Breytingar hjá Systrum&Mökum, spennandi tímar!

Við systur og makar erum á milljón í breytingum og brasi fyrir nýju verslunina okkar í Síðumúla.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir áhugann á því stússi bæði á Facebook, Instagram og svo Snapchattinu þar sem fylgjendahópurinn eykst daglega. Magnað hvað þið nennið að horfa á þessa vitleysu.. en við þökkum ykkur kærlega fyrir það! ;) (finna má linka á allar síður hér að neðan) :)

Það hafa margir spurt hvort við séum búin að loka á Laugavegi, hvort við ætlum að loka osfrv svo ég vil endilega skýra það mál aðeins!

Nei, við erum ekki búin að loka versluninni á Laugaveginum og verður hún opin út ágúst.

, þá munum við loka og hætta með verslunina okkar í miðbænum, allavega í bili. Við sumsé misstum einfaldlega húsnæðið okkar og í staðinn fyrir að panikka (..sem er lygi því við panikkuðum fullt!), leituðum við út fyrir 101 og fundum dásamlega staðsetningu í Síðumúla 21.

Allskonar nýjungar!

Nýja verslunarhúsnæðið er því mjög nálægt sauma- og vinnustofunni okkar, það er mun MUN stærra, alveg næstum því "starfsmennirnir munu þurfa að vera á hjólaskautum" stórt... með fullt af bílastæðum fyrir framan.

Það er líka mjög miðsvæðis með góðu aðgengi (þar á meðal fyrir hjólastóla og kerrur), 3 stórum mátunarklefum og notalegu kaffihorni. Kristu vörunum verður deilt niður í sér "eldhúsdeild" "jóladeild", "skart-deild" og "barnadeild". Svo verða náttúrulega Volcano Design flíkurnar um allt og inn á milli, aukið úrval og meira pláss! Við verðum einnig með risa "Crabtree & Evelyn" deild sem mun njóta sín vel inní stóru búðinni! 

Spennandi nágrannar!

Plús það að þetta sé allt risavaxið og hriklalega spennandi það fáum við líka frábæra nágranna: "Snúruna". Við deilum sumsé fyrstu hæð hússins með Snúrunni svo þetta verður sannkallað "hönnunar-mini-moll"... okkur finnst þetta í alvöru RISAVAXIÐ!) 

Þau voru að taka allt í gegn hjá sér og stækka við sig eins og sjá má á þessum girnilegu myndum!

Þetta verður því frábær staðsetning fyrir jólagjafaverslun td, halló halló, spennó spennó!

OG við ætlum að bæta við fullt af nýjum vörum, því nú höfum við pláss til þess! Þetta þýðir það að heilar okkar systra eru á yfirsnúningi því fyrir utan það að vera að græja og mála og finna lausnir í húsnæðinu erum við á fullu að pæla í nýjum vörum til að bæta inn! Þrususpennandi tímar!

Verslunin á Akureyri, Strandgötu 9.

Hún verður áfram opin eins og hún er í dag. Þar sem verslunin í Reykjavík er að stækka svona svakalega þá verður skiljanlega ekki sama vöruúrval á Akureyri og í Reykjavík.

Það verður þó hægt að panta vörur norður ef kúnnarnir okkar þar óska eftir því og við gerum það eins fljótt og auðið er!

Við erum með tvær Facebook- síður í gangi, eina fyrir Reykjavík og aðra fyrir Akureyri, svo endilega athugið þær vel. Netverslunin mun einnig vera áfram í gangi og það er ekkert mál er að panta þaðan og fá sendar vörur beint heim að dyrum! :)

#nyverslunsystraogmakasidumula

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter... og nú á SNAPSHAT: "systurogmakar"!

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir

Muchas gracias. ?Como puedo iniciar sesion?

Katla Hreidarsdottir

Líst frábærlega á þetta plan hjá ykkur. Hlakka til að koma og skoða, máta og kaupa ;)

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm