Íbúðaryfirhalning, lítil íbúð- stór breyting!

Við vorum beðnar um smá aðstoð við að taka í gegn litla íbúð. Það var ekkert risa budget en við létum það ganga. Húsgögnin voru mörg keypt í Von og Bjargir eða Góða Hirðinum enda svo oft hægt að finna algjöra demanta þar. Við notuðumst einnig við einfaldar lausnir, filma ísskápinn td, nýjar höldur á eldhúsinnréttingarnar og nýja lýsingu. Litlar og einfaldar breytingar sem gera samt svo ótrúlega mikið! Svo átti hún allskonar fallega muni sem við leyfðum að njóta sín. 

Þetta er sumsé lítið rými og hver einasti fermeter er nýttur!

Búið var að mála en liturinn heitir Londongrár og kemur frá Málningu, mjög fallegur tónn!

Þessi hilla kemur úr Ikea en hún er sérstaklega pen og falleg og hentar vel í lítil rými. Hún kæmi sér líka vel inn á bað gæti ég trúað.

Krukkur eru sniðug lausn til að gera eldhús sérstaklega "eldhúsleg"... þessar fundum við í Góða á flottu verði. 

Skápinn máluðum við svartan að utan og hvítan að innan. Það er soldið sneddý til að gera hann að áberandi mublu í rýminu en samt fá hlutirnir inní honum hvítan bakrunn og njóta sín vel.

Ísskápurinn var gamall og soldið lúinn en virkar fínt svo við ákváðum einfaldlega að filma hann með marmarafilmu. Við notuðum einnig sömu filmu á skenkinn í stofunni.

Þarna við hliðina á ísskápnum komum við fyrir tölvuborði en það var einfaldlega gert með plötu úr Bauhaus sem við máluðum og hilluberum.

Hér er svo kominn notalegur borðkrókur með smá skipulagsvegg fyrir ofan. Hann hentar nú vel fyrir stundarskránar og matseðil vikunnar þessvegna. 

Mottan og borðið kemur úr Ikea og hér glittir líka í kommóðuna sem er filmuð í stíl við ísskápinn.

Við settum svo plakatið frá okkur hér í ramma við hliðina á sjónvarpinu. Við það að færa sjónvarpið aðeins til hliðar í stað þess að miðja það verður það frekar að aukahlut í rýminu en "fókus" punkt. Þar sem að stofan er frekar lítil og ekki eingöngu notuð sem "sjónvarpsherbergi" fannst okkur það passa betur.

Svefnherbergið rúmar nú tvö rúm með einum samtengdum rúmgafli. Við notuðum einfaldar spýtur sem við lituðum svartar. Við notum efni sem heitir Ronseal og fæst í Húsasmiðjunni. Sérstaklega fallegur svartur litur!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm