Nkuku: yndislegt Fairtrade merki sem er glænýtt hjá Systrum&Mökum!

Diskarekki 9900.-

Já það hefur aldeilis verið stuð hjá okkur systrum og mökum síðustu vikur við breytingar á nýju versluninni okkar eins og margir hafa fylgst með á snappinu okkar sem fer sí-stækkandi "systurogmakar". 

Nú er verslunin búin að opna og þurfum við endilega að gera blogg um breytingarnar bráðlega, en ég vil byrja á því að kynna fyrir ykkur nýjar vörur sem við vorum að bæta inn.

Stór og gerðarleg tréskál- æði fyrir stórt salat 24900.-

Nú þar sem að við stækkuðum verslunina okkar hér í Reykjavík um ansi mörg númer höfðum við nú tök á því að bæta allskonar nýjungum við! Vörurnar okkar fá nú í fyrsta lagi virkilega að njóta sín í stóru og rúmgóðu umhverfi. En einnig tókum við inn nokkur ný merki sem við viljum kynna fyrir ykkur hér á næstu dögum.

Glerbox í ýmsum stærðum frá 5900.- 10200.-

Töskur stór: 14200.- lítil: 9600.- (flottar á gólf fyrir stór kósýteppi og prjónadót í þeirri minni)

Nkuku- home and lifestyle

Fyrst er hér að nefna Nkuku sem er merki sem að við María vorum búnar að finna fyrir um tveimur árum. Okkur langaði alltaf að bæta þessum vörum inní búðina okkar á Laugaveginum en eins og þið vitið sem hafið heimsótt okkur þangað, kom það aldrei til greina. Sú verslun var alltof lítil fyrir enn meira vöruúrval svo þetta þurfti að bíða.

Þegar við þurftum svo að flytja sáum við að ef að við tækjum sénsinn og færum í miklu stærra húsnæði gætum við nú loksins boðið upp á þessar dásamlegu vörur svo við slógum til.

Glerbox í ýmsum stærðum frá 5900.- 10200.-

Glerrammar bæði fyrir borð og hangandi, lóðréttir og láréttir frá 3600.- - 9900.-

Þegar fyrsta sendingin kom inn sáum við strax að við hefðum valið rétt! Gæðin og fegurðin í hverri vöru er dásamleg og algjörlega í okkar anda. Okkur finnst þetta fallega merki passa svo vel við íslensku framleiðsluna okkar og við teljum að vörurnar muni henta Íslendingum vel!

Járnhilla, frekar stór þessi: 13200.-

Viðarháhöld frá 1450.- - 4900.-

Nkuku er fairtrade*- vistvænt fyrirtæki sem framleiðir ofur fallegar, "rustic" heimilisvörur. *Lesa má meira um fairtrade hér: En hugtakið á bakvið "fairtrade" snýst um að bændur og vinnumenn fái réttlát laun, betra vinnuumhverfi og rétt verð fyrir vöruna sína. Þetta er hugtak sem er vert að skoða og styðja. Þetta skiptir okkur miklu máli þar sem við leggjum mikið uppúr því að hafa framleiðsluna okkar eins staðbundna og hægt er þar sem við getum passað sem best upp á ferlið og starfsfólkið okkar.

Kertakúlur minnsta: 3200.-, miðju 5200.- stór 7200.-

Járnbakki 5400.- 

Nkuku byrjaði..

..þegar Alistar og Alex Cooke eyddu ári í að ferðast um Afríku og Indland. Þau urðu heilluð af miklum hæfileikum listamannanna sem unnu með ævafornar vinnuaðferðir. Þau vildu skapa þessu fólki vinnu, heiðra hæfileikana og bæta lifnaðarhætti þeirra. Fyrirtækið er nú fjölskyldurekið og er með aðsetur í Devon í Englandi þaðan sem vörur þeirra eru nú seldar um allan heim!

Leðurskissubækur 4900.-/5900.-

Rammar í ýmsum stærðum og gerðum.

Nkuku er sérstaklega annt um umhverfið, fairtrade, sjálfbæra þróun og að skaffa örugga og þægilega vinnu til listamanna sinna og þeirra efnaframleiðanda. Þessi meðvitund hefur orðið að auðkenni Nkuku sem vörumerki. Allar Nkuku vörurnar eru framleiddar úr endurunnum og náttúrulegum efnum sem framleiddar eru við sjálfbærar vinnuaðferðir. 

Það skiptir Nkuku miklu máli að hver vara eigi sína sögu en þau hafa ferðast marg oft til listamanna sinna og framleiðenda þar sem þau kynnast einstaklingunum á bakvið vörurnar. Nkuku skiptir einnig miklu máli að halda í við gamlar vinnuaðferðir og hefðir sem þau virða og elska.

Endurunnir skómátar 5900.-

Það var meira en erfitt fyrir okkur systur að velja úr en við teljum okkur hafa tekið inn nokkuð fjölbreytt magn af vörum frá þessu fallega merki. Það er nokkuð takmarkað af hverri vöru í bili og má hér sjá brot af þeim með verðum.

Meira er að finna í versluninni svo við hverjum ykkur til að kíkja til okkar í Síðumúlann þar sem nóg er af bílastæðum og alltaf heitt á könnunni!

 

lítil skæri sem eru falleg til skrauts: 3900.-

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter og Snapchat: systurogmakar

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm