Bylgja og sagan um kjólinn sem fékk sína eigin bók!

"Wrap" kjóllinn sem oft hefur verið bendlaður við Diane von Fürstenberg er eitt það allra klæðilegasta kjólasnið sem fyrirfinnst að mínu mati. Hún hefur í gegnum tíðina verið talin sú sem að átti að hafa fundið upp þetta snið árið 1972-73 en ekki eru allir á sama máli enda eru til eldri snið með "wrap" aðferðinni.

Eins og skrifað er á Wikipedia þá var það Richard nokkur Martin, safnvörður tísku og búningadeildar Metropolitan safnsins í New York sem benti á að wrap sniðið hafi vissulega verið orðið rótgróið í Ameríska tískusögu sérstaklega í heimi sportfatnaðar löngu fyrir tíma Diane.

Hann segir þó einnig að efnaval Diane hafi verið frábrugðið því sem áður var með notkun hennar á teygju og gerviefnum sem ekki tíðkaðist áður.

Enn fremur séu til dæmi um notkunina á sniðinu frá tímum Elsu Schiaparelli um 1930 og Claire McCardell ca 1940. 

 

(Kjóll eftir Elsu Schiaparelli, algjört bjútí!!).

(Kjóll eftir Claire McCardell, ekki er þessi síðri með svona fallegum rykkingum!).

Það verður þó ekki tekið af Diane að hún er klárlega sá hönnuður sem gerði sniðið hvað frægast og þykir mér sjálfri hún hafa gert þetta snið að þeim "staðalbúnaði fataskápsins" sem það er í dag.

Diane talaði um að skilnaður hennar hafi verið innblásturinn sem og að hönnunin hafi verið gerð í anda kvenfrelsis þar sem konur áttu að fagna kynferði sínu og frelsi.

"Jii, hvað ég elska áttunda áratuginn!" 

Árið 2004 var einnig gefin út bók sem var tileinkuð wrap kjólnum frá Diane von Fürstenberg.. er maður ekki þá endanlega búinn að "meika það eða"?!

Við hjá Volcano Design höfum í gegnum tíðina gert okkar útgáfur af þessu klæðilega sniði með mismiklum breytingum og fítusum. Þetta kvenlega snið er algjör klassík og tímalaust með öllu og svo viljum við auðvitað taka þátt í kvenhyllingunni! 

Bylgja er úr fallegu svörtu efni með svolitlum glans og stjörnumynstursáferð. Hálsmálið fer í V sem er þó ekki svo lágt að óþarft er að vera í hlýrabol innanundir. Hann er með kvart ermum sem gerir hann léttan og fallegan með svolítilli vídd að aftan sem nær niður í hnésbætur. 

Það besta við Bylgjuna eru ofsalega fallegar follur sem myndast um og yfir magasvæðið, þær gefa kjólnum hreyfingu og kvenleika sem og vídd sem að felur magasvæðið svolítið. Það er jú það sem við dömurnar viljum oft, eitthvað laust í kringum magann sem þó ýkir kvenlegan vöxtinn!

Bylgjuna er einnig hægt að nota sem opna og lausa gollu yfir buxur og hlýrabol eða einfaldlega síðan hlýra og leggings. Þá fer maður ekki með bandið í gegnum hliðina heldur bindur hann laust að framan og leyfir honum að lafa niður í opna "peysuslá".

Bylgja er fáanleg í XS (hentar 36/38-40) S (hentar 40-42/44) M hentar 44-46/48)

Við mælum með 30°C þvotti og ekki nota þurrkara.

Blanda: 92%Polyester, 8%Spandex

Verð 29900.-

Hægt er að versla Bylgju með því að smella á myndirnar.

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm