Bláberjamuffins og Starbucks sítrónukakan!

Kökumixin frá Funksjonell eru hreinlega að gera allt vitlaust!

Hér má sjá sniðugar viðbætur frá Maríu þar sem hún breytir þessari einföldu grunnuppskrift í eitthvað svo miklu miklu meira!

Bláberjamuffins

Kökurnar:

1 pakki kökumix frá Funksjonell

4 egg

1dl vatn

1dl matarolía

3 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi

1 tsk vanilludropar

150gr bláber í deigið

Skiptið deiginu í muffinsform.

Crumble:

 5 msk möndlumjöl

1 msk möndluflögur

3 msk sukrin gold

oggu salt

2 msk kókosolía:

Hrærið öllu saman með gaffli og dreyfið yfir kökurnar og skiptið svo 50gr af bláberjum á milli og bakið eins og pakki segir. 25-30min á 170gr.

Starbucks sítrónukaka

Kakan:

1 pakki kökumix
4 egg
1 dl vatn
1 dl olía
3 msk sýrður rjómi eða grísk jógúrt
1 tsk vanilludropar / Katla
1 tsk sítrónudropar / Katla
börkur af einni sítrónu

Blandið öllu saman í hrærivél, setjið í aflangt kökuform, t.d. silikon. Bakið í 30 mín við 175 gráður. Kælið

Sítrónusíróp:

Safi úr 1 sítrónu
3 msk fínmöluð sæta frá GoodGood.

Hitið í potti þar til sírópið hefur soðið niður, takið til hliðar þar til kakan er bökuð, stingið þá litlum götum hér og þar í kökuna og látið sírópið leka yfir toppinn þar til kakan hefur dregið til sín allan vökvann.

Glassúr:

1 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi
60 g fínmöluð sæta, (good good sett í mixer)
1-2 msk sítrónusafi, eftir þörfum

Blandið saman glassúr, t.d. í nutribullet því sætan er best fínmöluð og tilvalið að blanda kremið því í nutribullet eða sambærilegum blender. Hellið glassúr yfir kökuna og látið stífna.

Kökumixið fæst svo einfaldlega hér:

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

María Krista – Systur & Makar –

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

María Krista Hreidarsdóttir

Skilaboð

María Krista Hreidarsdóttir

Muchas gracias. ?Como puedo iniciar sesion?

María Krista Hreidarsdóttir

Sæl María!
Er nokkuð mál að frysta kökurnar, þ.e þá á ég bara við flest það sem þú bakar? Og þá betra með eða án krems? Kannski betra að skella kreminu á þegar kakan er tekin úr frysti aftur?
Takk fyrir flottar uppskriftir/snapp/blogg…..
Kv Dísa 🧡

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm