Horfst í augu við myndavélina..

Það er skrítið hvernig maður getur stundum látið við sig. Sagt eitthvað við sig sjálfan sem maður myndi aldrei í lífinu segja við aðra. Einblínt á neikvæða hluti sem aðrir eru svo hjartanlega ósammála og hreinlega sjá ekki. 

Kannast nokkuð einhver við þetta?

Ég hef ætlað mér að gera svona "átfitt dagsins" blogg í nokkur ár þar sem ég hef alltaf verið minn eigin kúnni en eitthvað hefur alltaf stoppað sem er skrítið.

Ég hanna ekki beint fatalínur heldur geri ég frekar hluti sem mig vantar, langar í og þrái. Þetta er kannski vegna þess að ég er menntuð sem innanhúshönnuður ekki fatahönnuður og hugsa því kannski ekki beint sem klassískur fatahönnuður.. maður veit það ekki. 

Svo er ekki eins og hégóminn sé ekki að drepa, ég er í stærð Small í mínu merki því hér ræð ég! 

 

Það hefur því legið beinast við að ég myndi prufa að módela fyrir mig sjálf, svona endrum og eins. En mér hefur tekist að stöðva mig með öllum mögulegum afsökunum í gegnum tíðina og bara síðast í dag kom rigning (og reyndar líka snjór.. fáránlegur veðurdagur ef satt skal segja..) og ég hélt ég væri hólpin.

En (afsakið mig).. "fokk it bara", ég ákvað að kýla á það og fékk Maríu með mér út vopnaða camerunni. "Ég birti þetta þá bara aldrei".. hugsaði ég.. (og enginn veit neitt.. nema reyndar allir á snappinu því ég asnaðist til að tilkynna þessi svaðalegu áform mín þar í gær..)

Jæja út fórum við, bakvið hús, fundum ryðgaða gáma og gömul vinnubretti og María sýndi gamla takta á camerunni.

Þetta byrjaði vissulega hálf brösulega þar sem María hélt ég ætlaði að taka á loft með þeyttum nasavængjum.. og ég endaði iðulega með svona (eins og hún orðaði það svo fallega): "resting bitch face"!

"Katla.. hugsaðu um kettlinga, regnboga og súkkulaði" þá kannski mýkist svipurinn, og "Smize Katla SMIZE!"*

*(Fyrir gamla America's next top model aðdáendur, þá meikar þessi setning sense").

Og viti menn.. þegar ég var aðeins farin að ná andanum aftur, slaka á spennunni og stressinu, því ég stóð jú bara í sakleysi mínu við einhvern gamlan gám.. ekkert að óttast.. þannig... Og þegar ég var hætt að æja og óa og hrósa ótrúlegri fagmennsku Jóu minnar og módela út um allan heim sem hafa þetta starf að atvinnu..

..Þá fór þetta bara að verða svolítið gaman.

 

Við fórum svo inn og sáum að myndirnar voru bara alls ekkert svo slæmar. (Fyrir utan nasavængja-resting bitchface fiaskóið þarna í byrjun auðvitað..)

Ég gat bara meira að segja verið svolítið sæt og passaði bara vel í SMALL fötin mín.

Þannig að ég hef ákveðið að skipta um starfsvettvang og ætla að skella mér í módelstörfin að fullu.

(Djók, þetta var nú bara fyrir ykkur sem nenntuð að lesa svona langt).

En án gríns, þá held ég að þetta hafi kennt mér ágætis lexíu: ég á bara að gjöra svo vel og haga mér almennilega og vera bara svolítið góð við mig. Hrósa mér og þakka fyrir það sem er bara í himna lagi, hætta þessari tilgangslausu gagnrýni og brosa framan í heiminn. Það hjálpar bara öllum, já heyriði það bara!  (iii.. ein voða frelsuð..!)

Það er bara aldrei að vita nema ég dragi sys aftur með mér..

(nema náttúrulega ef ykkur finnst þetta hræðilegt, þá forget it! ;)

Buxur, væntanlegar.
2 belti sett saman frá Leðurverkstæðinu og fást í Systrum&Mökum
Skór Bianco
Varalitur: Blankety frá MAC

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir

Geggjuð föt & geggjaðar myndir … og góð áminning að vera góð við sjálfa sig :)

Katla Hreidarsdottir

Þú ert svo mikið meira en svolítið sæt. Gullfalleg, stórglæsileg bomba. Skemmtileg og hæfileikarík.

Katla Hreidarsdottir

Þetta eru bara geggjað flottar myndir af þér elsku Katla mín og María er algjört pró á myndavélina = Töff og faglegar systur <3

Katla Hreidarsdottir

Ert svo með edda geggjaðar myndir systur??

Katla Hreidarsdottir

Svo mikill töffari og ótrúlega flott eins og alltaf og flottar myndir <3

Katla Hreidarsdottir

Flott samsetning, þú tekur þig mjög vel út, ert með húmorinn í lagi ;-)

Katla Hreidarsdottir

Flott :-)

Katla Hreidarsdottir

Sjúklega flott alltaf, meira svona <3 töffari!

Katla Hreidarsdottir

Greinilega fædd í þetta ? bjútífúl

Katla Hreidarsdottir

Þú ert svo með þetta flotta skvís (Y)

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm