Jólaskraut og föndur
Jæja nú er farið að bera á dálitlum jólaanda og meira að segja IKEA geitin komin í fullan skrúða. Það eru þónokkrir farnir að huga að jólaundirbúning og einhverjir jafnvel löngu byrjaðir. Jólagjafaverslunin er allavega hafin í búðinni okkar og gaman að sjá hvað margir velja íslenska hönnun og framleiðslu í jólapakkann.
Jólaföndur
Frænka mín spurði mig um daginn hvernig ég hafði gert jólaskrautið á pakkana í fyrra og rifjaðist þá upp hversu skemmtilegt það verkefni var. Hún ætlaði að dunda við þetta með barnabarninu sínu á næsta kósýkvöldi sem er auðvitað tilvalið og auðvitað fann ég uppskriftina sem ég deildi á matarblogginu mínu fyrir þónokkru. Það er auðvelt að blanda saman hráefnum í þetta verkefni og skemmtilegt að móta úr því, sérstaklega fyrir litla putta.
Þau eru svo auðvitað bara snilld að nota mótin frá Allt í köku í Kópavoginum, þau gera þetta föndur svo miklu meira alvöru.

300 g matarsódi
200 ml vatn
kæla. Hnoðið svo vel deigið á mottu og notið kartöflumjöl ef það er of blautt. Svo má skera út fallegar stjörnur eða hjörtu og eins er hægt að pressa ofan í deigið t.d.



Fleiri útfærslur af vefnum:
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
Skilaboð

Svakalega er þetta fallegt. Hvar fær maður mót fyrir frostrósirnar? <3

Sæl mikið er þetta fallegt hjá þér :) en gæti ég fengið upplýsingar hvar þú fékkst formin ?

Rosalega fallegt, búin að kaupa forminn í þetta. En er virkilega 300 gr af matarsóda í uppskriftinni? Getið þið sagt mér hvar ég fæ svona mikinn matarsóta?

Dasamlega fallegt. Hvar fair this formin.

Hæhæ, hvar fær mađur svona falleg snjòkorna/frostròsaform?

Þetta er mjög fallegt og skemmtilegt takk fyrir.