Helgarnammi sykurpúkans

Jæja ert þú eins og ég, fellur fyrir sykurpúkanum alveg án þess að ætla það, vitandi allt um skaðsemi sykursins?  

Þá er gott fyrir týpur eins og okkur að vera vel undirbúnar. Hér er uppskrift af helgarnammi sem gott er að gera t.d. á föstudegi eins og t.d. núna og frysta fyrir helgina. Þá er engin afsökun fyrir að sturta í sig heilum poka af Nóa kroppi, Kaffisúkkulaðistykki og einu Bounty(ekki að ég hafi gert það hehe) því dásemdar snickersbitar liggja klárir í frysti og bíða eftir að verða kláraðir.

Snickersbitar

20 gr kókosflögur
80 gr hýðislausar möndlur
80 gr pecanhnetur eða valhnetur, allt í boði ekkert stress
20 gr sesammjöl Funksjonell (má sleppa og nota 20 g af kókosmjöli í viðbót)
1/2 dl kókosolía
1/2 dl hnetusmjör, t.d. Monki eða Sollu hnetusmjörið
1 tsk Bourbon vanilluduft
1/4 tsk sjávarsalt
3 msk Sukrin Melis eða Via Health fínmöluð sæta
10 dropar Via Health original dropar Stevía



Aðferð:

Ristið á pönnu , kókosflögur, möndlur og pecanhnetur þar til gylltar, þarf ekki langan tíma.
Blandið saman í skál, kókosolíu og hnetusmjöri og hitið aðeins í örbylgjuofni. Blandið vel saman og bætið við sukrin,vanilludufti, salti og stevíu.
Setjið hneturnar í matvinnsluvél í stutta stund þar til allt er grófmalað, bæti svo við sesammjölinu og maukið áfram.
Að lokum fer kókosolíublandan út í og aftur maukað þar til áferðin er eins og gróft hnetusmjör.
Setjið "deigið" í þunnan bakka með smjörpappír og þrýstið út í hliðarnar.
Þetta er hæfilegt í mót ca 20-30 cm stórt
Frystið í 10-20 mín og búið til súkkulaði á meðan.

Súkkulaðikrem:
35 gr 85% súkkulaði
2 msk ósaltað smjör eða 2 msk kókosolía
1 msk Sukrin Melis
5 dropar vanillustevía Via Health
1 tsk rjómi

Aðferð:
Hitið þetta saman í potti eða örbylgju og hrærið vel í til að allt leysist vel upp.
Takið hnetustykkið úr frysti og hellið súkkulaðinu hratt og örugglega yfir.
Dreifið úr og kælið aftur í 20 mín.
Skerið svo niður og berið fram með góðu kaffi.

Hér er súkkulaðiuppskrift sem hægt er að gera frá grunni ef þið viljið vera "all in"

Súkkulaði:
50 g kakósmjör
50 g kókosolía
30 g Via Health fínmöluð sæta
10 dr stevía ( karamellu er góð )
20 g kakó
saltögn
1 tsk vanilludropar

Aðferð:
Hitið á lágum hita smjörið og olíuna. Bætið þurrefnum saman við og saltið. Sama gildir hér, hellið blöndunni yfir frosið hnetumaukið og kælið aftur. 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

María Krista – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

María Krista Hreidarsdóttir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm