Origami jólatré - 2. í jólagjafatalinu.

(English below)

Við systur brutum talsvert af origami jólatrjám til að skreyta verslanirnar okkar, þau hanga nú í gluggunum á Laugaveginum, á Strandgötunni á Akureyri og á Strandgötunni í Hafnarfirði.

Okkur þótti það þó skemmtilegast hvað við höfum oft verið spurð um verðið á þeim og hvort þau séu ekki örugglega til sölu!

Þessi krúttuðu tré eru ekki mjög flókin í gerð en við fylgdum einfaldlega leiðbeiningum af ofsalega skemmtilegu bloggi sem heitir: mylifeboxjewelry.com Við fundum bloggið eftir einfalda leit á Pinterest. Hægt er að sjá fleiri leiðbeiningar en mér finnst hún Anna-Rosa lýsa þessu mjög vel og hún er einnig með video þar sem hún sýnir ferlið. 

Bloggið sjálft um tréð má sjá hér:

Eins og sjá má í video-inu frá henni þá er hún með svolítið stífan pappír. Við systur notuðum einfaldlega venjulegan prentpappír sem og blaðsíður úr gömlum bókum eða tímaritum, við höfum einnig gert úr gömlum nótnablöðum og þykkum innpökkunarpappír. Svo það er margt hægt að nota, athugið þó að gamlar blaðsíður geta verið ofsalega viðkvæmar og þær geta rifnað auðveldlega ég mæli því með því að byrja á venjulegum prentpappír eða ennþá betra, origami pappír!

Trén má nota til að hengja í óróa, kannski nota perlur með og búa til lengjur í glugga, eða einflaldlega dreifa þeim víðs vegar um heimilið! 

María gerði líka nokkur tré og límdi á gjafapakkana um síðustu jól, en hún er líka svolítið klikkuð! Það urðu vissulega æðislega flottir pakkar svo þetta er algjörlega hugmynd ef þið viljið stjana sérstaklega við gjafainnpökkunina í ár!

Svo má ekki gleyma sigurvegurunum í jóladagatalinu okkar:

Í Reykjavík vann Fríða Aðalgeirsdóttir

Á Akureyri vann Erla Birgisdóttir

Þið unnuð ykkur inn ofsalega fallegt naglalakk frá Essie sem heitir: Wicked

Verið velkomin í verslanirnar okkar til að sækja verðlaunin :D

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Origami Christmas trees - how to!

My sister and I decided to make couple of origami Christmas trees to decorate the windows in our stores! People apparently absolutely love them and have asked us loads of time: "how much?" 

Well they aren't for sale but I decided to make a little blog and share with you how to make them!

This is not at all our design, we just found them after a little search on Pinterest and one of the best descriptions and, well tutorials on how to make them we found on this fabulous blog called: mylifeboxjewelry.com

Here is the direct link to the origami tree post!

She even made a video on how to make it and it is very clear and precise so we definitely recommend her! (Plus her blog is fantastic and please do check her things out, she is also designing these lovely statement jewellery pieces, very cool stuff!)  

Well I hope you will make some trees yourselves this year to decorate or give as gifts. They really are so lovely!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm