Blessað brauðið !
Jæja eins og einhverjir kannski vita þá er ég orðin nokkuð þekkt fyrir LKL bloggið mitt sem ég byrjaði með fyrir nokkrum árum og er hægt að nálgast hér. Ég leitaðist við að finna mér hollari útgáfur á þeim mat sem ég sótti mest í en ég veit að t.d. hveiti og glútein er ekki minn besti vinur og varð þessi árátta mín að finna eitthvað sambærilegt til þess að úr varð heil uppskriftabók. Markmiðið varð að snúa uppskriftum með minna hollu hráefni í það sem hentaði mínum líkama. Ég hef tekið pásur á mataræðinu en alltaf líður mér best þegar ég fer eftir þessari snilldar aðferð og held hana út.
Brauðið er minn akkilesarhæll
Brauð er minn helsti akkilesarhæll og þegar ég rakst á þessa uppskrift af beyglum á internetinu fyrir nokkru á síðunni www.wholesomeyum.com þá ákvað ég að snara þeim yfir í íslenskar mælieiningar og bragðbæta að eigin vali með kúmeni, því já kúmen er æði.
Hér er uppskriftin á íslensku svo endilega prófið. Það eru þó ágætur fjöldi hitaeininga í hverri beyglu enda uppskriftin hugsuð fyrir fólk sem fylgir lágkolvetna mataræði en þar er leitast við að borða fitu að stærstum hluta eða um 70% prótein í 25% magni og kolvetni í 5% hlutfalli. Beyglurnar eru þó saðsamar svo það er erfitt að borða yfir sig af þeim.
Þetta er einna brauðkenndasta brauðmeti sem ég hef bakað og mæli 100% með þessari uppskrift. Hægt er að frysta svo beyglurnar eða snúðana, en ég hef notað sömu uppskrift og snúið þeim yfir í pizzusnúða með góðum árangri. Eins má fletja út pizzubotn úr deginu og slær hann alltaf í gegn. Þetta er algjör snilld. Verði ykkur að góðu.





Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
María Krista – Systur & Makar –
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
Skilaboð

generic cialis online pharmacy[/url]

Drug Information Pretleeffexy [url=https://bansocialism.com/]buying cialis online usa[/url] fropay Amoxicillin A Clavulante Potassium Tablets

Sæl María.
Ég borgaði fyrir aðgang í fyrradag :) Hlakka til að komast inná uppskriftirnar :)
kv Anna

Þetta er alveg dásamlega einfalt og gott brauð.

Ég á eingin nógu góð og flott orð til að lýsa ykkur systrum ég alveg elska að fylgjast með ykkur á snapinu ét allt í mig sem þið segið svo þakklát haldið áframm út í eitt😊 ein þakklát 😍