Frakklandsferðin - dagur 3 - meira stuðið!
Frakklandsferðin dásamlega sem við systur, makar og drengir fórum í saman 28 mai - 8. júní.
Ef þú vilt lesa þetta allt frá byrjun þá má finna
Hér er svo komið að næsta kafla!
Við gerum margt hraðar en aðrir og þetta er bara eitt af því... ;)
Við fórum til dæmis í hressingargöngu þennan morguninn sem átti að verða hefð alla morgnana.. ég fór einu sinni í ferðinni (hröðust að klára þessa hefð) og María og Tóta tvisvar. Bada bing, prófað mál.. let's move on!
Þessi dagskrárliður var svona helst hugsaður fyrir drengina en shæll í gær hvað þetta var mikil snilld!!!
Eftir stutta útskýringu á björgunaraðferðum af frekar málhöltum fransmanni var okkur skellt í báta, tveimur og tveimur saman.
Ég og María fórum saman og þar sem ég var mest á camerunni með snappið á lofti var ég látin sitja fyrir framan. Þetta þýddi það að María fékk að róa mest og hafa mest fyrir því að koma mér niður þessa blessuðu á.. Ég skildi aldrei vælið í henni, þetta var svolleiðis rólegheitarsiglingin í mínum huga...
Makarnir fóru saman, enda vinna þau best saman... og drengirnir deildu svo bát.
Það kom náttúrulega í ljós eftir á að við María vorum á hálf gölluðum bát sem var með dæld í á annarri hliðinni fremst.. þetta þýddi því það að meðan hinir bátarnir tveir (og restin af hópnum) sigldu nokkuð létt niður á milli trjánna, ss beint! (Við áttum sko að halda okkur á miðjunni eins og hægt væri).. Fórum við María undir hvert einasta sjáanlega tré, inní hvert einasta rjóður og tókum ánna zik zak niður, bókstaflega alla leið!!!
Við skildum ekkert í þessu.. en þetta var klárlega gallanum í bátnum að kenna... (eða Maríu!) ;)
Veðrið var yndislegt og umhverfið algjört himnaríki!! Við mælum því klárlega með þessari ferð og langaði okkur strax að fara aftur!
Fyrirtækið heitir Canoe Evasion (smellið á linkinn), þetta er staðsett ca. 10 mín frá L'Isle-sur-la-Sorgue.
Ferðin tekur ca 2 - 3 klst (við vorum ekki nema rúmlega tvo tíma enda víkingar!) og kostar ca 17€ á mann.
Eftir ferðina fórum við til Saint- Rémy-de Provence.
Þessir bæir eru náttúrulega bara konfekt fyrir Instagram myndir svo við vorum í því að mynda bara tröppur og steina, húshorn og mjóa stíga!
Myndó stelpurnar!
Turninn þarf mikla orku svo við pössuðum okkur á því að stoppa reglulega til að borða soldið vel og halda blóðsykrinum vel á lofti, allt fyrir hann þessa elsku!... (finnst ykkur skítt að kenna krakkanum um eigin græðgi eða..?)
Talandi um soldið gúmmelaði.. Sacristain, þetta er sérréttur í Provence enda eru möndlur ein af þeirra helstu vörum.
Þetta eru sumsé eins og vínarbrauðslengjur úr smjördeigi með möndlum, möndluflögum, vanillusykri og mögulega aðeins meira af sykri.. nomm nomm nomm
Bakstur og bakkelsi er klárlega eitt af því sem Provence búar eru sérfræðingar og bakarí að finna á hverju horni. Myndin hér að ofan er t.d. tekin inn um gluggann á einu slíku og sýnir þarna mismunandi tegundir af smákökum.
Eftir þetta gluggagláp var komið að kvöldmat og við María fundum stað í gegnum Trip sem fékk bara alveg ágætis einkunn. Restaurant la Medina varð fyrir valinu, marokkóskur matur. Okkur fannst mikilvægt að drekkja ekki öllum í frönskum mat endalaust og prufa svona annað í bland.
Drengirnir fengu sér hamborgara sem var mjög góður og réttirnir okkar voru bara allt í góðu...
Eftir langan og viðburðaríkan dag var haldið heim á leið í notalegheit á pallinum okkar! Næsti dagur var framundan og heilmikið plan eftir!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!