Breytingarnar í Síðumúla 21- ferlið

Já það er komið að því að fara soldið hressilega yfir breytingarnar í Síðumúlanum.

Ég er nú búin að segja ykkur svona upp og ofan af þessu nýjasta verkefni okkar systra og maka, þar sem við ákváðum að segja skilið við 101 allavega í bili og flytja okkur í Síðumúlann.

Hér má sjá póst sem ég gerði um innblásturinn, myndir af pinterest ofl.

Þetta var heljarinnar verkefni og áður en við fluttum inn var hér skrifstofurými. Það þýðir að yfir öllu var niðurtekið kerfisloft og kerfisveggir og rýmið með öllu hólfað niður. Bara það að sjá út úr þessu einhverskonar verslunarrými var ágætis áskorun útaf fyrir sig. 

Þessi mynd lýsir kannski hugarástandinu best.. "vandræðalegur hlátur", "jú jú þetta reddast".. "erum við í alvöru að gera þetta"... og á Berki: "ég trúi ekki hvað það er mikið framundan"!

En jú, það þýddi ekkert annað en að taka sénsinn, við skrifuðum uppá leigusamninginn og breytingar, niðurbrot og endurskipulagning rýmis fór á fullt!.

 

Ég lagðist í teiknivinnu og henti upp teikningum af húsnæðinu eftir bestu getur í forriti sem heitir Sketchup. Ég er menntuð sem innanhúshönnuður og hef ágætis þekkingu á þessu forriti eftir námið þar sem þetta er þægilegt til að skissa upp. En forritið er frítt og það er hægt að læra svakalega mikið á það einfaldlega með því að fikta og horfa á kennslumyndbönd á youtube.. mæli með þessu fyrir einfaldar teikningar :)

Við vorum búin að ákveða litapallettuna nokkurnveginn eftir "innblástursvinnuna". Þá sáum við að fölgrænn og grágrænn gæti passað vel með ljósu parketi og svörtum áhersluatriðum. Við vildum fara aðeins frá hvíta útlitinu sem við vorum með á Laugaveginum og gera rýmið aðeins meira kósý og dekkra.

Við nýttum margt af því sem við höfðum gert í sumarbústaðarbreytingunum líka þar sem við erum mjög hrifin af því útliti, ss bæs og svarta litinn. Eins töldum við það gáfulegt að fara í dekkri liti til að gera svona stórt pláss enn hlýlegra.

Gólfefnin þurfti að ákveða fyrst þar sem að þau stýrðu litnum á veggjunum og nokkurnveginn öllum næstu ákvörðunum.

Upphaflega vorum við hörð á því að setja parket á allt.. soldið svona í þessum stíl, hlýlegt og fallegt:

 

eða aðeins ljósari...

og þó aðeins hlýrri en þetta..

Að flota þau og halda steypunni kom líka til greina en það hefði orðið of kalt miðað við það útlit sem við vorum að sækjast eftir...

Eða setja gólfteppi á allt.. það kemur vel út hjá Snúrunni og gefur hellings hljóðdempun og það er gott uppá þrif..

Spurning, spara soldið og mála dúkinn sem var á gólfinu, fríka út og gera eitthvað klikkað? Nei hann var soldið götóttur og það hefði líklega ekki komið nógu vel út, svo aftur fórum við í parketið.

Svona lætur heilinn stundum í svona breytingum, maður þarf að vera opinn fyrir öllum möguleikum og skoða kosti og galla eftir bestu getu.

Parketið fundum við hjá Birgissyni en þeir voru einfaldlega með besta verðið, gæðin sem við þurftum (fyrir verslunargólf) og akkurat þann lit sem hentaði okkur fullkomnlega! Gleðisprengja þar!

Mottur skipta miklu máli!!!

Við ákváðum að velja stórar mottur með. Þær afmarka rými, gefa hlýleika og hjálpa við hljóðdempun.

Mottur eru eitthvað það mikilvægasta í hönnun innanhúsrýma að mínu mati. Fólk gleymir þeim alltof oft og finnst þær of dýrar og telur það synd að setja yfir falleg gólfefni. En mottur geta gert ótrúlega hluti skal ég segja ykkur og stór og góð motta getur oft haft miklu meiri áhrif á rými en mublurnar! Þetta er mín skoðun og eins og þið sjáið er hún ansi dramatísk.. svo ég fékk að frekjast áfram með motturnar og ákveða stærðina á þeim! 

Við völdum tvær tegundir og aðra í tveimur litum.. 5 stórar mottur í heildina í 3 litum. Þeir pöntuðu þetta fyrir okkur strákarnir hjá Parket&Gólf en sú verslun er í Ármúla. Mjög fallegt úrval hjá þeim og þeir græjuðu svo földunina á köntunum líka sem og undirlagið.

Þessar heilluðu okkur strax og við pöntuðum eina í kaffihornið og aðra í jólahornið.

Þessi græna í miðjunni er sama og brúna týpan hér að ofan. Við földum þessa inní mátun til að krútta það svæði soldið upp. 

Að lokum völdum við svartar gervi Sisal mottur í eldhúsdeild og undir Crabtree&Evelyn borðið, þessi ákvörðun breyttist þó á síðustu stundu og við fórum út í brúna í aðeins grófari vefnaði sem við erum virkilega ánægð með.

Ég ætla að nýta tækifærið og segja ykkur aðeins frá Sisal mottum, maður lærir allskonar á svona rannsóknarvinnu og búðarferðum neflinlega! Þessar mottur eru gerðar úr náttúrulegu efni og eru hannaðar fyrir loftslag með háu rakastigi, sumsé heit lönd! Þá safnast rakinn saman í mottunni og ef eitthvað hellist niður þá flýtur það á efninu. Á Íslandi td. þar sem rakinn er ekki mikill er ekki endilega besta hugmyndin að vera með Sisal. Parket og Gólf (og fleiri pottþétt) er aftur á móti með lausn á þessu og bjóða þeir uppá gervi Sisal, það er aðeins ódýrara, gert úr polyester að mestu held ég en er með sama vefnaði og svipuðu útliti.

Gervimotturnar eru líka aðeins mýkri sem gerir þær notalegri fyrir berar iljar.. við systur ólumst upp við alvöru Sisal mottur og þær geta verið soldið grófar þó þær séu dásamlega fallegar!

Jæja.. áfram höldum við..

Næst á dagskrá var því að hefja málningarvinnu og "boy o boy" hvað það var mikið málað! 

 

Fyrst var að finna rétta litinn, við pössuðum að velja hann í bland við flísarnar og gólfefnin. Eins bendum við á að liturinn getur virkað allt öðruvísi í rýminu en í versluninni svo Slippfélagið græjaði fyrir okkur nokkrar prufur sem við settum svo á vegginn.

Við prufuðum á tveimur stöðum og gátum þannig séð hvernig birtan hafði áhrif á litinn en þetta munaði miklu eftir mismunandi stöðum. Litirnir virka ekki allir eins eftir því hvar þeir eru settir en þeir tónuðu samt allir vel saman.

Við ákváðum því Strágrænan á flesta veggina og Koxgrænan á eldhúsdeildina, mátunina og salernisganginn. Hvíti liturinn er Kiddahvítur en við notum hann alltaf þegar við málum hvítt, hann er mátulega hvítur finnst okkur, ekki of gulur og ekki of grár. Þessir litir fást allir hjá Slippfélaginu!

Hún Tóta mín er algjör sérfræðingur í málningarvinnunni og var yfirmaður málningardeildarinnar! (shæææææse hvað mér finnst það leiðinlegt sjálfri! úff!)

Við systur fórum á meðan í eeeeendalaust margar IKEA ferðir en við nýttum okkur IVAR skápana sem grunninn í eldhúsdeildina, Crabtree deildina og fyrir skart á húsveggnum.. þetta fattast betur á myndunum hér að neðan!

Þeir koma viðarlitaðir og við erum mjög hrifin af einfaldleika þeirra, þeir eru sterkir og þessi lína er ansi sniðug. En úff, við systur bæsuðum hverja einustu hillu og settum saman 11 svona kvikindi!

 (Hún var að byrja hérna.. þessvegna brosir hún enn á þessari mynd hahaha! ;)

Svo þurfti að koma þeim öllum vel fyrir, festa upp á vegg og græja sökkul. Þá kom Börrinn sterkur inn en hann var yfirmaður smíðadeildar! Við vildum að þeir myndu virka sem þeir flytu aðeins frá gólfinu, með þessu var líka hægt að koma þeim fyrir á sínum stað áður en við parketlögðum allt, og það einfaldar auðvitað þrif að hafa smá sökkul!

Bæsið á þessu heitir Ronseal og fæst í Húsasmiðjunni. Okkur finnst þetta fallegasta svarta bæsið og dýptin og áferðin virkilega falleg!

Já svo þarf að anda og borða og svona á milli verkefna líka! :)

PS: þessar mublur keyptum við allar á Bland á mjög fínum verðum. Það kom sér vel að fjárfesta í nýju sófasetti og svona fyrir breytingarnar svo þreyttir vinnukallar gætu hvílt rassana inn á milli.

Við fengum að halda þessum vegg uppi og kláruðum hann svo sjálf, þetta er veggurinn sem skilur að jóladeild og mátun. Hann var á fínum stað svo við ákváðum að vera ekkert að taka hann niður.

Makarnir sáu því um þessa vinnu, að klæða og mála, stússa og vesenast!

Eins er súla inní miðju rýminu og svona hálfur lítill veggstubbur, ferlega ljótt. Við ákváðum að klæða hann þar sem hann er nú miðjan í rýminu og gera bara aðeins meira úr honum og stækka. Stundum er það neflinlega lausnin, ef ekki er hægt að fjarlægja svona hluti er oft gott að setja bara enn meiri áherslu og fókus á þá!

Börkur græjar vegg:

Þetta var krúttleg hugmynd sem við fengum frá einni sem var að fylgjast með breytingunum. Við festum þennan miða á súluna í miðjunni rétt áður en við lokuðum svo veggnum.. awwwwwww!

Næst var að ráðast aðeins á eldhúsdeildina.

Þar sem að við þurftum soldið gott hald í veggina þar ákváðum við að klæða þá með rásuðum krossvið. Hann gefur ágætis festingu og er með áferð sem okkur fannst passa fullkomnlega vel við flísarnar sem við höfðum valið.

Eldhúsdeildin átti fyrst að vera í ljósari litnum en svo var því breytt.. svona gerist þetta stundum :)

Þá þurfti gamla að mála allt aftur... sorry beib**

Hér er verið að bæsa hilluefnið, þetta eru bara einfaldar spýtur sem að við söguðum í réttar lengdir, pússuðum og bæsuðum svo í Sjosand bæsi frá Húsasmiðjunni. Þetta er sami liturinn og við notuðum á allan við í bústaðnum okkar en hann er ekki of brúnn og ekki of grár, hentar okkur mjög svo vel!

Svo þegar hillurnar voru allar komnar upp lökkuðum við nokkrar umferðir með möttu lakki. Það auðveldar þrif og svona :)

 

Fyrir og eftir lakk!

Skissur og pælingar í miðju ferli..

María og Börkur fögnuðu einnig brúðkaupsafmæli í miðju stússi.. þá fórum við Tóta og keyptum allskonar í dónabúð fyrir þau.. eins og góðum systrum og mágkonum sæmir!

Hér er eldhúsdeildin farin að fá á sig nokkuð góða mynd!

Flísarnar fengum við í BYKO, þær voru á mjög flottu verði og erum við alveg ferlega ánægð með þær!

Bitarnir sem þið sjáið hérna í horninu og kverkunum í eldhúsinu eru gamlir símastaurar sem voru svo nýttir sem stoðir í gamalt hús í Reykjavík. Þegar það var svo gert upp fengum við að hirða nokkra og nýta inn í búðina. Við hreinsuðum naglana bara af hliðinni sem fór að veggnum en leyfðum restinni bara að halda sér. Soldið svona hrátt og töff!

Svo þurfti að gera fínt fyrir framan, við systur tókum einn sólríkan dag í það að pússa glugga, sópa, reyta arfa og hreinsa til. 

Hlöðuhurðarnar voru hvað vinsælastar á miðlunum þegar við birtum þær, mjög gaman að því! Við erum með tvö op sem þurfti að loka, annars vegar inn á lager og hinsvegar inn á salernisgang. Þetta var planið frá upphafi að smíða hurðar og setja þær á rennur.

Rennurnar fundum við hjá Járn&Gler og kosta þær eitthvað í kringum 30 þúsund á hvora hurð. Mjög einfalt verkefni sem kom svona stórtskemmtilega út!

Hillumeistarar 2016 eru..... KATLA & MARÍA!!!!!

Jebb það var þannig, við mældum allt út og hengdum allar hillurnar upp! Alveg oooobbosins duglegar sko! SWING SWING!

Makarnir græjuðu mátunarklefana en við ákváðum að hafa tvo klefa og báða ansi rúmgóða!

Svo skelltu makarnir borðplötum á alla IVAR skápana, þetta er sama efnið og við notuðum svo í afgreiðsluborðið. Efnið er VROCK og fæst hjá ÞÞorgrímssyni í Ármúla. Þetta er í raun utanhúsklæðning og hefur verið mjög vinsælt í ýmiskonar klæðningar.

Það þarf að vera plata undir þar sem þetta er ekkert endalaust sterkt kannski, en efnið er virkilega fallegt og þegar það er lakkað poppar liturinn sérstaklega vel!

 

Já og hér eru hillumeistararnir aftur að koma sterkir inn, eldhúsdeildin klár og svo ákváðum við að hafa soldið léttari hillur sem að leiða kúnnann frá alrýminu inní eldhúsdeildina. Við notuðum hillubera úr IKEA og spón sem við fengum sagaðan í réttar stærðir í BAUHAUS. Svo heftuðum við skrautlista framan á spóninn og lökkuðum svo allt nokkuð margar umferðir til að fá hreina og fallega áferð!

Já já já, María var orðinn þvílíkum meistari í að geirskera listana.. alveg meðidda sko!

Hús í húsi...

Þá er komið að því að segja aðeins frá húsinu. Málið er að við erum með rosalega marga og stóra glugga í rýminu og það verður alveg rosalega heitt þegar sólin skín beint inn um þá. Eins veitti ekki af meira veggplássi fyrir vörurnar okkar og bak í gluggann svo við ákváðum að slá tvær flugur í einu höggi. Hugmyndin var að smíða frístandandi vegg sem gæti virkað á miðju gólfi en okkur fannst leiðinlegt að hafa hann bara plain og ferkantaðan að eftir að ég fann þessa mynd:

...fengu makarnir það verkefni að smíða hús!

Þau græjuðu það náttúrulega bara eins og ekkert væri! Nú er það sumsé miðjan og svo eru veggirnir sitthvoru megin við það færanlegir svo maður kemst út í gluggann.

 

Hér var svo komið að svona dúlleríis vinnu, parketið var sett á og við fórum að mála mublur sem var ekki mjög leiðinlegt!

Þessa stóla fundum við td í Góða Hirðinum á slikk, pússuðum yfir, grunnuðum og lökkuðum svo með frekar möttu lakki í svörtu! Alveg dásamlega fallegir!

Skápinn erum við með í láni og fengum að gera hann dökkgráan.

Hringborðið tókum við og grunnuðum og máluðum svo fótinn svartan. Borðplötuna langaði okkur aftur á móti að hreinsa upp og það gerðum við með því að maka þessu undraefni á soldið hressilega. Kópal uppleysir frá Slippfélaginu. Þetta fékk svo að bíða á í 12 tíma og var svo skafið af með sköfum, pússað hreinsað og þrifið.

Svo fórum við yfir með létta umferð af bæsinu okkar og að lokum var borðplatan lökkuð!

Afgreiðsluborðið smíðuðu makarnir en við vildum hafa það vel stórt. Það er drekkhlaðið af vörum líka og virkar sem miðja verslunarinnar svo það mátti bara alveg vera soldið risavaxið.

Svo var það klætt með krossvið og við María heftuðum svo á það gamlar spýtur sem áður voru útiborðplötur, ansi veðraðar. Svo var allt heila klabbið bæsað með svarta Ronseal og borðplatan er úr sama Vrock efninu og við notuðum í aðrar borðplötur. Það tengir allt voða vel saman.

Nú var að koma ansi flott mynd á allt!

Stangirnar voru komnar upp og við fengum z-brautir og z-borðana hjá Zbrautum&Gluggatjöldum í Faxafeni. Við pöntuðum hörinn inn sjálf í gardínurnar og snillingarnir á saumastofunni græjuðu þær. Við elskum allar þessar gardínur, þær gefa svo svakalega fallegan hlýleika sem og hljóðdempun. (Gardínur, annað atriði sem er mikilvægt eins og mottur!!)

Mátunarsvæðið að fá á sig ægilega notalega mynd!

Stangirnar létum við smíða fyrir okkur hjá Hagstál í Hafnarfirði en Börkur græjaði sjálfur flangsana (festingarnar, hringirnir þarna í veggnum og loftunum).

Veggfóðrið var svolítill höfuðverkur en við ákváðum fram og til baka. Enduðum svo á því sem við ætluðum aldrei að skoða í byrjun.. neflinlega skondið hvernig svona hlutir breytast þegar maður er kominn á svæðið með prufur ofl.

Veggfóðrið fengum við hjá Parket&Gólf alveg eins og motturnar, en við enduðum á því að velja bláa litinn og við gjörsamlega og algjörlega ELSKUM hann!!!

Þetta var eina verkefnið þar sem við nýttum okkur aðstoð fagaðila. Veggfóðrun og munstrunin er aðeins meira en að segja það svo við treystum okkur ekki í þetta sjálf.

Sjáum ekki eftir því, maður sér hvergi samsetningar á veggnum, brilliant vel unnið!

Að lokum...

..var svo komið að flutningum af Laugaveginum, þrifum í Síðumúlanum, nýjum merkingum, vöruuppstillingum og jú við hengdum upp eitt stykki risastóra járngrind yfir afgreiðsluborðið.

Það er ekki mikið um þetta að segja nema risavaxið TAAAAKKK til allra þeirra sem komu og aðstoðuðu okkur á lokametrunum! Þetta var magnað teymi sem að vann fáránlegt þrekvirki þarna síðustu dagana og án þeirra veit ég ekki hvernig þetta hefði endað!

Slippfélaginu þökkum við líka frábært samstarf, algjörir meistarar þar á ferð og munu möppur með öllum litanr fara í verslanir þeirra á næstu dögum.. ég verð að viðurkenna að ég varð bara hálf uppgefin við skrif þessa risavaxna bloggs! Að hugsa til baka yfir þetta 2. mánaða ferli er ansi magnað, en shæææææse hvað það var GAMAN!

Endum þetta á nokkrum svipmyndum af síðustu handtökunum!

 

Við bjóðum ykkur nú öll hjartanlega velkomin til okkar í Síðumúla 21!!!

#nyverslunsystraogmakasidumula

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter... og nú á SNAPSHAT!

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir

Left
pncrlmoz http://www.gh583f60oso04uconw9x0p2g74964vx9s.org/
[url=http://www.gh583f60oso04uconw9x0p2g74964vx9s.org/]upncrlmoz[/url]
apncrlmoz

Katla Hreidarsdottir

Left
avwvwspdobk
[url=http://www.gh0031smy2m920esa6d7fbkt40s5789rs.org/]uvwvwspdobk[/url]
vwvwspdobk http://www.gh0031smy2m920esa6d7fbkt40s5789rs.org/

Katla Hreidarsdottir

Left
[url=http://www.g1q63ur31tz0wif9ve54m99r1hr2152bs.org/]uqkpnmpbsq[/url]
qkpnmpbsq http://www.g1q63ur31tz0wif9ve54m99r1hr2152bs.org/
aqkpnmpbsq

Katla Hreidarsdottir

Left
ahvpodhwkej
hvpodhwkej http://www.g53b3c8e774u4exa88xt5ti2952wsa6js.org/
[url=http://www.g53b3c8e774u4exa88xt5ti2952wsa6js.org/]uhvpodhwkej[/url]

Katla Hreidarsdottir

Left
pjqhoomqb http://www.ga3fk4dd875hpli9w7a21b194a7x616rs.org/
apjqhoomqb
[url=http://www.ga3fk4dd875hpli9w7a21b194a7x616rs.org/]upjqhoomqb[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=https://uk-mus.com/]песни в хорошем качестве[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=https://mp3-uz.com/]лучшие песни слушать бесплатно[/url]

Katla Hreidarsdottir

Left
[url=http://www.gp2s10p672zc72z2pbcs8h14ei0k28x5s.org/]uventhllmwx[/url]
aventhllmwx
venthllmwx http://www.gp2s10p672zc72z2pbcs8h14ei0k28x5s.org/

Katla Hreidarsdottir

[url=https://mp3-tm.com/]скачать хорошие песни mp3[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=https://tjmus.com/]музыка на телефон бесплатно[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=http://muskg.com/]слушать музыку новинки[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=http://kzmus.com/]песни слушать бесплатно[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=http://am-mus.com/]слушать музыку онлайн бесплатно[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=https://azermp3.com/]музыка хиты[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=https://litemusic.xyz/]лучшие песни онлайн бесплатно[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=https://freemp3.xyz/]песни слушать бесплатно[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=https://thepesnya.com/]лучшая музыка mp3[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=https://soundfm.mobi/]скачать музыку на телефон[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=https://mp3pesnya.mobi/]музыка играна[/url]

Katla Hreidarsdottir

[url=https://free-pesni.mobi/]скачать песню ремикс[/url]

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm