Blaðlaukssúpa með kúrbítsnúðlum
Jæja þá er komið að súpudögum, súpa og sítrónur í vatni, alla daga :)
Nei grín, en það er mjög gott að byrja daginn reyndar á blessuðu sítrónuvatninu og hafa það volgt, skera svo sítrónurest í sneiðar og geyma í könnu með vatni og gúrkusneiðum. Þetta má svo drekka yfir daginn og líðanin verður mikið betri, segjum það bara.
Þessi uppskrift er samt svo góð svona eftir helgina sérstaklega þegar vindarnir blása fyrir utan, þá er heit súpa og heimagerðar bollur alveg ekta!
Nú, ég fékk svona fyrirtaks uppskrift af blaðlaukssúpu frá Kötlu systur fyrir nokkru og ákvað að fikta aðeins við hana eins og vanalega til að gera lkl vænni. Í stað þess að nota kjúklingabaunir eins og hún þá ákvað ég að nota kúrbítsnúðlur til að fá smá bit í súpuna og gera hana matarmeiri. Þetta kom ljómandi vel út skal ég segja ykkur. Súpan er rosalega góð, bragðmikil. Þetta er stór skammtur sem dugar vel í hádeginu daginn eftir.
Bollurnar eru ljómandi fínar sem meðlæti og í þetta sinn notaði ég dökkt möndlumjöl sem gerir þær dekkri að lit en vanalega hjá mér.
1 1/2 líter sjóðandi vatn
2 dl rjómi
2 tsk þurrkað timiankrydd
2 kjúklingakraftsteningar (má nota aðrar gerðir)
2 tsk paprikuduft
1 blaðlaukur
1 lítill gulur laukur
2 msk beikonsmurostur eða annar rjómaostur
2 msk sýrður rjómi
salt og pipar eftir smekk
Kryddið með kryddunum og leyfið lauknum að verða glær. Hellið þá vatninu yfir, rjómanum og rjómaostinum síðast. Látið súpuna malla í 30 mín sirka og þá er hún tilbúin.
Hægt að borða eina og sér en mér fannst mjög gott að hella henni yfir kúrbítsnúðlurnar mínar.

Þá eru þær tilbúnar í salat, pasta eða í svona súpu eins og hér um ræðir.

Hrærið vel eggin og sýrða rjómann, blandið svo þurrefnum vel saman með gaffli svo HUSK nái að blandast vel. Hellið þeim út í og hrærið áfram. Látið standa í 5-10 mín. Setjið deigið í muffinsform, ég notað smurt silikonform og stráði nokkrum graskersfræjum ofan á.
Bakið í 20 mín á 180°C með blæstri. Það komu 6 agalega passlegar bollur úr þessari uppskrift, svo er bara að tvöfalda ef þið viljið.

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
María Krista – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.