Herrakvöld Systra&Maka í Síðumúlanum!

Veistu ekkert hvað á að gefa henni?

Komdu þá til okkar og njóttu þess að gera jólainnkaupin í rólegu og notalegu umhverfi í Síðumúla 21!.
Fimmtudagskvöldið 15 des verður helgað ykkur herramönnum og bjóðum við ykkur sérstaklega velkomna í Systur og Maka þar sem aðstoðað er við gjafavalið.

Opið verður lengur þetta kvöld eða til 22:00!

Á staðnum verða lifandi gínur til að máta fyrir ykkur og hjálpa ykkur að finna réttu stærðina. Síðan pökkum við öllu inn og græjum kortið á pakkana! Jebb, þetta er málið, við systur verðum ásamt nokkrum drottningum í leggings og hlýrabol og mátum allt sem þarf að máta til að finna hvað hentar best!Á meðan geta allir haft það náðugt, smjattað á tvíreyktu hangiketi og sötrað ískaldan !

Ekkert nema notalegheitin!

(milli 18:00-22:00 verður öl og kjöt í boði ;)

Sleppið stressinu og kíkið til okkar í Síðumúlann og látið fagaðilana hjálpa ykkur!

PLÚS!!! við erum með fullt af fallegu fyrir ykkur herrana líka!

Dásamlegir herrailmir frá Crabtree&Evelyn

Íslensk leðurbelti á frábæru verði frá Leðurverkstæðinu!

Geggjuð axlabönd frá Leðurverkstæðinu!

Ermahnappar og bindisnælur frá Kristu Design ofl ofl.

Fyrir ykkur dömurnar:

Við bendum ykkur dömum á að hér er gott tækifæri til að benda herranum pent á að þið óskið eftir gjöf frá okkur.. þið einfaldlega deilið viðburðinum á viðkomandi.. "hérna elskan.. ef þú ert í vandræðum".. og við tökum vel á móti honum!

***Ef þú vilt vera alveg viss um að fá rétta pakkann án þess að segja bókstaflega "hey.. mig langar í þetta!!"... þá tökum við á móti e-mailum með linkum á óskagjöfina, stærð og lit og passið bara að hafa nafnið á herranum sé með sem og nafnið á þér.

Við bendum svo einfaldlega viðkomandi á að þetta "gæti mögulega slegið mjög svo í mark.. þar sem lítill fugl er búinn að hvísla því.."  (allt ægilega laumulegt og pent svona.. ;)

emailið okkar er: systurogmakar@gmail.com með titlinum: "Óskagjöfin mín"!

Skoh! bara gæti ekki verið einfaldara!! ;)

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

og nú erum við einnig á SNAPCHAT: "systurogmakar".

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir

Good day,
Could you please tell me the price for cufflinks and tie pins in the form of Iceland and availability of those?
Thanks!

Katla Hreidarsdottir

Good day,
Could you please tell me the price for cufflinks and tie pin in the form of Iceland if such are available.
Thanks!

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm