Kimonoar búnir til úr efnisafskurðum, allt nýtt!

Við systur erum aldar upp af dásamlegum foreldrum og þar á meðal móður sem hefur alltaf verið með brennandi áhuga á endurvinnslu og ruslminnkun. Hún er mikill safnari og smitaði mig af þeim ægilega sið, þar sem nú er svo komið að fæst fær að enda í ruslinu því "ég fæ alveg örugglega einhverja geggjaða hugmynd seinna"... 

Þetta kostar ótrúlegan fjölda leigðra fermetra sem fara í að geyma heilt fjall af efnisbútum, efnisafgöngum, efnarúllum sem er alls óvíst hvort ég muni nokkurn tíma nýta, tölum, borðum, smellum, rennilásum og jú svo er ég hér með stórt safn af grímubúningum og karnival leikjasett.. svona meðal annars...!

(Þetta er td mamma í hnotskurn.. hún heklaði sér tösku úr afgangs pakka krulluborðum!!)

Þetta er samt vissulega hugsjón og langt frá því að vera ósiður.. það vantar bara miklu fleiri klukkutíma í sólarhringinn til að geta unnið úr þessu öllu saman, eitthvað sem æðri máttur mætti alveg fara að finna út úr.

Við á saumastofunni reynum reglulega að gera eitthvað úr þessum efnisafgöngum okkar og afskurðum og síðasta árið eða svo höfum við saumað bútakimonoa.

Þetta er náttúrulega frábær leið til að framleiða vöru úr efni sem annars færi einfaldlega í landfyllingu og rusl og við eigum svo sannarlega nóg af því.

Einnig erum við með kjóla í vinnslu sem eru væntanlegir! Þetta er sérstaklega skemmtilegt þar sem engir tveir kjólar né kimonoar verða nákvæmlega eins!

Hér má sjá nýjustu kimonoana sem duttu í búðina í síðustu viku. Þeir eru fáanlegir í tveimur stærðum. Stærð 1 er allur töluvert styttri og minni um sig og stærð 2 er þeim mun síðari og örlítið víðari. Það er því um að gera að kíkja til okkar og máta herlegheitin og finna svo þann sem að þér þykir bestur.

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Katla og María – Systur & Makar –

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Snapchat

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 
Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir

Hvað kosta þessir kimanoar nr 2 síðari og svo styttri?
Mér finnst þeir fallegir en er aldrei á feðinni í Reykjavik.
Ég nota föt nr 48 svo ég taldi nr 2 passa mér en þarf verðið a bæði síðari og svo styttri. Líka hvort efnið falli vel við að vera notað yfir annan fatnað. Meina að það sé ekki mikið loðið að innan svo verði ekki of stamt. Mbk, sjs

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm