Hátíð Hafsins & sykurlaust döðlupopp!

(English below)

Bærinn verður iðandi af lífi um helgina. The Color Run í Hljómskálagarðinum og Hátíð Hafsins á hafnarsvæðinu sem og  við með sumargleði í búðinni á Laugavegi 40.

Það er því algjörlega ástæða til að kíkja með fjölskyldunni í miðbæinn og njóta þess sem allir hafa upp á að bjóða, svo held ég að veðrið verði bara alveg hreint ágætt og það eitt og sér er ástæða til að gleðjast!

Við ætlum að bjóða upp á sykurlaust döðlupopp í búðinni, sykurlausan svaladrykk og kaffi og ég mun svo sjá um andlitsmálningu fyrir börnin! Eins ætlum við að bæta á tilboðsslánna hjá Volcano Design og fleiri vörur fara á 60% afslátt svo það er tilvalið að kíkja og gera góð kaup.

Verslunin er full af fallegum vörum og þar af mikið af nýjum vörum, við erum alltaf að bæta einhverju við, svo rölt á Laugaveginn er tilvalið á laugardaginn.

Við minnum um leið á opnunina okkar á sunnudaginn í Reykjavík frá 12:00 – 16:00 en þá munum við systur standa vaktina og taka vel á móti ykkur.

Tóta mín er á leiðinni norður og verður í góða skapinu í búðinni á morgun en hún fór af stað með 3 stóra kassa af nýjum vörum og búðin fékk einnig sendingu í gær svo þar verður allt fullt af fallegheitum!

Í lokin, svona afþví að ég veit að einhver mun spyrja um þetta er hér uppskriftin að sykurlausa döðlupoppinu sem að við munum bjóða uppá í búðinni á morgun.

Sykurlaust Döðlupopp:

1 poki fitness popp (ca 50gr)

Blanda:

50 gr smjör

100gr döðlur, niðurbrytjaðar (H-berg selur þær tilbúnar í bitum, snilld!)

1 kúfuð msk af Sukrin Gold

Hrærið öllu saman í potti þar til blandan fer að bubbla. Gott er að mauka blönduna í pottinum með töfrasprota.

Blandið við poppið! Jebb, einfalt og sjúklega gott!

Við græjuðum svo pappírskeilur úr gömlum teiknimyndasögum eins og sjá má í video-inu hér fyrir neðan.

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir og við hlökkum svo sannarlega til að taka á móti ykkur!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Athugið að við erum á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter.

Eins minnum við á að skrá ykkur á póstlistann þar sem við látum vita af tilboðum, nýjustu vörunum og bloggfærslunum! Hægt er að gera þetta allt saman hægra megin á síðunni, örlítið ofar..

Festival of the sea and sweet but sugar free popcorn!

This weekend Reykjavík is filled with events, The Color Run will be held at Hljómskálagarðurinn and „The festival of the sea“ is at the harbour area. The festival of the sea is held because of our national seaman‘s day and we will we throwing our own little festival in the store.

The weather is supposedly going to be great so that on it’s own is reason enough to check out the buzz of people in downtown Reykjavík.

We will be offering sugar free popcorn cones and sugar free coolers and coffee and face paint for the kids.. And the kids within of course! We are also going to add on to our Volcano rack of offers and more items will hit -60%.

The store is filled with products and loads of new items on display so there are several reasons to visit us!

We also remind you that the store is open on Sunday 12:00 – 16:00 and my sister and I will hold down the fort so we welcome you to visit then!

Finally, because I am sure we will be asked, here is the recipe for the

Sweet Sugar Free Popcorn

1 bag popped popcorn about 50gr (we used a fitness version, lower in salt).

50 grams butter

100 grams dates, cut in small pieces

1 large Tbsp. Sukrin Gold

Melt the dates, butter and Sukrin and mix in a large pot until it starts bubbling and is well mixed. We like mixing it even further with a magic wand. Mix in with the popcorn and enjoy!

For the corn we made paper cones from old cartoons and a video to show how it’s made!

 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please note we are on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter.

We also remind you to sign up for our newsletter to get offers, newest products and the most recent blog posts, all available here to the right, slightly higher up :)

Katla Hreidarsdottir

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm