Villikettir- verðugt málefni.

Já sumir eiga sér áhugamál sem eru nokkuð eðlileg, skokka, hjóla, hlaupa, veiða eða fara í golf, já eða spila bridge.

En ég nei ég er meira í því að eltast við Villiketti, koma þeim til dýralæknis og sleppa svo aftur út í náttúruna eftir meðferð.

Ég kynntist samtökum hér á landi fyrir áramót sem vinnur í málefnum Villikatta á Íslandi en ég þurfti að leita til þeirra vegna síaukinnar fjölgunar villikatta hér í nágrenninu við mig. Félagið tók mér opnum örmum og hjálpaði mér að koma litlum kettlingum sem fæddust hér fyrir utan hurðina okkar á heimili og saman gengum við í að veiða og gelda kettina hér í kring sem ganga hér villtir. Þeim er síðan sleppt aftur út í náttúruna og við höldum áfram að gefa þeim mat og skjól en um leið losnum við slagsmálin, merkingar og fleiri vandamál sem upp geta komið í stórum villikattahóp.

Það hefur líka verið erfitt að horfa upp á litla kettlinga sem fæðast hér í hrauninu í frosti og slagviðri og margir hverjir ná aldrei að lifa nema nokkra daga. Því tel ég að það sem Villikettir eru að gera sé af hinu góða enda vinna þeir eftir heimsþekktri aðferð sem kallast TNR eða á íslensku, Fanga, gelda , sleppa.

Ég var nú fljótlega lokkuð í stjórn félagsins enda af nógu að taka hér í hrauninu og verkefnin mörg. Maðurinn minn sem er með heiftarlegt kattarofnæmi er ótrúlega skilningsríkur á þetta allt þótt áhugamál konu hans sé ekki beint það venjulegasta og leggur svo sannarlega sitt af mörkum. Hann er nú orðinn svo heilaþveginn af þessu kattastandi að hann hannaði nýja krakkasnaga fyrir Kristu alveg upp á sitt einsdæmi og viti menn, mótívið var kettir !!

Ef þú kæri lesandi vilt leggja þitt af mörkum og hjálpa Villiköttum á Íslandi eða þarft á okkar hjálp að halda þá er velkomið að hafa samband hér 

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm