Blómkálsskinn hvað er nú það ?

Muna ekki allir eftir "potato-skins" forréttinum sem var alveg það besta á matseðlinum á Hard Rock að mínu mati, fyrir utan grísasamlokuna auðvitað ? Fyrir þá sem vilja forðast að borða kolvetnaríkar kartöflur þá er hér lausnin komin á því. Blómkáls-skinn !!!

Blómkál er bara hin mesta undrafæði og chia seed sem búið er að mala getur gert kraftaverk. Útlitið er allavega ekki að svíkja neinn og bragðið.. ja, við skulum segja að það hljóti að vera gott því unglingurinn á heimilinu bað um ábót, af soðnu blómkáli ;) !!!

"Blómkáls-skin"

200 gr maukað blómkál
1 egg
2 dl rifinn cheddar ostur + 2 msk til að toppa með
salt dash
pipar dash
1 tsk paprikukrydd ( nauðsynlegt ) sweet paprika frá Söstrene Gröne er mjög góð t.d.
1 msk Chia Seed meal eða möluð Chia fræ
30 gr sýrður rjómi (til að setja ofan á í lokin)
3 msk beikonkurl
graslaukur niðurklipptur

Aðferð:
Gufusjóðið fyrst blómkálið ca 1 haus. Maukið allt saman nema sýrða rjómann, beikonið og graslaukinn og setjið í skeljamót og bakið 180 gráðum, þar til gyllt. Má líka sprauta aflöngum doppum á smjörpappír ef formið er ekki við hendina.
Takið úr mótinu, setjið í bökunarpappír og stráið beikonkurli yfir og dálitlu af rifnum cheddar.

Hitið aftur í ofni þar til "bátarnir" hafa brúnast vel og svo berið þið þá fram með tsk af sýrðum rjóma og niðurskornum ferskum graslauk.

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

María Krista – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Empyre Support

Skilaboð

Empyre Support
Without Prescription[/url] Buy Amoxil Online nyr.eaop.systurogmakar.is.rih.eq http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/
Empyre Support
500 Mg[/url] Buy Amoxicillin hba.yqha.systurogmakar.is.bzi.nq http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm