Dagar ástarinnar!

Það eru ansi skiptar skoðanir á því hvort eða hvenær við eigum að halda uppá þessa fallegu daga. Bóndadagurinn er 20. janúar, Valentínusardagurinn 14. febrúar og Konudagurinn 19. febrúar. Fyrir utan þetta eru jú sambandsafmæli, trúlofunarafmæli, brúðkaupsafmæli, fyrsti kossinn og allt annað sem fólki finnst rétt að fagna.

Sumum finnst við Íslendingar komnir út í algjörar öfgar með að halda upp á þessa daga sem eru betur þekktir frá Ameríkunni og/eða öðrum þjóðum. Jú vissulega er það hárrétt að við eigum að halda í okkar hefðir og því er ég svo sannarlega sammála, en ég mun aldrei neita mér um hjartalaga súkkulaðimola og segi því heldur:

"Elskum friðinn, hvort annað og fögnum ástinni saman.. ég skal svo sækja súkkulaðið!"

Hér eru því hugmyndir af Pinterest að fallegum skreytingum og hugmyndum sem gætu nýst þeim sem vilja fagna ástinni, hvaða dag sem það hentar!

Allir saman svo..: Awwwwwww!!!

Eða gera fallegt kort, það er nú oft bara miklu meira en krúttlegast!

Svo þarf ekki endilega að kosta handlegg né vera mjög flókið að bjóða ástinni á stefnumót.. hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir:

 

  • Fara í rómantískan göngutúr í fallegum garði, til dæmis Grasagarðinum eða Hellisgerði í Hafnarfirði. (Farið svo í feluleik í garðinum!)
  • Fara með nesti og teppi í Nauthólsvík.. (má alveg hlýna kannski smá fyrst..)
  • Gerast túristi í Reykjavík og upplifa borgina frá allt öðru sjónarhorni! Fara kannski í túristabus og hoppa í og af þegar hentar!
  • Ég mæli með því að fara á ostanámskeið hjá Búrinu (been there, done that og það er æðis!!) * smellið á linkinn til að fá upplýsingar um námskeið..
  • Farið í heimsókn til eins margra og snúið við eins mörgum hlutum á heimilinu án þess að húseigendur taki eftir!
  • Takið heilan dag í að taka myndir eins og þið hafið farið í eitthvað magnað frí saman, sem þið fóruð þó aldrei í! (Þarna kemur Nauthólsvíkin sterk inn, grasagarðar, dýragarðurinn ofl..)
  • Farið í bíltúr og þið megið aðeins beygja til hægri.. svo þegar þið lendið í veseni og þurfið að snúa við, megið þið aðeins beygja til vinstri.. gerið þetta þar til þið finnið ykkur eitthvað skemmtilegt að gera!
  • Haldið bíókvöld með þema og farið alla leið með það. Matur, búningar, förðun, skreytingar, drykkir ALLT þarf að tengjast þema myndarinnar! 
  • Semjið texta við lag eða texta við lag og takið upp tónlistarmyndband! Mæli með því að gera þetta af ástríðu, þeim meiri metnaður: þeim mun betra!

Hér eru enn fleiri hugmyndir að furðulegum og fyndnum stefnumótahugmyndum:

 “Ástin er límið sem heldur heiminum saman.”

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

og svo erum við á SNAPCHAT: systurogmakar!

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir
Online[/url] Amoxicillin 500 Mg pbu.pyyg.systurogmakar.is.nrh.lh http://mewkid.net/when-is-xuxlya/

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm