Heimsókn til Láru kökulistakonu frá USA

Eins og þið flest hafið tekið eftir þá er ég óttalegur kökuperri en mér finnst einstaklega gaman af því að baka og skreyta kökur þegar sá gállinn er á mér.

 Ég er hins vegar ekkert rosalega hrifin af svona týpískum tertum sem ganga um á netinu og því vakti kökugerðarsnillingurinn Lauren strax athygli mína þegar ég sá listaverkin sem hún er að gera hjá www.baunin.com.

Ég hef aðeins nefnt hana á nafn áður en nú ákveð ég að gefa mér tíma í að fræðast betur um Lauren.

Nafnið dregur hún af vanillubauninni og passar það fullkomnlega vel við reksturinn. Mér fannst nú líka alveg passa að kalla fyrirtækið baunina eins og verðandi mæður kalla börnin sín stundum í bumbunni enda er þetta litla krúttlega fyrirtækið hennar Lauren rétt að byrja að mótast.

Lauren bakar vegan kökur, ekki sykurlausar reyndar en hún notar ótrúlega fallega náttúrulega liti í kremin sín og kökurnar hennar eru hver annarri fallegri og algjör listaverk sem maður tímir varla að skera í.

Ég var harðákveðin í að mæla mér mót við þessa stelpu og kynnast henni aðeins og náðum við að spjalla heilmikið saman á stuttum tíma um heima og geima. Ég fékk meira að segja að prófa að skreyta sjálf og fékk alveg bakteríuna, nú er ég komin með hugmynd að köku fyrir helgina.

Við ákváðum að hittast örstutt á vinnustað hennar en hún er með aðstöðu hjá Matís sem er bæði notað sem tilraunaeldhús og eldhús til útleigu fyrir þá sem þurfa að nýta sér samþykkta vinnuaðstöðu.

Það var mjög áhugavert að sjá hvernig hún rúllar upp hverri tertunni á fætur annarri á þeim afmarkaða tíma sem hún fær fyrir sig.

Lauren Colatrella er frá New York, Bandaríkjunum en hún kallar sig Láru hér á landi svo ég ætla að gera það líka hér á eftir.

Lára lærði fyrst næringarfræði eftir framhaldsskólann en hóf svo nám í pastry art. Hún flutti til landsins árið 2015 og giftist íslending og hefur fest rætur sínar hér ásamt “Stóra” Dan hundinum sínum Kínó.

Hún hefur alltaf haft áhuga á mat en er hrifnust af því að vinna með súkkulaði og eftirrétti. Hún hefur bæði starfað í íslensku bakaríi hér á landi sem og veitingastaðnum Apótek en nú er hún farin að vinna meira sjálfstætt enda kominn tími til. Hún vinnur stundum fyrir Omnom og hér má sjá verkefni eftir hana sem kom ótrúlega fallega út en þarna var verið að kynna páskahérann frá Omnom.

Lára er vegan og hefur verið frá unglingsaldri fyrir utan stutt stopp sem hún skilur ekkert í því þegar hún fór af veganbrautinni fann hún fyrir einhversskonar sektarkennd sem hún getur ekki beint útskýrt. Henni líður betur þegar hún fylgir vegan mataræðinu bæði á líkama og sál og með því að baka vegan kökur fyrir kúnnana sína þá finnst henni hún hafa ákveðin tilgang í lífinu.

Þótt kökurnar hennar séu hver annarri fallegri og skreyttar með dásamlegum litum þá klæðist Lára nánast bara svörtu og er algjör töffari og húðflúruð á fleiri stöðum en undirrituð en kannski fær listagyðjan og litaperrinn næga útrás í eldhúsinu svo blómakjólarnir fá heimili annars staðar.

Lára vinnur mikið fyrir Luna Flórens kaffihúsið á Granda en þar má kaupa sér sneið af kökunum hennar og njóta í fallegu blómahafi Írisar Ann eiganda Luna Flórens en hún rekur einnig veitingastaðinn The coocoo’s nest í næsta bili við kaffihúsið. Mæli með að kíkja þangað í drykk og kökusneið.

Þegar ég spurði Láru hvort það væri nægilega stór markaður fyrir vegan kökugerðalist á Íslandi þá svarar hún að svo telji hún vera. Það virðast ekki margir vera að baka og selja vegankökur til kaffihúsa eða í einkasamkvæmi svo meðan svo er ekki þá hefur hún meira en nóg að gera.

Hún er mikið að taka að sér stór verkefni eins og brúðartertur enda er tíminn núna og hver vill ekki skreyta borðið með fallegri köku frá Bauninni.

Það var virkilega gaman að hitta Láru og fylgjast með henni blanda dásamlega daufa litatóna í smjörkremið og einhvernveginn virtist þetta allt svo áreynslulaust. Hún blandar kreminu eins og hún sé að mála olíu á striga og fyrir vikið þá er engin kaka eins og hver önnur er algjört listaverk. Ég var algjörlega í skýjunum eftir að kynnast þessari skottu, já hún er kannski pínuponsulítill kvenmaður en hún er með stóra drauma og ætlar sér langt.

Þeir sem hafa áhuga á að panta köku hjá Láru geta haft samband við hana á heimasíðunni www.baunin.com eða facebook þar sem hana má finna undir Baunin. Á instagram notar hún nafnið “bauninmin”.


Ég mæli eindregið með henni, fagmannleg og allt til fyrirmyndar í eldhúsinu hennar. Netfangið hjá Láru er: hello@baunin.com

 

Með kærleikskveðju María Krista.

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

María Krista – Systur & Makar –

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

María Krista Hreidarsdóttir

Skilaboð

María Krista Hreidarsdóttir

dcosSCLfyXwRlvxa

María Krista Hreidarsdóttir

IguhSWyXAcQ

María Krista Hreidarsdóttir

IhSqDAYFElBmOpW

María Krista Hreidarsdóttir

cXEhxbZegN

María Krista Hreidarsdóttir

sygdJHQEhKUf

María Krista Hreidarsdóttir

xzhbVpqmRMBDdu

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm