Aftur á hnakkinn - heilsudagar 20% tilboð
Nú er partýið búið, sumarfríisdagarnir uppurnir og margir farnir að hella sér í rútínuna, eða koma sér aftur á hnakkinn ef svo má að orði komast. Sjá mynd haha ;)
-
Við systur ætlum að taka þátt í rútínuskipulagningu með ykkur og bjóða ykkur velkomin á heilsudaga í versluninni okkar dagana 16.-18. ágúst nk.
-
Það verður boðið upp á fríar uppskriftir með allri seldri matvöru.
- Uppskriftapakki nr 6 verður kominn heitur úr prentun og margsskonar tilboð verða í gangi.
Allir sem versla komast í lukkupott!
Eins setjum við í gang skemmtilegan leik þar sem vinningurinn er ekki að verri endanum eða stútfull karfa af heilsutengdri vöru, matvara, Life factory brúsi, 2 vikna námskeið hjá Happy hips, nuddboltar, startpakki fyrir lágkolvetna mataræðið, 6 uppskriftapakkar Zarko perfume ilmur, Crabtree & Evelyn snyrtivörur, Inika förðunarvörur, Olifa steikingarolía, Glov hreinsihanski, Essie og margt fleira skemmtilegt.
Allar vörur í búðinni verða með 20% afslætti þessa daga
Nú er um að gera að nýta sér tækifærið og fylla á matarbúrið, fata -og gjafaskápana. Jólahornið er á sínum stað og við mælum með að nýta tilboðið og byrja á jólagjafainnkaupunum í leiðinni.

Þrjár sjóðandi heitar splúnkunýjar uppskriftir!
Hér eru svo þrjár nýjar uppskriftir sem hafa ekki birst á neinum uppskriftaspjöldum svo endilega nýtið ykkur það.
Það er ótrúlegt hvað það er gaman að vinna með vörurnar frá Good good. Hér er uppskrift sem ég gerði um helgina með bláberjasultunni frá þeim. Þetta er svona lágkolvetna útgáfa af HJÓNABANDSSÆLU og smakkaðist hún bara svona dásamlega vel. Hér er uppskriftin og svo er hér linkur á sultuna dásamlegu.
Hjónabandssæla:
80 g möndlumjöl, gróft eða fínt
40 g kókoshveiti
40 g grófmalaðar möndlur eða sólblómafræ, gefa gott bit og koma í stað haframjöls
40 g White chia seed meal frá NOW
130 g Good good sæta eða Sukrin Gold
200 g kalt smjör í bitum
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
2 egg
Aukatips: ef þið viljið extra gott bragð þá mæli ég með því að dreifa marsipani yfir en það fæst einnig hjá okkur hér.
Aðferð:
Blandið öllu vel saman.Klípið smjörið saman við og hnoðið vel.
Dreifið deiginu í smjörpappírsklætt form t.d ferningslagað eldfast mót.
skiljið 1/4 eftir af deiginu og kælið í smá stund.
Dreifið sultunni yfir deigið og myljið svo niður restina af deiginu yfir alla kökuna.
Ef þið notið marsipan þá má bæta því á hér.
Bakið í 45 mín í 170°hita.
Okkur langar líka að gefa ykkur uppskrift af tveimur týpum af dásamlegum bollakökum en í þær notum við t.d saltaða karamellu sem gerð er úr sýrópi frá Good good eða Fiber Gold sýrópinu frá Sukrin. Hins vegar eru það svo Red velvet kökur sem eru úr sama grunni með smá twisti. Gott er að bæta smá piparmyntu í kremið.
30 ml heitt vatn
Bakið í 20 mín á 170°hita.
piparmyntudropar um 1/2 - 1 tsk fer eftir smekk
Þeytið saman sætu og rjómaost, bæta rjóma varlega út í og blanda öllu vel saman, skafið vel innan úr hliðunum og setjið svo á fullan kraft þar til stífir toppar myndast í rjómanum. Þetta krem heldur sér vel og er létt og bragðgott.
1 tsk vanilludropar
Bakið í 20 mín á 170°hita.
1 tsk vanilla
Karamella:
Þessi karmella er líka dásamlega góð bara ein og sér, kæld og skorin í bita, jafnvel fryst og súkkulaðihúðuð.
50 g smjör
1/2 tsk gróft sjávarsalt
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
María Krista – Systur & Makar –
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest.
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar