Ný verslun Systra&Maka í Síðumúla 32

Systur&Makar opna verslun á vinnustofunni í Síðumúla 32. Verið velkomin!

Við settum smá skoðanakönnun í gang og það stóð ekki á svörum! TAKK!

Við erum svo ótrúlega þakklát fyrir þann fjölda svara sem við höfum fengið inn nú þegar og heilmargar góðar hugmyndir að við gátum ekki beðið með að hrinda einhverjum þeirra í framkvæmd.

Það er líka enn tími til að vinna 25.000.- króna gjafabréfið svo það er um að gera að taka þátt :)

(Taktu þátt með því einfaldlega að smella á myndina).

Nú, það var þónokkur fjöldi sem talaði um að staðsetningin okkar í Reykjavík væri stundum erfið þar sem bílastæðin í miðbænum eru ekki alltaf auðfundin. Til þess að leysa þetta mál fóru hjólin að snúast og við ákváðum að opna svolitla verslun hér fremst á vinnustofunni okkar í Síðumúla 32. (Milli Álnabæjar og Vogue, upp rampinn og þar erum við áberandi).

Við vorum aðeins byrjuð á þessu í janúar, þegar "janúar-þrifa-henda-flokka-æðið" tók völdin! Þá máluðum við og svona en keyrðum aldrei á þetta með meiri krafti en einfaldlega að búa til fallegra svæði hér fyrir framan.

Saumastofa Volcano Design er hér aftan við vegginn þar sem öll framleiðslan fer fram. Eins er hér inní horni "perlukot" Kristu Design þar sem unnið er við skartgripagerðina, hönnun, pökkun, kortagerð og fleira. 

Ég er einnig með skrifstofuna mína hér í húsnæðinu og við færðum hana einfaldlega fram svo ég eða snillingarnir á saumastofunni munu aðstoða ykkur þegar þið kíkið í heimsókn.

Verslunin er ekki með alveg allt vöruúrvalið enda fá stærri verslanirnar áfram að ganga svolítið fyrir, en það mun nú bætast á það þegar fram líða stundir.

Úrvalið af flíkunum er ansi breitt og hér er líka svo auðvelt að sinna smávægilegum breytingum ef það er þörf á.

Kransar og óróar frá Kristu eru hér í úrvali og ég þarf einmitt að fara að segja ykkur frá því á næstunni að þeir eru sko alls ekki allir "jóla". Það eru margar týpurnar sem að henta algjörlega allt árið sem þýðir að þeir eru æðisleg tækifærisgjöf hvenær sem er!

Glasamottur og uppskriftabókin: Brauð og eftirréttir Kristu.. hún gæti nú komið sér vel núna enda margir að taka eitthvað ægilega á því fyrir sumarið (þetta háir mér sjálfri reyndar ekki enda hef ég ekki nokkra þolinmæði í hamstrabretti og kúra, margreynt mál!) ;)

Utanyfirflíkurnar frá Volcano Design í miklu og fjölbreytilegu úrvali því þykir mér svo ótrúlega gaman að hanna jakka, kápur og slár! -"I looooove it" eins og Siggi Sigurjóns sagði í Dalalífi!

Englaljósin frá Kristu og viðarkrossarnir, svo sætir í pakkann og passa allt árið!

Hér er líka þónokkur litadýrð í bland við svörtu og gráu klassísku flíkurnar okkar sem enn eru vinsælustu litirnir meðal Íslendinganna. Við erum nú samt farin að þora aðeins meira í litaskalann sem er æðis.. sumarið er líka að koma og svona, ha.. litirnir fara að taka völdin!

Skeiðin hans afa á sínum stað, að sjálfsögðu!

Við náðum við meira að segja að koma fyrir litlu sófahorni svo ef að vörurnar þurfa einhverskonar breytingar sem krefjast biðtíma eða þú vilt bara einfaldlega fá þér sæti er velkomið að gera það og njóta td. bolla af rjúkandi cappuccino.

Verslunin hér verður opin alla virka daga frá 08:00 - 16:00 meðan á klassískum saumastofu-vinnudegi stendur.

Ég vil þó einnig leggja áherslu á opnunartímann okkar á Laugaveginum þar sem við höfum nú aukið hann umtalsvert og stefnum á að halda honum svona út sumarið. Opnunin þar er: alla virka daga frá 10:00 - 20:00, laugardaga 10:00 - 18:00 og sunnudaga 12:00 - 17:00.

Ertu að vinna í nágrenninu eða áttu leið hjá og vantar skyndilega litla gjöf til að redda þér.. þetta gæti verið málið!

Fallegar vörur á frábæru verði!

Við vonum að þessi viðbót hjálpi aðeins til og auðveldi nú aðgengið til okkar ef að Laugavegurinn er ekki að henta :)

Verið hjartanlega velkomin í Síðumúlann!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir

refractory period viagra[/url]

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm