Dásamlegir hörklútar- íslensk hönnun nýtt hjá Systrum&Mökum

136X136cm 15.900.-

Jeminn, það er nú búið að vera meira stuðið í öllum þessum flutningum og breytingum síðustu vikur! Við erum búin að halda opnunardag, opnunarpartý sem var algjörlega himneskt og svo erum við systur búnar að standa vaktina eins og við getum svona fyrstu dagana ásamt henni Ingunni okkar, en hún er með meirapróf í þjónustu og gætum við ekki verið heppnari með hana. (minnir mig á að ég þarf að segja ykkur frá því ævintýri þegar við réðum hana einhverntíman við tækifæri.. skondin saga).. 

Meiri jákvæðnin í fólki og ég segi það bara og skrifa! VIÐ ELSKUM YKKUR!!!

163X163cm 19900.-

Það er búið að vera alveg hreint dásamlegt að bjóða alla velkomna í nýju verslunina í Síðumúlanum en kúnninn hrósar staðsetningunni í hástert sem vissulega er mikill léttir! Vörurnar eru allar sem ein að fá þvílíkt flottar viðtökur svo við gætum ekki verið hamingjusamari með það! Ég sagði frá Nkuku merkinu nýja í síðasta pósti og er búin að vera á leiðinni að blogga alveg rosalega mikið síðan þá.. en þið vitið hvernig þetta getur verið þegar mikið er að gera þá sitja sumir hlutir á hakanum þrátt fyrir að ég ÆTLI að ná að gera ALLT!

Það er nú samt komið að því að kynna fyrir ykkur yndislega hörklúta sem við bættum við okkur í nýju verslunina í Reykjavík. 

Þetta var skondin tilviljun en hún Anna vinkona okkar Tótu var í heimsókn hjá okkur fyrir stuttu og var með svona geggjaðan klút á sér. Ég gerði mér lítið fyrir og réðst á hana enda dýrka ég svona stóra og gerðarlega klúta meira en kaffi! (þá er mikið sagt!)

Hún segir mér frá því að þeir séu eftir textílhönnuð sem heitir Sirrý Örvars en hún kannaðist við hana sjálfa frá Akureyri.

163X163cm 19900.-

Nú það var nú ekki flóknara en það að ég kemst að því að hún er hvergi með klútana í sölu á landinu og plata hana til að vera með þá hjá okkur í nýju búðinni! Sko okkur systrum langar í einn í hverjum lit og eins og þið sjáið á myndunum er það bara ekki skrítið!

Hver er Sirrý?

Hún Sirrý er textíl- og prjónahönnuður og er búsett í Belgíu þar sem hún hannar fatnað og fylgihluti í líni/hör undir merkinu BySirry. Öll framleiðsla fer fram í evrópu, nánar tiltekið í Litháen, þar sem línræktun og vinnsla er fyrsta flokks eins og frægt er.

Hörframleiðsla hjá fjölskyldufyrirtæki!

68X180cm 12500.-

Fyrirtækið sem framleiðir fyrir hana efnið er mjög lítið og krúttlegt, um er að ræða sérstaklega vandaða framleiðslu þar sem um takmarkað magn er að ræða af hverri vöru! Bara alveg eins og okkar framleiðsla svo þetta hentar okkur mjög svo vel!

Efnið er ofið er úr tvöföldum hör og oftast í tveimur litatónum svo hægt er að snúa á tvo vegu en það er svo notað í sjöl, kímónóa og klúta. Hún gerir takmarkað magn af hverri vöru og hverri litasamsetningu svo við eigum aðeins fáa í hverju í versluninni.

163X163cm 19900.-

136X136cm 11900.-

136X136cm 15900.-

Vörur frá BySirry eru nú fáanlegar hjá versluninni okkar í Reykjavík en einnig eru þær í sölu í verslunum í Brussel og París. Hér má líka enn meira um hana Sirrý.

Við bjóðum ykkur endilega að koma í verslunina að skoða þessar dásemdarvörur en hér má einnig sjá hluta af úrvalinu úr myndatöku síðustu viku!

Klútur: 136X136cm 15900.-, Kimono: 29900.-

Þessi er CRAZY flottur! Kimono og klútur við sem hægt er að snúa á tvo vegu! Aðeins einn svona eftir!

Svo erum við líka með nokkra svona minni sem henta vel fyrir herrana..

45X150cm 7900.-

Hér er líka Instagram síðan hennar þar sem fallega dóttir hennar Katla (skemmtilegt nafn;)) er módelið! 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm