Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Krans úr gerviplöntum frá IKEA

Eins og ég sýndi í póstinum um yfirhalninguna á Hótel Eldborg, þá gerðum við 9 kransa úr gerviplöntum frá IKEA.

Þetta kom svo ferlega vel út að við ákváðum að gera aftur svona krans fyrir bústaðinn okkar í Eilífsdalnum. Eins og margir fylgdust með þá fórum við í allsherjar yfirhalningu á pallinum og útisvæðinu fyrir stuttu ásamt því að hefja málningarvinnu á honum. Við munum því pósta bloggum af þeim breytingum í komandi færslum.

Ég ætla að byrja á þessum pósti þar sem gríðarlegur áhugi vaknaði á þessum einfalda en skemmtilega kransi.

Nú, við notuðum einfaldlega 2 tegundir af plöntum í þetta skiptið (en 3 tegundir á Hótel Eldborg). Þar sem þessi var gerður fyrir hurð þá er hann ekki heill allan hringinn heldur skilinn eftir "berrassaður" að aftan þar sem hann liggur við hurðina.

Við notuðum 8 plöntur í þennan í heildina (í heilu kransana á Eldborg notaði ég 6 plöntur af hvorri tegund, ss. 12 í heildina og svo tókum við 2 stórar plöntur sem við deildum í 9 kransa líka..) 

Kransinn fengum við í heildsölunni Grænum Markaði sem og blómavírinn og heildarkostnaður á svona hálfum kransi var í kringum 6000.- 

Ég byrjaði á því að tosa plönturnar af stilkunum og svo vafði ég fyrst skæru plönturnar og lét þær alltaf snúa í sömu átt. Ég fór hring eftir hring með vírinn og bætti svo inn í auðu svæðin, hér þarf að passa að hafa þetta vel þétt svo þetta losni ekki auðveldlega og reyna að koma vírnum svolítið inn á milli blaðanna. Þegar ég var búin með góðan hring af þessu og búin að klára skæru plönturnar, fyllti ég inn í restina með ljósari gróðrinum.

Hér má svo sjá video af ferlinu.

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Katla – Systur & Makar –

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Við erum svo á SNAPCHAT: systurogmakar.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!