Hamingjuhelgi í sumarbústað Systra&Maka: vinningshafi!

Jæja, við systur drógum úr leiknum okkar áðan sem er búinn að vera í gangi í versluninni okkar síðan í lok júlí.

Sumsé, það sem þurfti að gera var að versla eitthvað í versluninni okkar og þá komst viðkomandi í pott. Við drógum svo áðan út tvo sem unnu 15% vildarkort í versluninni sem gildir fyrir allar vörur í búðinni í ótakmarkaðan tíma. 

Svo drógum við út vinningshafa hamingjuhelgarinnar en hún vann:

Gistingu fyrir tvo í sumarhúsi Systra&Maka í Eilífsdal, Kjósinni 25-27 ágúst.

Mat fyrir tvo hjá veitingahúsinu Mika í Reykholti.
Ostakörfu frá Búrinu, glaðning frá Blush sem og tvo brúsa frá Life Factory og óvænta vinninga frá Systrum&Mökum ásamt 15% vildarkorti í versluninni.

Hér má sjá smá video frá Restaurant Mika í Reykholti, en við mælum svo sannarlega með þessum skemmtilega stað.

Hún Eirný í búrinu ætlar að græja fyrir vinningshafana einhvern geggjaðan bakka eins og hennar er von og vísa!

Einnig verður gjöf frá Blush.is

Brúsarnir frábæru frá LifeFactory

Handskrúbbur og fótakrem frá Crabtree&Evelyn

Sem og 15% vildarkort frá Systrum&Mökum og fleiri óvæntir vinningar frá okkur.

Við hringdum í snillingana áðan og þær voru allar ferlega ánægðar.

Karen Ósk og Ingveldur Gyða unnu vildarkortin og svo bjölluðum við í vinningshafa helgarinnar life á snappinu.

Óvænt gleðiefni!!

Tæknin var reyndar eitthvað smávegis að stríða okkur og hlóðust ekki öll snöppin inn, en hún Hildur Katrín Rafnsdóttir var himinlifandi með vinninginn og missti sig aðeins í símann. Toppurinn á deginum klárlega fyrir okkur systur og örugglega hana.

Svo sagði hún okkur það að hún á brúðkaupsafmæli um helgina, hversu fullkomið gat þetta verið!!

Við hlökkum mikið til að taka á móti hjúunum í bústaðnum á föstudaginn og bjóðum ykkur endilega að fylgjast vel með því á snappinu náttúrulega þegar við græjum bústaðinn og bjóðum þau velkomin! snap: systurogmakar

Við þökkum ykkur öllum einnig kærlega fyrir þáttökuna sem og frábæru samstarfsfyrirtækjunum sem gerðu þetta mögulegt með okkur!

Svona ættu allir dagar að vera, stútfullir af hamingju og gleði!!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Katla – Systur & Makar –

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm