Páskatrít fyrir ykkur frá okkur systrum

O boy páskar, hvað gerum við þá ??

Jæja nú er páskahelgin að nálgast og margir sem virðast bara fríka út og öll rökhugsun og vilji flýgur út um gluggann þegar kemur að svona hátíðum og fríum. EF þið viljið halda ykkur á beinu brautinni þrátt fyrir auglýsingar og áreiti í umhverfinu með sykri og slikkerí þá er það vel hægt. Það fer enginn á hliðina þótt þið sleppið því að kaupa páskaeggið í ár. Þvert á móti þá græðum við systur mega mikið á því að þið shoppið allar vörurnar í nammið okkar svo það er hið besta mál bara hahah djók.

Verð að  kaupa sykur !!!!! NÚNA því allir hinir eru að gera það !!!

En að öllu gríni slepptu þá skil ég vel pressuna sem er á ykkur um hátíðirnar, það eru allir að moka nammi og gúmmilaði í körfurnar, páskamaltið og appelsínið í kippum í Bónus og damm það er gott vissulega en ég man líka eftir loftinu í mallanum og sleninu sem fylgir átinu óhóflega um páska og jól og kýs því að búa mér til allskonar "leyfilegt" stuff og njóta þess að slaka á og nenna út í göngutúr með fjölskyldunni og liggja ekki með súkkulaðislefið út á kinn í sykurvímu. 

Hér er allavega smá gjöf til ykkar frá okkur systrum og viljum við með þessu skora á ykkur að halda ykkur á beinu brautinni, búið til konfektið úr pakka 1, gerið ykkar eigin páskaegg, mót fást í Allt í köku, gerið marenge, kókosnammi, marsipantoppa já fulllllt í boði. 

Marenge terta tilvalin um páskana.

150 ml eggjahvítur við stofuhita eða um 4-5 hvítur, fer eftir eggjastærð

150 g Good good sæta, fínmöluð

1 tsk vanilludropar eða duft, má sleppa en gerir helling

1/2 tsk cream of tartar eða vínsteinslyftiduft

nokkur saltkorn

 

Aðferð:

Byrjið á því að stífþeyta hvítur í tandurhreinni skál, ég strýk oft innan úr henni með ediki. Bætið vínsteinslyftidufti saman við og sætu og þeytið alveg þar til stífir toppar myndast. 

Hitið ofninn í 100 gráður með blæstri. Setjið deigið í sprautupoka ( virkar mjög vel, fæst í Ikea t.d. í matvörubúðinni) Sprautið rósum eða doppum á bökunarpappír og myndið tvo jafnstóra botna. Þetta tryggir betri bakstur því sætuefnið er ekki eins stökkt eftir bakstur og sykurinn þessi venjulegi.

Mér finnst best að baka botnana neðarlega í ofni alveg í 1 klt lágmark og láta þá svo kólna í ofninum þar til þeir eru orðnir harðir. Þeir eru mýkri en venjulegur marenge svo þeim mun lengur þeim mun betra.

 

Fylling:

1 peli rjómi

1 box fersk jarðaber

1 msk balsamedik (má sleppa)

3 msk kókosflögur

Þeytið rjóma, skerið niður jarðaber og mér finnst gott að dreypa 1 msk balsamikediki yfir þau. Setjið rjóman ofan á neðri botninn, þar næst kókosflögur og að lokum dreifið jarðaberjum yfir. Setjið efri botninn yfir og búið næst til súkkulaðikremið.

Súkkulaðikrem

100g Valor súkkulaði eða annað sykurlaust eins og Choco perfection

30 g fínmöluð sæta Good good

50 g smjör

4-5 eggjarauður s.s. það sem gekk af úr hvítunum

Bræðið smjörið, takið pottinn af hellunni, leyfið súkkulaðinu svo að bráðna í  heitu smjörinu. Þeytið vel saman sætu og rauður og blandið svo að lokum öllu saman við súkkulaðið. Hellið súkkulaðinu í mjórri bunu yfir tertuna þegar hún er saman sett.

Þessi terta er sjúklega góð, létt og fín og smakkast að mínu mati alveg eins og venjuleg marengeterta en ég mæli með að nota Good good sætuna sem er blanda af erythritoli og stevíu og gefur ekki þetta ramma bragð eða kalda sem kemur stundum af sætuefni.

Kransakökutoppar:

3-4 eggjahvítur

300 g möndlur án hýðis eða ljóst möndlumjöl

1 tsk möndludropar

120 g Good good sætuefni fínmöluð t.d. í nutribullet

 

Aðferð:

Blandið möndlunum saman í kröftugri matvinnsluvél eða blender þar til þær verða að mauki, bætið eggjahvítum og sætu út í ásamt möndludropum. Deigið þarf að vera það mjúkt að það sé hægt að sprauta því úr sprautupoka.

Sprautið nú toppum á bökunarpappír og bakið í 200 gráðu hita í 8-10 mín eða þar til topparnir byrja að gyllast. Þeir stífna þegar þeir kólna.

Bræðið nú sykurlaust súkkulaði og dýfið botninum á toppunum ofan í þegar þeir eru orðnir kaldir. Þetta er með því einfaldara og slær algjörlega á sykurþörfina. 

Ég mæli líka með því að nota þessar uppskriftir ef þið eruð að halda veislu, t.d. fermingu því þær er hægt að gera nokkrum dögum áður. Toppana má frysta og botnarnir í marenge geymast vel á þurrum stað. 

Við systur óskum ykkur ánægjulegra páska í faðmi fjölskyldunnar. Það er lokað hjá okkur föstudaginn langa en við systur stöndum vaktina páskalaugardaginn. Síðan verður lokað annan í páskum en þá verðum við einmitt í bústað með foreldrunum að borða eitthvað voða gott :) mögulega margt sykurlaust ef frekjan Krista ( ég ) fæ að ráða.

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

María Krista – Systur & Makar –

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

 

 

 

María Krista Hreidarsdóttir

Skilaboð

María Krista Hreidarsdóttir

Hvsr kaupir þú good godd sykur?

María Krista Hreidarsdóttir

Hvar fæst Good Good fínmöluð sæta?

María Krista Hreidarsdóttir

Vil fylgjast með ykkur. Eruð svo spennandi 😉

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm