Jólaskraut og föndur

Jæja nú er farið að bera á dálitlum jólaanda og meira að segja IKEA geitin komin í fullan skrúða. Það eru þónokkrir farnir að huga að jólaundirbúning og einhverjir jafnvel löngu byrjaðir. Jólagjafaverslunin er allavega hafin í búðinni okkar og gaman að sjá hvað margir velja íslenska hönnun og framleiðslu í jólapakkann.

Jólaföndur

Frænka mín spurði mig um daginn hvernig ég hafði gert jólaskrautið á pakkana í fyrra og rifjaðist þá upp hversu skemmtilegt það verkefni var. Hún ætlaði að dunda við þetta með barnabarninu sínu á næsta kósýkvöldi sem er auðvitað tilvalið og auðvitað fann ég uppskriftina sem ég deildi á matarblogginu mínu fyrir þónokkru. Það er auðvelt að blanda saman hráefnum í þetta verkefni og skemmtilegt að móta úr því, sérstaklega fyrir litla putta.  

Þessi uppskrift hefur birst áður en ég vildi endurbirta hana hér fyrir okkar lesendur.
Þau eru svo auðvitað bara snilld að nota mótin frá Allt í köku í Kópavoginum, þau gera þetta föndur svo miklu meira alvöru.
 Jólapakkaskraut
 
100 g kartöflumjöl
300 g matarsódi
200 ml vatn
 
Aðferð: Hitið allt saman í potti á lágum hita og þegar deigið fer að þykkna þá er það tilbúið. Um leið og hægt er að hræra deiginu upp í kúlu þá má taka pottinn af hellunni og 
kæla. Hnoðið svo vel deigið á mottu og notið kartöflumjöl ef það er of blautt. Svo má skera út fallegar stjörnur eða hjörtu og eins er h
ægt að pressa ofan í deigið t.d.
stimplum, blúndu, greinum og svo lengi mætti telja.
Notið sogrör til að búa til gat fyrir borða og leyfið svo skrautinu að þorna yfir nótt eða tvær á smjörpappír. Gott að snúa skrautinu við eftir sólarhring og láta þorna á hinni hliðinni. Það er hægt að baka skrautið á lágum hita en mér fannst koma betur út að leyfa því að þorna sjálfu.

Fleiri útfærslur af vefnum:

 

 

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

María Krista Hreidarsdóttir

Skilaboð

María Krista Hreidarsdóttir

Svakalega er þetta fallegt. Hvar fær maður mót fyrir frostrósirnar? <3

María Krista Hreidarsdóttir

Sæl mikið er þetta fallegt hjá þér :) en gæti ég fengið upplýsingar hvar þú fékkst formin ?

María Krista Hreidarsdóttir

Rosalega fallegt, búin að kaupa forminn í þetta. En er virkilega 300 gr af matarsóda í uppskriftinni? Getið þið sagt mér hvar ég fæ svona mikinn matarsóta?

María Krista Hreidarsdóttir

Dasamlega fallegt. Hvar fair this formin.

María Krista Hreidarsdóttir

Hæhæ, hvar fær mađur svona falleg snjòkorna/frostròsaform?

María Krista Hreidarsdóttir

Þetta er mjög fallegt og skemmtilegt takk fyrir.

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm