Áramótapistill 2016: ár breytinga.

Í fyrra setti ég saman smá pistil um árið 2015 og fannst það ágætis upprifjun. Ég held að það sé bara hollt að fara svona yfir myndir síðasta árs, rifja upp atburði, upplifanir, ferðalög, breytingar og jú svo kannski líka það sem mætti betur fara.

Hún á afmæli í dag...

Ég vil byrja þennan pistil að fagna afmæli Maríu Kristu systu, en hún á jú eins og alltaf afmæli á gamlársdag! Meiri athyglissýkin alltaf hreint auðvitað og fær þessi drottning að sjálfsögðu fagnaðarlæti um allan heim í formi flugeldasýninga, kossa og knúsa!

Til hamingju elsku systir: þú ert hugmyndarík, dugleg, meistarakokkur, góðhjörtuð, falleg, gáfuð, fyndin, engum lík og ég elska þig!

*Ég bendi svo á að titlarnir eru flestir linkar á viðeigandi blogg þar sem lesa má frekar um hvert verkefni..

14. januar; Krista flytur vinnustofuna.

Janúar hófst á flutningum vinnustofu Kristu Design sem áður hafði verið mestmegnis á borðstofuborðinu heima hjá Maríu & Berki. Hún er nú komin ásamt Röggu til okkar á saumastofu Volcano Design í Síðumúla 32.

 

Það er allt annað líf og þær vinna þar saman María og Ragga við framleiðslu á skartinu, pakkningar, hönnunarvinnu ofl í björtu og fallegu vinnuumhverfi.

Skipulag og nutribullet.

Eins og janúar vill nú oft verða var átakið nú hafið (ætli það verði ekki aftur þannig 2017). Jú jú, Nutribullet, skipulagsplakat frá Náttúru og betrun á öllum sviðum var markmið ársins. Hreint fæði og hreyfing varð til þess að við skófum öll af okkur nokkur kíló sem við unnum svo samviskusamlega í restina af árinu að tvöfalda aftur til baka og það tókst og rúmlega það! Æi þekkir þetta enginn?

12. febrúar: ferðin til Köben.

Við systur héldum í langa helgi til Kaupmannahafnar þar sem markmiðið var að fyllast innblæstri og hugmynda fyrir komandi ár. Í leiðinni vorum við auðvitað að heimsækja Mekkín litlu frænku (dóttir Maríu) og njóta í nýju umhverfi. Þetta var algjör bjútí ferð sem gleymist seint enda Mekkín og kærastinn hennar Arnar, höfðingjar heim að sækja sem stjönuðu við okkur systurnar og sýndu okkur borgina eins og þau þekkja hana!

16. febrúar; íhugun um hönnunarhugtakið.

Skeiðin hans afa fékk hressilega útreið í þónokkrum fréttaveitum landsins. Afi sakaður um hönnunarstuld og við sökuð um léleg vinnubrögð og IKEA lagði að lokun blessun sína yfir allt saman og skeiðin hefur aldrei verið vinsælli. Meiri orkan sem fór í þetta hjá commentakerfum landans en við fjórmenningarnir skelltum í smá pistil sem má lesa hér í linknum að ofan. Þar biðjum við alla að elska friðinn og strjúka kviðinn (sem var bara alls ekkert eins stór og í lok desember!)

18. mars: helgarnammi sykurpúkans.

María var dugleg að henda inn nokkrum hollum uppskriftum á bloggið og varð helgarnammi sykurpúkans vinsæl enda allir löngu komnir með ógeð á þurrsteiktu hvítkáli í öll mál!

29. mars kom glæný frænka!

Knútur, bróðir okkar Maríu, og Theódóra, mágkona okkar og fyrrum starfsmaður eignuðust litla snúllu. Þessi skotta er algjört ljós sem fékk nafnið Klara. Theódóra vann hjá okkur í versluninni á Laugaveginum og sá nánast alfarið um verslunina þar til skottan mætti spræk!

11. april: matarboð að hætti Rómverja.

Hér var lognið á undan storminum þar sem við átum í mestu makindum, héldum matarboð og hlökkuðum til sumarsins og ferðalagsins til Frakklands sem stefnt var á í júní. Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri framundan en í lok apríl fengum við svo uppsögn á leigusamningi okkar Laugaveginum. Verslun Volcano Design hafði þá verið á sama stað síðan 2010 og Systur&Makar náðu rétt að fagna rúmlega árs afmæli. Þetta kom því sem ansi mikið sjokk og vissum við fjórmenningarnir hreinlega ekki hvert framhaldið skyldi vera!

25. april: verslun á saumastofunni.

Við vissum sossum ekki hvernig við ættum að snúa okkur í þessu, hvort við ættum að finna annað verslunarpláss í miðbæ Reykjavíkur en það er nú hreint ekki hlaupið að því. Ættum við að snúa aftur í heimabæ okkar í Hafnarfirði, skoða úthverfi 101 eða hreinlega verslunarmollin? Nú í stað þess að giska, þá einfaldlega spurðum við ykkur, lesendur okkar og kúnna! 

Svörin komu okkur vægast sagt á óvart en niðurstaðan var sú að þið vilduð síst af öllu sjá okkur í miðbænum! Við gerðum því svolitla tilraun og settum upp smá verslun í forstofu vinnustofunnar okkar í Síðumúla 32, bara svona til að athuga þá staðsetningu. Ánægjan lét ekki á sér standa og við horfðum því óhrædd í kringum okkur.

29. apríl: María og Börkur taka eldhúsið í gegn:

María og Börkur ákváðu að taka eldhúsið sitt svolítið í gegn og skiptu út efri skápum fyrir opnar hillur, máluðu og græjuðu. Ég mæli eindregið með því að skoða bloggið með þessum breytingum hér að ofan en þetta var einstaklega vel heppnuð yfirhalning sem þau sjá svo sannarlega ekki eftir!

1 Mai: Óvissuferð með starfsfólkinu.

Við vildum tilkynna breytingarnar til starfsmanna okkar fyrst á ógleymanlegan hátt og efndum til óvissuferðar. Flugfélag Íslands kom starfsmönnum Akureyrar suður og langferðarbíll sá um að skutla okkur um suðurlandið. Við enduðum svo í bústaðnum okkar í Eilífsdalnum þar sem við sögðum öllum frá framhaldi Systra&Maka og nýrri verslun í sömu götu og saumastofan eða í Síðumúla 21!

Hér var þá ákveðið að stofna SNAPCHAT reikning sem hefur svo vaxið statt og stöðugt, en snappið fór með okkur til Frakklands og hefur fylgt okkur allar götur síðan..

28 mai - 8 júní: Ferðin til Frakklands.

Þessa ferð vorum við löngu búin að panta og það þýddi ekkert að hætta við hana þó breytingar og flutningar lægju fyrir. Við ákváðum því heldur að fara, njóta og gera það vel! Við settum saman hressilegt plan þar sem við ferðuðumst um Provence hérað í suður Frakklandi, við heimsóttum Nice og Monaco og fleiri borgir og bæji nálægt bækistöðvum okkar í Saumane, rétt hjá L'Isle sur la Sorgue. 

Algjörlega ógleymanleg ferð í alla staði!

15 júní: Hamingjudagurinn.

Við systur fengum hugmynd að því að láta svolítið gott af okkur leiða og skipulögðum Hamingjudag Systra&Maka. Við vinnum jú undir formerkjunum "skapaðu þína eigin hamingju" sem er nú eiginlega mantra okkar fjórmenninganna. 

Það varð því úr að við hjá Systrum&Mökum unnum þennan dag í samvinnu við Modus hár- og snyrtistofu, L'Oreal, Essie, Crabtree&Evelyn, Búrið, Brauð&co og Ölgerðina. Þetta gekk þannig fyrir sig að þið, kæru lesendur, gátuð tilnefnt einhverja heppna til að vinna Hamingjudaginn og eftir fjöldann allan af umsóknum völdum við svo 12 heppnar úr sem fóru í kosningu.

Hún Sveina Peta Jensdóttir sigraði kosninguna en hún hafði þá misst 80 kg og hafði aldrei upplifað svona dekurdag. Við eyddum deginum með henni í allskonar stússi og enduðum svo á því að fagna með vinum hennar og fjölskyldu í veislusalnum okkar.

Júlí: yfirhalning nýja verslunarplássins í Síðumúla 21.

Já júlí og ágúst fóru mestmegnis í breytingar á nýja verslunarplássinu. Þetta var mikil en fjölbreytt vinna sem við unnum að langstærstum hluta sjálf. Við fengum jú aðstoð við parketlögn, veggfóðrun og að lokun flutninga en að öðru leiti var þetta okkar verkefni frá byrjun til enda. Þetta var lærdómsríkt mjög og svo skemmtilegt, tímafrekt og gefandi og kynntumst við öll enn betur við þessa vinnu. Snapchat fylgjendur fylgdust spenntir með málningunni þorna og smátt og smátt breyttist rýmið frá því að vera skrifstofuhúsnæði fasteignasölu í fallega, bjarta og stóra verslun.

Verslunarmannahelgin: metnaðarfullur póstaleikur.

Húsnæðisbreytingarnar voru jú 2 mánaða prósess svo við þurftum aðeins að koma öðrum verkefnum að. Við Tóta skutumst til Þórshafnar til að hitta æskuvinkonur hennar og fögnuðum þar verslunarmannahelginni í góðra vina hópi. Ég skellti í einn laufléttan póstaleik sem var ekkert nema vesen, en góður var hann. (lesa má um hann hér að ofan).

28. ágúst: Katla syngur í hljómsveit.

Ég náði einnig að láta plata mig í hljómsveit en á árinu sungum við í garðpartýi í Mosfellsbæ og á balli brottfluttra Þórshafnarbúa. Ég hef síðan sagt skilið við hljómsveitarstússið og tel mig hafa meira til að gefa í hönnunarheiminum. Þetta var þó alveg magnað atriði og ferlega skemmtilegt verkefni- langt út fyrir þægindarrammann!

María sinnti sjálfboðastarfi sínu hjá félagi Villikatta en þið sem fylgist með snappinu sjáið þeim stundum bregða fyrir. Í sumar kom á borð til þeirra verkefni en hafði þá félagið fengið tilkynningu um hús sem hýsti rúmlega 100 ketti og hunda við ömurlegar aðstæður. Lesa má meira um málið hér:

Milli málningarumferða og hönnunarvinnu sinnti María ásamt félagskonum ótrúlegu björgunarstarfi sem fól í sér að ormahreinsa, fæða, hlúa að og hreinlega lækna fjöldan allan af köttum úr húsinu. Margir þeirra eru nú komnir á heimili og hafa braggast vel en félagið sinnir hreint ótrúlegu starfi sem vert er að styrkja.

Ný verslun opnar í Síðumúla: ferlið.

Hér má lesa aðeins um ferlið og sjá myndir af vinnunni og húsnæðinu, fyrir- eftir og á meðan. Við opnuðum svo búðina 3. sept eftir aðstoð vina og fjölskyldu við flutningana en eftirá að hyggja gætum við hreinlega ekki verið sáttari við að hafa misst húsnæðið okkar á Laugaveginum og þurft að flytja í Síðumúlann.

Húsnæðið er jú min rúmmeira og bjartara, hér er nóg pláss fyrir allt og stutt frá vinnustofunni sem og nú getum við boðið upp á bílastæði beint fyrir framan!

 

6-8 okt, tveggja ára afmæli haldið á Akureyri.

Við fjórmenningarnir skelltum okkur norður eina góða helgi í október og efndum til 2 ára afmælis verslunarinnar okkar þar. Við bættum einnig við tveimur nýjum vörumerkjum fyrir jólatörnina þar en það voru Dirty Works vörurnar og Insight hárvörurnar.

Akureyri var einnig að fagna Dömulegum dekurdögum svo við buðum upp á léttar veitingar, afslætti og skemmtilegheit þessa góðu helgi.

25 okt; bulky prjónagarn eftir Mekkín Barkardóttur.

Hér deildum við bloggi eftir hana Mekkín en hún heldur úti ferlega skemmtilegu bloggi sem heitir Krusidullur. Þessi póstur fékk alveg frábæra deilingu enda snilldar hugmynd sem þessi gormur fékk: að búa til "bulky" garn úr Rúmfatalagers flísteppum.. varð bara að deila þessu aftur!

22. nóv frí aðventukerti pdf

Í nóvember ákvað María að gefa öllum sem vildu, frí aðventukerta pdf skjöl og áhuginn stóð ekki á sér. Ég held að við höfum sent hátt í 1300 email með skjölum!

27 nóvember, íbúðaryfirhalning.

Við Tóta vorum einnig beðnar um að taka þátt í svolítlu hliðarverkefni en um var að ræða yfirhalningu á lítilli bílskúrsíbúð sem var tekin í gegn fyrir vinkonu. Þetta var svona semi "góðgerðarmál" en vinir og vandamenn söfnuðu fyrir breytingunum og við hönnuðum svo og græjuðum með aðstoð þeirra. Ofsalega fallegt verkefni sem við vorum þakklátar að fá að taka þátt í.

Við hjálpuðum einnig annarri vinkonu við íbúðaryfirhalningu á árinu en eigum eftir að klára það verkefni á nýju ári.

Desember mánuður fór svo í nýjar vörur, jólagleði í versluninni, jólagleði með starfsfólkinu, sölutarnir, langar vinnuvaktir og nú undir lokin: óstjórnlegt át!

Við fórum svo eins og um síðustu jól uppí bústað, ég, Tóta, María, Börkur og gormarnir þeirra Máni, Nói, Mekkín og kærastinn Arnar.

Þar var spilað og slakað og að sjálfsögðu oggulítið smíðað en við hentum í eitt stykki snjóhús með kertaarni.. ;)

Þetta er yfir það heila búið að vera algjörlega magnað ár fyllt gleði og ánægju, breytingum og brasi! 

Verslunin á Akureyri hættir.

Við horfum bjartsýn á komandi þrátt fyrir stóra breytingu sem verður á högum okkar á Akureyri en versluninni okkar þar höfum við ákveðið að loka. Það er miður þar sem við byrjuðum jú Systra&Maka conceptið okkar fyrir norðan en stundum þarf góðum köflum að ljúka og þetta verður víst einn af þeim. Stefnt er á lokun um mánaðarmótin janúar/febrúar.

Ég enda þennan pistil á jólakortunum okkar sem við sendum þetta árið. María og Börkur sendu einstaklega fallegt kort með myndum af skósafni ömmu okkar heitinnar: Ömmu Böggu. 

Þau tóku myndir af hátt í 300 skóm og bjuggu svo til heimasíðu svo að við hin í fjölskyldunni getum notið safnsins, tékkið endilega á henni hér:

Við Tóta héldum áfram fíflaskapnum og sendum þetta hér.. 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest, Twitter og SNAPCHAT: "systurogmakar".

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir
500mg Capsules[/url] Buy Amoxicillin gyp.aqeh.systurogmakar.is.uib.ea http://slkjfdf.net/
Katla Hreidarsdottir
500mg Capsules[/url] Buy Amoxicillin Online ejv.ueut.systurogmakar.is.lce.jt http://slkjfdf.net/
Katla Hreidarsdottir

] Buy Amoxicillin gyp.aqeh.systurogmakar.is.uib.ea http://slkjfdf.net/

Katla Hreidarsdottir
Without Prescription[/url] Amoxicillin 500mg Capsules ejv.ueut.systurogmakar.is.lce.jt http://slkjfdf.net/
Katla Hreidarsdottir
500mg[/url] Amoxicillin 500mg Capsules ynl.iweo.systurogmakar.is.xiw.fa http://slkjfdf.net/
Katla Hreidarsdottir
500mg[/url] Amoxicillin Online oxl.vbwr.systurogmakar.is.zmh.ns http://slkjfdf.net/
Katla Hreidarsdottir
Online[/url] Amoxicillin Online ynl.iweo.systurogmakar.is.xiw.fa http://slkjfdf.net/
Katla Hreidarsdottir
500mg Dosage[/url] Amoxicillin 500 Mg oxl.vbwr.systurogmakar.is.zmh.ns http://slkjfdf.net/
Katla Hreidarsdottir
500 Mg[/url] Amoxicillin 500 Mg jjy.rbwt.systurogmakar.is.cxh.mj http://slkjfdf.net/
Katla Hreidarsdottir
500mg[/url] Amoxicillin 500 Mg dvz.ugfn.systurogmakar.is.mxt.dv http://slkjfdf.net/
Katla Hreidarsdottir

Viðburðarríkt og skemmtilegt ár sem hefur heldur betur verið gaman að taka þátt í með ykkur. Megi 2017 verða ykkur gott, fyrirtækið dafna sem aldrei fyrr og þið haldið áfram að gefa lífinu lit. Love you :)

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm