Fjölbreyttir réttir í matarboði

Um helgina fórum við systur og makar með frábæru fólki í sumarbústaðinn okkar. Við höfum ekki mikið getað notið hans í sumar enda var bæði hann fullbókaður sem og við útötuð í málningu og flutningum. 

Þetta var því langþráð ferð í litla hnoðrann okkar og gourmet grísirnir sem við erum notuðum auðvitað tækifærið til að græja girnilegt matarboð.

Við elskum þessa tegund af matarboðum, það er líklega afþví við getum ekki ákveðið okkur um eitthvað eitt eða einfalt og höldum alltaf að við séum að missa af einhverju öðru og betra. Þetta er vissulega ekki flókið en mjög fjölbreytt og auðvelt að breyta reglulega um rétti.

Búrið, ostabúðin á Granda er standard stopp, þar fást allskonar dásemdarostar, ólívur og sultur og þar finnst okkur best að byrja og vinna svo útfrá því.

Það er líka must að versla soldið af berjum og ávöxtum, epli, perur og ferskjur passa svakalega vel með ostunum. Stundum erum við líka með þurrkaða ávexti og hnetur.

Gott súrdeigsbaquette er frábær grunnur fyrir allskonar álegg, pestó, kjöt og fleira.

Carpaccio, eitthvað það besta sem ég fæ! Kaupum það einfaldlega frosið í kjötbúðinni og látum liggja á borðinu meðan það þiðnar. Rucola, góð ólivuolía, balsamic edic, salt, pipar, capers og góðar sneiðar af parmesan!

Villa systir Tótu er líka mikill matargormur og kom með vorrúllur með peking önd, einfaldlega hitaðar í ofni með góðri hoisin sósu. 

Hún kom líka með frábært avocado jukk.. ferlega einfalt, stappað avocado, stappaður fetaostur, salt, pipar og smá lime safi. Obbosins gott sem meðlæti með kjöti eða sem álegg á brauð.

Svo gerum við alltaf "patatas bravas", skerið einfaldlega kartöflur í bita, skolið sterkjuna af og þurrkið vel, nuddið olíu, salti, paprikukryddi og smá pipar og hitið í ofni þar til bitarnir verða "crispy". Svo er gott að búa til einfalda sterka sósu, sjóðið niður dós af niðursoðnum tómötum og shiriachi sósu eftir smekk. Setjið svo smá slummu af sósu á kartöflurnar og nokkrar klessur af alioli.

(Ég gleymdi að taka myndir af þessum réttum en hér eru nokkrar myndir frá gömlum pósti og þar má fá fleiri hugmyndir).

Döðlur og beikon, þetta er klassískur standard, bakið í ofni þar til beikonið verður hart og crunchy! Svakalega gott og mega einfalt!!

Svo grilluðum við nokkrar lambalundir þar sem það voru nú 3 fullorðnir karlmenn með í boðinu, bara svo við værum alveg ööööörugglega með nóg af mat! Keyptum einfaldlega bernaise sósu í Kjötbúðinni og karmellaðan rauðlauk.

Dásamlegt kvöld með frábæru fólki!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm