Heilagt kakó Kamillu.. hvað er það?!

Heilagt kakó Kamillu..?

Æi það er soldið gaman að segja frá því hvernig við kynntumst þessu undrastöffi, en þetta hófst allt þegar við  systur fórum á matarsýningu í Stokkhólmi ekki fyrir svo löngu.

Þar vorum við að skoða allskonar matvöru sem gæti mögulega hentað okkar mataræði og bæst í verslunina okkar. Innan um glútenlausa svía og aðra vegan, laktósafría og kolvetnasnauða sýningargesti, haldiði ekki að við rekumst óvænt á Ásdísi grasalækni!

Bara þarna eitthvað í flippinu á ganginum, eftir faðm og knús og "nei, en óvænt", förum við að ræða um ketókaffi (svona eins og matgæðingar og heilsupælarar gera..) Ásdís fer að segja okkur frá henni Kamillu vinkonu sinni og "nei sko stelpur, þið bara VERÐIÐ að fara á svona kakó athöfn hjá henni.. þetta er GEGGJAÐ!!"

(Ef þið hafið einhverntíman hlustað á hana Ásdísi grasa, þá get ég nú bara sagt ykkur það að hún er ekkert að grínast þegar hún segir orðið: "GEGGJAÐ".. sannfæringin, maður minn!)

Svo þetta var ekki flókið og á leiðinni af sýningunni vorum við systur búnar að negla tíma hjá Kamillu til að smakka þetta undrakakó og fara með okkur í slökunarferðalag með kristöllum í bland.

Okkur systrum er margt til lista lagt.. en að slaka virkilega á er kannski ekki mjög ofarlega á þeim lista. Þessi 2. klukkustunda kakóstund reyndi því heldur betur á ofvirkar heilasellurnar þar sem þær þurftu að gjöra svo vel og róa sig niður, setjast í hring og óma samhljóma með magafylli af kakói.

Ég var svolítið hrædd um að þetta yrði eitthvað "hallærislegt" líka og dæmdi þetta "of jógað" og "ofar mínum landlæga, símavædda skilningi".

En við máttum gjöra svo vel og éta þessa fordóma ofan í okkur þar sem slökunin reyndist hrein dásemd, og já já.. við höfðum alveg ægilega gott af þessu!

Hún Kamilla er líka mjög svo mannleg og eðlileg með mikinn húmor sem kemur skemmtilega á óvart og sagði okkur athyglisverða söguna á bakvið kakóið (sem btw er mun betra en ég bjóst við, og eiginlega bara virkilega gott!!) 

Ég held við höfum bara eignast nýja vinkonu!

Rjóðar í kinnum, sultuslakar og algjörlega sannfærðar um kraft kakósins fórum við heim með kílóaklump í farteskinu (sem svona útlitslega virkar ekki mjög löglegur..) Haldið var beinustu leið heim þar sem malað var kakó í krukkur fyrir komandi daga og heilagur kakóbolli varð nú að nauðsynlegri byrjun á deginum í bland við MCT olíu og smjör.. 

Þarna fór þá boltinn heldur betur að rúlla og um viku síðar áttum við planaðan heilsudag í versluninni þar sem við buðum Kamillu að koma með kakóið sitt og Ásdísi grasa með uppskrift og það var svolleiðis gefið smakk og heilsufarslegir ávinningar kakósins dásamaðir!

Hingað fengum við fjöldan allan af gestum sem fengu að smakka og versla kakóið beint af Kamillu. Yndislegur dagur í alla staði og þökkum við öllum kærlega sem lögðu leið sína til okkar!

Let's talk some business!

Nú, eftir fjöldan allan af fyrirspurnum ákváðum við loks að setjast niður og ræða málin.. svona á viðskiptalegum nótum og skemmst er frá því að segja að kakóið er nú fáanlegt hjá okkur bæði í versluninni og hér á netversluninni!

Gleði og glimmer!

Smellið endilega á myndina hér að ofan til að versla..

Hvað er svona merkilegt við eitthvað kakó?

Þá er loks komið að máli málanna.. hvað er eiginlega svona merkilegt við þetta stöff?!

Dalileo kakóið frá Gvatemala er svokallað “ceremonial grade cacao" og sannkölluð ofurfæða. Hreint kakó inniheldur mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu, er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Það inniheldur phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical", er endorfín sem mannslíkaminn framleiðir til dæmis eftir líkamsrækt, hefur aðeins fundist í einni plöntu – Cacao Theobroma.

Kakó inniheldur auk þess króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur og tryptophan svo eitthvað sé nefnt af þeim 1000 efnum sem kakóið inniheldur. Kakó ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu sérótónín og lækkar streituhormónið kortisól.

Fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið, meðal annars við Yale og Oxford, staðfesta virkni kakóbaunarinnar og stöðu hennar sem heilsusamleg og heilsueflandi fæða.

Í menningu Maya fólksins í Mið-Ameríku hefur kakó og kakóplantan gegnt veigamiklu hlutverki í árþúsundir og hlotið nafnbótina fæða guðanna. Það má rekja kakódrykkju 3800 ár aftur í tímann og því tími til kominn að þessi dásemdardrykkur rati til Íslands.

Dalileo kakóið sem boðið er til sölu hér kemur beint frá bónda, án milliliða, og er ræktað í Polochic dalnum í norðurhluta Guatemala. Kakóplantan vex í skugganum í regnskógum Guatemala og notast er við umhverfisvænar ræktunaraðferðir, með tilliti til orkusparnaðar, sjálfbærni og skógræktar.

Kakó er hægt að nota á marga vegu, útbúa heitan kakóbolla, setja í hristinginn, út á grautinn eða í hnetumixið. Hægt er að nota kakó sem náttúrlegan orkugjafa inn í daginn eða til að komast í ró fyrir svefn. Mayar og aðrir menningarhópar hafa í aldanna rás notað kakó sér til heilsubótar og til að dýpka andlegan skilning. 

Hér eru tvær góðar leiðir til að útbúa kakóbolla

Aðferð 1:
Saxaðu 20 grömm, um tvær matskeiðar, og bættu því ásamt hálfum bolla af köldu vatni í pott, leyfðu að hitna vel án þess að suðan komi upp. Hægt er að bragðbæta, til dæmis með kókosolíu, kanil, Cayenne pipar, kjarnaolíum til inntöku og sæta með hlynsírópi eða hunangi ef þarf. Einnig er hægt að skipta vatninu út fyrir jurta- eða hnetumjólk, t.d. möndlumjólk.

Aðferð 2:
Ef NutriBullet eða lítill blandari er til á heimilinu er hægt að sjóða vatn og setja í hálfan bolla og leyfa að kólna aðeins áður en það er sett í blandarann ásamt kakóinu. Hægt er að bragðbæta, til dæmis með kókosolíu, kanil, Cayenne pipar, kjarnaolíum til inntöku og sæta með hlynsírópi eða hunangi ef þarf. Einnig er hægt að skipta vatninu út fyrir jurta- eða hnetumjólk, t.d. möndlumjólk.

Umsagnir kakóunnendum:

“Ég er svo þakklát kakói því þegar ég fæ mér kakó á ég alltaf gæðastund með sjálfri mér. Stundum örstutta og stundum lengri. Um leið og ég nýti þetta dásamlega hjartastyrkjandi kakó til að skerpa einbeitingu mína og ímyndunarafl hefur kakóið tengt mig betur við innsæið mitt og gefið kjarki mínum kraft. Kakó gefur jafnvægi og ró.”
-Kristín Kristjánsdóttir

“Ég var svo heppinn að fyrir hálfu öðru ári bauð Kamilla mér upp á bolla af þessum eðaldrykk. Mér fannst hann frekar beiskur en vandist bragðinu þó fljótt og fann að bæði líkami og andi hafði gott af þessu, mikið gott. Nú þegar ég hugsa til baka kemur í ljós að ég hef verið laus við allar umgangspestir sem ég áður var í áskrift af. Ótrúlegur drykkur.”
-Ingibergur Kristinsson, húsasmíðameistari og Kamillupabbi

“Ég var spenntur þegar Kamilla kom til baka úr fyrstu ferðinni sinni frá Gvatemala. Það var einhver breyting sem mér fannst svo eftirsóknarverð. Ég settist á móti henni og drakk minn fyrsta bolla. Bragðið var sérstakt en ég drakk meira. Strax á þriðja sopa hafði kakóið tekið breytingum, áferð, lykt og bragð var orðið annað. Ég fann strax hvaða hreinleika varan hafði upp á að bjóða, líkt og náttúran sjálf væri að laga sig að mér eftir því sem ég drykki meira. Síðan þá höfum við kynnst hvort öðru betur, ég og kakóið, það hefur reynst mér mikill aðstoð í minni andlegu og líkamlegu vinnu sem ég fór í á sama tíma. Núna er kakóið orðið hluti af mínu lífi og fyrir það er ég þakklátur.”
-Guðlaugur Kristmundsson, verkefnastjóri og Dale Carnegie þjálfari

“Kakóið er hrein dásemd fyrir mig. Ég fæ mér kakó á kvöldin en það hjálpar mér að sofa vel, veitir mér frið í sál og líkama. Oft þegar ég hugleiði fæ ég mér kakó og næ þá dýpri slökun og get hugleitt lengur. Kakóið er mér nauðsynlegt að drekka þegar ég er undir álagi og mæli ég eindregið með kakó frá Gvatemala.
-Bylgja Þorvarðardóttir

Við systur getum ekki annað en mælt með þessu og finnst þetta hafa mjög svo jákvæð áhrif á sálartetrið og hamingjustuðulinn!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Katla og María – Systur & Makar –

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Snapchat

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir
500mg Capsules[/url] Amoxicillin tmi.ztrd.systurogmakar.is.ecv.fz http://mewkid.net/when-is-xuxlya/
Katla Hreidarsdottir

Hæ er þetta sama kakôið og er að ofan i pakkanum sem fæst lika i klumpum á 13 þ ..ef svo er hvað kostar það i þessum pakkningum? Mer finnst hin pakkninginn heldur stôr fyrir mig .Takk kv BB

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm