Þetta skiptir máli

Skiptir stærðin virkilega máli?

Skiptir stærðin virkilega máli?

Það er spurning dagsins á þessum fallega þriðjudegi.

Þegar ég byrjaði með Volcano Design ákvað ég að hanna flíkur á konur eins og mig. Ekkert endilega grennsta dama landsins en heldur ekki sú stærsta, og mér fannst ég bara ekki eiga að heita „large“ í fatastærðum. Ég var að nota stærð 40/42 og átti að titla mig „stóra“. Ég var bara ósköp venjuleg stelpa: „stór“ og hvað þá „extra stór“ var ekki að henta mér!

Því ákvað ég að taka málin í eigin hendur og búa til nýjar stærðir sem að ég vildi.. ég hugsaði bara „ég á þetta og má þetta og ræð þessu og hananú“! Þetta er náttúrulega ekkert nema minn eigin hégómi en fjandakornið, ég læt ekki einhvern annan ákveða hvort að ég sé „stór eða extra-stór“!

Svo að úr var að ég, áður stór stelpa.. var orðin „lítil“ eða small.. og leið bara ansi vel með það!

Ég viðurkenni það þó alveg að þar sem að ég hef alltaf verið minn eigin mátari, þá hefur Small stærðin okkar kannski mögulega stundum aðeins rokkað.. hún er td kannski aðeins stærri en hún var þarna í byrjun, fyrir utan leggingsbuxurnar þær eru alltaf eins :)

Við tókum þetta svo skrefinu lengra fyrir sirka tveimur árum þegar við útrýmdum stærð Large algjörlega úr okkar framleiðslu og komum með stærð XM, jább sérgerðir miðar og allt! :)

Volcano Design framleiðir því í dag vörur í stærðum:

XS (36/38-40)

S (40/42 -44)

M (42/44-46/48)

XM 46/48-50)

Kannski er ég bara að gera það sama og Frakkar, þeir eru með frekar litlar stærðir enda franskar konur almennt frekar smágerðar.. eða svangar. Ég vildi því einfaldlega gera „íslenskari stærðir“, örlítið stærri, valkyrjustærðir, fyrir konur sem eru hærri og með lengri útlimi.

Vitiði, þetta skiptir auðvitað bara alls ekki nokkru máli, við þurfum einfaldlega að merkja stærðirnar svo að við vitum hvað við eigum að sauma, hvað vantar inn í lagerinn okkar og til að auðvelda kúnnanum að velja rétta stærð. Þær gætu alveg eins heitið: Fínleg, Æðisleg, Girnileg og Guðdómleg.

„Bottom lænið“ (til að sletta svolítið) er að ef að okkur líður vel í eigin skinni þá á ekki að skipta nokkru máli hvað stendur á miðanum í fötunum okkar, mér finnst það bara skemmtilegra að þar standi að ég sé „lítil“ og geti farið út í daginn án þess að fá móral yfir hádegismatnum heldur en „extra stór“, afþví að það er einhver staðall sem að einhver annar en ég ákvað að ég væri!

Með þessu vil ég því kynna nýjar leggings til sögunnar, þessar eru mattar og ótrúlega þægilegar. Svolítið þykkari og minna á bómullarleggingsbuxurnar vinsælu sem að við vorum með forðum. Það er ágætis aðhald en ekki eins mikið og í spandex buxunum okkar, þessar henta því sérstaklega vel fyrir hversdagsnotkun.

Ég nota mínar í stærð SMALL.. hvaða stærð hentar þér? ;)

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Mæðradagur - tími til að dekra við þessar elskur!

Mæðradagur - tími til að dekra við þessar elskur!

Mæður eru dásamlegar! Þær vita einhvernveginn alltaf hvar allt er og virðast vera með allt á hreinu, alltaf! Þær þurfa að vekja, hjálpa við heimavinnu, sinna þemadögum, hlusta á drama, hugga, knúsa, skamma, elska og dýrka.. þær eru ansi frábærar!

Mæðradagurinn er næsta sunnudag og við systur munum koma múttu eitthvað á óvart með fallegri gjöf því hún á það svo sannarlega skilið!

Hér eru nokkrar hugmyndir úr versluninni okkar en hún er einmitt opin alla helgina í Reykjavík:

Laugardag 11:00 - 17:00 og sunnudag 12:00 - 16:00

Á Akureyri er opið á laugardaginn!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Villikettir- verðugt málefni.

Villikettir- verðugt málefni.

Já sumir eiga sér áhugamál sem eru nokkuð eðlileg, skokka, hjóla, hlaupa, veiða eða fara í golf, já eða spila bridge.

En ég nei ég er meira í því að eltast við Villiketti, koma þeim til dýralæknis og sleppa svo aftur út í náttúruna eftir meðferð.

Ég kynntist samtökum hér á landi fyrir áramót sem vinnur í málefnum Villikatta á Íslandi en ég þurfti að leita til þeirra vegna síaukinnar fjölgunar villikatta hér í nágrenninu við mig. Félagið tók mér opnum örmum og hjálpaði mér að koma litlum kettlingum sem fæddust hér fyrir utan hurðina okkar á heimili og saman gengum við í að veiða og gelda kettina hér í kring sem ganga hér villtir. Þeim er síðan sleppt aftur út í náttúruna og við höldum áfram að gefa þeim mat og skjól en um leið losnum við slagsmálin, merkingar og fleiri vandamál sem upp geta komið í stórum villikattahóp.

Það hefur líka verið erfitt að horfa upp á litla kettlinga sem fæðast hér í hrauninu í frosti og slagviðri og margir hverjir ná aldrei að lifa nema nokkra daga. Því tel ég að það sem Villikettir eru að gera sé af hinu góða enda vinna þeir eftir heimsþekktri aðferð sem kallast TNR eða á íslensku, Fanga, gelda , sleppa.

Ég var nú fljótlega lokkuð í stjórn félagsins enda af nógu að taka hér í hrauninu og verkefnin mörg. Maðurinn minn sem er með heiftarlegt kattarofnæmi er ótrúlega skilningsríkur á þetta allt þótt áhugamál konu hans sé ekki beint það venjulegasta og leggur svo sannarlega sitt af mörkum. Hann er nú orðinn svo heilaþveginn af þessu kattastandi að hann hannaði nýja krakkasnaga fyrir Kristu alveg upp á sitt einsdæmi og viti menn, mótívið var kettir !!

Ef þú kæri lesandi vilt leggja þitt af mörkum og hjálpa Villiköttum á Íslandi eða þarft á okkar hjálp að halda þá er velkomið að hafa samband hér 

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm