanna, maturinn frábær og stemmningin snilld! Þetta var brilliant byrjun á ferðinni!

Berlínurnar eru bara meðidda!

Toppurinn í ferðinni var skipulagður túr á laugardeginum sem við systur höfðum pantað fyrir löngu og gefið öllum í jólagjöf. (smart moove hjá systrum) ;) Við vissum það náttúrulega ekki þá en þetta var eiginlega bara það allra besta sem við hefðum getað gert! Ekki sleppa túr með þeim ef þið farið, þetta var gargandi!

„Brot af því besta“ (eða brotabrot eins og hann kallaði það) var túrinn sem við völdum en hann er skipulagður af Berlínunum, ásamt ýmsum öðrum mjög spennandi ferðum. Við fengum eina af karlkyns Berlínunum, hann Hinrik, sem var ótrúlega fyndinn, skemmtilegur og lifandi sögumaður til að kynna en hann sagði okkur frá sögu Berlínar í stuttu máli og við gengum með honum út um allt í rúmlega 2,5 klukkutíma.

Við fórum að minnisvörðum sem að snerti okkur öll mjög svo djúpt, hann sagði okkur frá tímum Hitlers og stríðinu. Hann útskýrði fyrir okkur gylltu steinana í götunni sem má sjá um alla borg, en þeir eru með nöfnum þeirra gyðinga sem bjuggu í viðkomandi húsum og enduðu nær allir ævi sína í Auschwitz. Hann sagði okkur frá arkitektúrnum, uppbyggingunni, Berlínarmúrnum og stemmningu borgarinnar fyrr og nú.

Þetta veitti okkur svo svakalega mikla innsýn í sögu þessarar mögnuðu borgar, svo mikla að ég er td búin að fletta svolleiðis upp á netinu til að sanka að mér meiri upplýsingum og er staðráðin í að fara aftur (eins og held ég allir).

Eins Berlínur lýsa túrnum: Farið er gangandi frá aðalbrautarstöðinni (Hauptbahnhof) til Potsdamer Platz og er ferðin ekki nema ca. 2,5 km. Efni ferðarinnar er margbrotið og hoppað á milli tímabila um leið og gestir fá innsýn inn í hversdagsleikann í stórborginni. 
Þetta er tilvalin ferð þegar ná á yfirsýn yfir sögu borgarinnar á stuttum tíma.

Berlín er mögnuð borg sem hefur gengið í gegnum ógurlega tíma. Henni var skipt í austur og vestur Berlín með Berlínarmúrnum sem enn má sjá leyfar af. Íbúar upplifðu mikið volæði, stríð, sorg og hatur sem Berlínarbúar hafa á síðustu áratugum verið að brjóta sig úr. Miðað við evrópska stórborg er Berlín ekki mjög dýr en fer þó hækkandi í verði eins og árin líða og þróunin og vinsældir aukast, heimsæktu því Berlín sem allra fyrst!

Við bókuðum svo borð á Neni en það er skemmtilegur veitingarstaður sem þekktur er fyrir svakalegt brunch borð. Við pöntuðum mjög fjölbreytta rétti a-la-carte en það hefði reyndar verið skemmtilegra að fara í morgunmatinn eða brunchinn en það var allt bókað því miður. (Munið því að hafa samband með góóóóðum fyrirvara). Það sama má segja um flesta veitingarstaði svona allavega þessa vinsælustu en það var mikið uppbókað á föstudags og laugardagskvöldinu sem við hefðum alveg viljað sjá.. Við þurfum því klárlega að fara aftur!

Við fórum á markaði, prufuðum allskyns mat, verslanir, skemmtistaði og mér tókst meira að segja að troða inn hitting og glöggdrykk með gömlum vini frá námsárum mínum í Barcelona, það eitt og sér var gull!

Elsku systa, bræður og makar! Takk fyrir ógleymanlega ferð, þetta var algjörlega epískt.. næst er það Ítalía...

...Að sjálfsögðu!! ;)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og á Snapchat auðvitað!

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm