Gott salat með síldinni - njótum aðventunnar!

Ég hef aldrei verið nein svakaleg síldarkona og gat ekki hugsað mér rækjur nema þær væru faldar í majonesi eða rúllutertubrauði. Ég held þó að ég sé eitthvað að þroskast með árunum og er farin að meta þetta mun betur. Mér er til dæmis farin að þykja síldin ótrúlega góð og algjör hluti af aðventunni!

Hún Olga mín sem vinnur hjá okkur á saumastofunni kenndi mér eitt sinn sniðuga uppskrift að salati sem er sérstaklega gott með síldinni. Ég er svona aðeins búin að bæta veseni í uppskriftina og finnst þetta nú ómissandi meðlæti!

Smörrebröd í kvöldmatinn.. afhverju ekki?!

 1 grænt epli smátt skorið er flott fyrir litla uppskrift sem dugar vel fyrir 3-4 brauðsneiðar.

2-3 sneiðar af rauðlauk.. smátt skorinn..

Ein góð teskeið af capers..

og það er líka smátt skorið :)

Svo notum við majones... nauðsynlegt að vera með svolítið mæjó með svona smurbrauði sko!

Mér finnst Hellmann's best, það er rosa vel kryddað og gott.

Ein hressileg matskeið af því..

..blanda svo við rúmlega hálfri skeið af Dijon sinnepi. Þetta var með einhverju auka sítrónubragði, það er alls ekkert "must".. þetta var einfaldlega það sem var til. ;)

Svo er bara að krydda með svolítið af salti, svörtum pipar og karrý. Blanda og salatið er klárt!

Þá setjum við smurbrauðin saman! Við vorum með tvær tegundir af brauði. Annarsvegar maltbrauð og hinsvegar heilkornar rúgbrauð.

Ein sneið með lambhagasalati og hin með eplasalatinu sem við vorum að græja.

Soðin egg á báðar sneiðarnar.

Nokkrar klessur af majonesi undir rækjurnar og toppa svo með svolítið af svörtum pipar. 

Hin sneiðin fékk karrýsíld og bara voila, badabing allt klárt! Þetta rann svo ljúft niður með svolítið af malti og appelsíni.. væri alveg ágætt með bjór líka held ég ;)

Ég minni svo á að aðventuleikurinn okkar er í fullum gangi og við erum líka að undirbúa langa desemberopnun.

Fyrsta fimmtudaginn í Desember verður neflinlega opið til 21:00 (eins og er alltaf fyrsta fimmtudag í mánuði) og við verðum með allskonar gúmmelaði í gangi! 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Empyre Support

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm