Hollustu bollur fyrir óhollar bollur.

Eru ekki allir hressir eftir helgina ? Kannski pínu þemba í maganum,  ryð í höfði og sykurhúðaður gómur? Yep, þannig er ástandið sem sagt hjá mér svo ég get mögulega ímyndað mér að einhverjir glími við sömu vandamál. Þá er nú ekki annað eftir en að byrja vikuna á réttunni og jafnvel rífa fram bökunargræjurnar eða nutribullettinn.

Plana fram í tímann !!

Já já það er auðvitað ferlega gáfulegt að plana fram í tímann, búa til matarlista, innkaupalista, ræktarlista, takmarkalista og elda fyrir vikuna og allt þetta gáfulega sem allir þekkja en svo getur allt skipulag fokið út um gluggann þegar mikið er að gera. Nú þarf ég að tileinka mér hollari venjur og mæta með nesti í vinnuna og því stefni á á að baka þessar brauðbollur í kvöld enda á ég kúrbít í ískápnum sem fer að falla á tíma.

Við systur höfum boðið upp á þessar bollur í klúbbakvöldunum okkar og hafa þær iðulega slegið í gegn. Þær eru glúteinlausar og sykurlausar og lausar við ger en samt bara skrambi góðar, mjúkar og bragðmiklar. Mæli með þessum.
Ítalskar bollur með kúrbít:

Um 15-20 stk
160 gr rifinn kúrbítur, þarf ekki að útvatna
80 gr möndlumjöl
80 gr kókoshveiti
60 gr HUSK trefjar, fást frá merkinu NOW í Fjarðarkaup og Krónunni
2 msk ítalskt krydd t.d. Pottagaldur
4 egg
1 msk svartur pipar
1 msk gróft sjávarsalt
200 ml vatn, gott að nota sódavatn
1 msk lyftiduft
4 msk ólífuolía
 
Blanda öllu saman í hrærivél, móta góðar bollur
strá hörfræ og sesamfræi yfir ásamt dálitlu sjávarsalti og baka í 45-50 mín á 160-170 gráðum með blæstri. Það má líka sleppa fræjunum og dýfa bollunum ofan í rifinn ost.

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

María Krista – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

María Krista Hreidarsdóttir

Skilaboð

María Krista Hreidarsdóttir
500 Mg[/url] Buy Amoxicillin Online lrd.tzoj.systurogmakar.is.mvk.kh http://mewkid.net/when-is-xuxlya/
María Krista Hreidarsdóttir
500mg Capsules[/url] Amoxicillin 500mg Capsules oxy.noxn.systurogmakar.is.dlc.kh http://mewkid.net/when-is-xuxlya/

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm