Kjúklingur í parmesan á skotstundu
Eftir ansi annasaman dag þá vill verða lítið úr miklum tilburðum í eldhúsdeildinni. Það er ekkert grín að sinna 8 veikum kisum í sjálfboðavinnu, framleiða og hanna nýjar vörur alla daga og reyna svo að troða zumbatímum og saumaklúbbum inn á milli í dagskrána. Þá er þessi kjúklingaréttur nú tilvalinn í hungraða úlfa. Hann er fljótlegur, án glúteins og mjög bragðgóður. Mæli með þessu og um að gera að skella í sósuna með og jafnvel gott salat. Ekki svo lengi verið að því meðan kjúlli litli eldast.
Kjúklingur í parmesan
Kjúklingur í parmesan
60 g parmesan ostur
2 msk mæjónes (gerði mitt eigið, en Hellmanns er líka fínt)
2 msk ljóst möndlumjöl
2 tsk eðalkjúklingakrydd
timian, steinselja eða anna krydd eftir smekk
hræra vel saman og smyrja þessu á bringurnar
Hita í ofni á 210 gráðum í ca 25 mín
Hvítlaukssósa
2 msk sýrður rjómi
1 msk mæjónes
1 tsk steinselja
salt
sítrónukreista
4-6 dropar via health stevía
1/2 tsk hvítlauksmauk
Hræra öllu saman og njóta !
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
María Krista – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.