Nýja verslunin: Pinterest innblástur!

Við systur og makar erum nú á fullu í framkvæmdum í Síðumúla 21 við að standsetja nýju verslunina okkar. Hún mun opna í byrjun september en þangað til erum við með opið á Laugaveginum.

Þetta er heljarinnar verkefni og þeir sem að fylgdust með bústaðarbreytingunum þekkja okkur nú vel, við reynum að vinna allt sem við getum sjálf með oft ódýrum og sniðugum lausnum.

Hluti af þessu ferli er að finna sér innblástur því hönnun á svona dæmi, hvað þá svona stóru verkefni, verður ekki beint til af sjálfu sér! Við systur sjáum svona að mestu um hönnunina og eigum oftast lokaorðið í ákvarðanatökum (já það er bara soldið þannig...), sem í þessu verkefni hefur reynst okkur frekar yfirþyrmandi þar sem plássið er rúmlega þrisvar sinnum stærra en verslunin okkar á Laugaveginum! 

Við styðjumst því oft við Pinterest í leit að lausnum og svona hálfgerðum "fyrirmyndum" að lokaútkomunni, sem hjálpar klárlega mikið við að "sjá þetta svona aðeins fyrir okkur"... Þar er óragrúi af hugmyndum sem við getum notast við, breytt og aðlagað að okkur og blandað saman til að fá lokaútkomu.

Hér má sjá hluta af þeim myndum sem við heillumst hvað mest að og svo bjóðum við ykkur auðvitað að fylgjast vel með ferlinu á Instagram reikningnum okkar sem og á Snapchattinu: "systurogmakar".

Ímyndaðu þér að allar þessar myndir, heilarnir í okkur fjórum og þónokkrar hugmyndir í viðbót myndu allar koma saman og búa til barn... þannig fæðist búðin okkar! 

#nyverslunsystraogmakasidumula

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter... og nú á SNAPSHAT!

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir

Ef ykkur vantar falleg ljós kíkið þá endilega á www.lysingoghonnun.is ?

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm