Matarboð að hætti Rómverja til forna

Við Tóta mín höfum nú bara svolítið gaman að mat og "gourmet" matarboð eru ekki beint það leiðinlegasta sem að við höldum!

Þegar við fengum svo boð um að vera með í nýjum matarklúbb um daginn þá fórum við á flug og héldum fyrsta boðið.

Við elskum svona notalega tapas stemmningu, hlaðborð með úrval af smáréttum og má sjá gott dæmi um það hér þegar við buðum erlendum vinum okkar heim síðasta sumar.

Þar með var það ákveðið að gera svipaða veislu í þetta skiptið en nú var það inni og þar sem við elskum Búrið og fylgjumst vel með því sem þau gera á Facebook, sáum við æðislega uppsetningu að matarborði sem þau gerðu sem var svona:

Svolítið svona Rómarveldi til forna, miiiikið af mat og vitleysa! Skál í boðinu bara! hahaha

Við vorum átta í heildina sem passað bara mjög vel í kringum borðið okkar. Eins áttum við nokkrar stórar flísar sem við röðuðum einfaldlega í lengju á borðið og svo vorum við með litla diska í kring.

Við keyptum að sjálfsögðu osta, ólívur og pepperoni bita í Búrinu en uppáhaldsostarnir okkar eru: reyktur, valhnetu, primadonna, Brie de Maxim og rjómabættur Gorgonzola.

Eins gerðum við döðlur vafðar með beikoni sem er yndislega einfaldur og góður réttur, hita þær í ofni þar til beikonið er stökkt og þetta er SNILLD með köldum bjór eða á borð eins og þetta!

Við keyptum súrdeigsbrauð hjá Coocoo's Nest (sem er einmitt í sömu lengju og Búrið úti á Granda). Svo gerðum við heimagerðan Ricotta (Búrcotta) ost, við fórum á námskeið fyrir nokkru hjá Búrinu til að læra þessa tækni sem ég mæli alfarið með. Ef þið aftur á móti kunnið þetta þá er það æðislegt og gerið hann eins og þið eruð vön. Við deildum okkar osti í tvennt og bragðbættum á tvo máta. 

Annarsvegar með sítrónu "zest-i", parmaskinku og lakkríssalti, algjört nammi!!

Hinsvegar með smátt skornum ólívum, sólþurrkuðum tómötum, ferskri basiliku og salti og svörtum pipar.

Þá keyptum við frosið carpaccio hjá Kjötbúðinni á Grensásveginum. Þetta er einfaldast í heimi, bara láta þiðna, raða á gott lag af rucola salati, krydda vel með salti og svörtum pipar, ólívu olíu og svolítið af balsamik ediki og strá svo nokkrum capers yfir að lokum með niðurrifnum parmesan osti! NAMM!

Patatas bravas er vel þekktur tapas réttur sem ég elska frá tímanum mínum á Spáni. Þetta eru einfaldlega kartöflubátar sem eru bakaðir í ofni þar til stökkir með ólívuolíu og salti. Svo gerir maður sterka tómatsósu, það eru margar uppskriftir af þessu en mér þykir hvað einfaldast að blanda saman niðursoðnum tómötum (hökkuðum í sósu), tómat paste, shiriachi sósu og papriku kryddi ásamt salti og pipar. Sósan má endilega vera vel sterk!

Þessu er dreift yfir kartöflurnar og svo skellir maður nokkrum klessum af alioli majonesi yfir og stingur grillpinnum í! Ready! :)

Tóta gerði svo litlar partýbollur, kjötbollur með hakki, eggi, blaðlaukssúpu, ritz kexi og pipar. Klassískar svona partýbollur sem eru algjört gotterý í bland við ostana.. jú og allt annað bara :)

Að lokum skárum við svo ostana niður í lengjur og bita, dreifðum á flísarnar í bland við svolítið kex, niðurskorna ávexti svosem perur, gula melónu með parmaskinku, ferskjur og plómur, blönduð ber, hnetur ýmiskonar og þurrkaða ávexti: fíkjur, apríkósur döðlur ofl.

Þetta var aldeilis veislan og það sem var það allra besta var að við gátum setið með gestunum okkar án þess að hreyfa okkur úr stað eða standa í stressi í eldhúsinu og maturinn var á borðum þar til kvöldið var búið. 

Við nörtuðum svo í þetta meðan við drukkum og skáluðum til skiptis og skemmtum okkur konunglega! 

Við vorum líka með svolítið skemmtilegan leik. 

Sjáiði þarna bláu miðana á diskunum.. þetta fengu allir þegar þeir settust að borðum og á þeim stóð "verkefni kvöldsins". 

Ekkert verkefni var eins, en við Tóta skrifuðum einfaldlega niður nokkur sniðug atriði sem fólk átti að gera um kvöldið.

-Ein átti að vera týpan sem skálaði stanslaust..

-Einn átti endalaust að spyrja: "hva.. Á ekkert að skella sér í bæinn eða?!

- Ein átti að koma að eftirfarandi orðum: ilsig, roðamaur, gyllinæð.

- Ein átti mæra Sigmund Davíð allt kvöldið..

og svo framvegis.. Þetta varð alveg ótrúlega fyndið og enginn vissi hver var með hvað sem varð hin fínasta skemmtun og skrautleg umræða :)

Við enduðum svo kvöldið á því að gefa öllum góðgætis poka eða "goody bag" svona fyrir daginn eftir.

Ég saumaði "augnsængur" fyrir alla úr afgöngum af efni með teygju..

Fyllti svo pokana af hausverkjapillum, Treo, C-vítamíni, kóki í gleri, súkkulaði, Extra tyggjópakka, eyrnatöppum og Myndböndum Mánaðarins svona fyrir daginn eftir :)

Einfalt og gott sem gestirnir tóku með sér heim, ferlega skemmtilegt :)

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir
500 Mg[/url] Amoxicillin vtm.zxmh.systurogmakar.is.cpz.mj http://mewkid.net/when-is-xuxlya/
Katla Hreidarsdottir
500mg[/url] Amoxicillin 500mg Capsules qld.bnah.systurogmakar.is.otv.bf http://mewkid.net/when-is-xuxlya/
Katla Hreidarsdottir

Hjördís, já í guðanna bænum steldu svolleiðis og steldu hugmyndum, þetta blogg er akkurat til þess ;)

Katla Hreidarsdottir

Þetta er nú einn skemmtilegasti póstur sem ég hef lesið og gúmmulaðið maður, hvar fáið þið þessar frábæru hugmyndir, myndi vilja stela einhverju af þessu :)

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm