"Crépes" með karrýgrjónum - LKL uppskrift

Eftir skoðanakönnunina sem við settum í gang um daginn (sem er reyndar enn í fullum gangi og það er um að gera að taka þátt með því að smella á myndina hér að neðan).

Þá fengum við systur og makar heilan helling af hugmyndum um hvað við getum bætt og hvernig við gætum komist á móts við óskir kúnnanna okkar. Betur má ef duga skal og allt það..

Nú eitt af því fyrsta var að opna litlu verslunina hér fyrir framan vinnustofuna í Síðumúlanum. Hér er iðulega ekkert mál að fá bílastæði og aðeins meira miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu en miðbærinn sjálfur. Lesa má meira um þetta hér:

Önnur tillaga sem að við sáum poppa reglulega upp var að blogglesendurnir vildu fleiri uppskriftir svo hér kemur ein ansi góð!

Þessi kemur úr smiðju Maríu Kristu sem að gaf einmitt út bókina "Brauð og eftirréttir Kristu" - alltsaman sykur, hveiti og glútenlausar uppskriftir sem hún er ótrúlega nösk að gera eftir þrotlausar æfingar og tilraunir.

Við erum einnig með bókina hennar í sölu í verslununum okkar sem og hér:

Crépes með karrýgrjónum

fyrir 2 t.d. í hádegismat eða geggjað í brunch.

Innihald:

2 egg
60 g rjómaostur*
1 msk Husk
1 tsk Eðalkrydd frá Pottagöldrum

Mauka deigið með töfrasprota og steikja 2 góðar pönnsur á
"almennilegri pönnukökupönnu" t.d. frá málmsteypunni Hellu.

*þetta er svindlið í uppskriftinni þar sem þetta fellur ekki 100% undir LKL lífstílinn, en þið vitið... "live a little".. er það ekki.. ha..hvaa... sól og svona! ;)

Fylling:

3 msk beikonkurl
1-2 msk rjómaostur
lítill blómkálshaus/ kurlaður í grjón
svartur pipar
1 vorlaukur eða 2 msk blaðlaukur
1 tsk karrý

Rífið niður einn meðalstóran blómkálshaus í grjón. Best að nota matvinnsluvélina.

Hitið blómkálsgrjón í 2 mín í örbylgjuofni
Steikið beikonkurlið og lauk á pönnu og bætið grjónum svo út í
ásamt rjómaostinum, kryddið með karrý og pipar og svo má setja þessa
ljúffengu fyllingu í pönnukökurnar.

Gott með fersku salati og heimagerðu aioli.

Það væri örugglega líka sniðugt að undirbúa þessar daginn áður, geyma í sitthvoru lagi (pönnsurnar sér og fyllinguna sér) og taka svo með í vinnuna og hita í öbbanum, nei segi svona :)

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm