Jólakort síðustu ára...

Ég birti þennan sama póst í fyrra en er nú búin að bæta við nýjustu kortunum okkar líka :)

(sem voru sumsé í fyrra... við skulum svo pósta kortum ársins á facebook síðu okkar þegar þar að kemur)..

Hún María sys og hennar fjölskylda hefur alltaf staðið sig alveg ótrúlega vel með jólakortin og senda í tugatali á alla sína vini og vandamenn eins og þau hafa gert í fjöldamörg ár. 

Kortin eru alltaf heimagerð og hvert öðru fallegra eins og sjá má á meðfylgjandi myndum!

Kortið hér efst er frá Maríu og Berki síðan í fyrra og hér að neðan má sjá fyrirmyndirnar...

Hér enn neðar má svo sjá nokkur frá síðustu árum og kortin frá mér og Tótu eru svo þarna neðst.. það er svona enn meiri vitleysa...! 

Þau eru svo klikkuð og hafa td. sent útskorna jólaóróa og laufabrauð brotin úr pappír með sínum kortum!

 

Allir sem fengu kort fengu því um leið jólaskraut.. eins og ég segi: svolítið klikkuð!

Okkur Tótu fannst þetta svo skemmtilegt hjá þeim að við ákváðum að taka þátt í stuðinu og höfum nú sent okkar eigin kort í 5 ár í röð, prentuð í massavís og send til vina, vandamanna og fjölskyldumeðlima en kúnnarnir okkar hafa stundum fengið að finna fyrir því líka!

(Þetta byrjaði ósköp saklaust, Tótu var skellt í kjól af mér sem er sérstaklega ólíkt henni og ég fór í gamla rúllukragapeysu frá henni sem og hneppt vesti, þetta var fyrsta árið okkar saman.. það er skemmst frá því að segja að vestið sem og rúllukragabolurinn er ekki meðal vor lengur...) ;)

Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg hefð og maður reynir að toppa sig á hverju ári!

Það er "alls engin" íronía í þessu... þetta var ss 2011 þegar allir voru að sprengja sig úr líkamsrækt og dugnaði!

 

 

Það varð allt skemmtilega vitlaust þegar við sendum ballettkortið og fólk fór að senda okkur hugmyndir að næstu kortum! En það var erfitt að toppa ballettinn.. sérsaumaðir spandexgallar.. hvað skal gera?

Við ákváðum því að róa alla niður, halda upp á friðinn og gáfum Yoko og Lennon heiðurinn! Við fengum meira að segja vinkonu okkar til að taka myndina en hún hafði "pantað að mynda" með árs fyrirvara! Hrikalega skemmtilegt!

 

Í fyrra komum við svo með Móður Theresu og Ghandi... einstaklega saklaust og fallegt ár!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm