Kosningavöfflur

Jæja nú er að koma að aðalmálinu, forsetakosningar á morgun 25.júní !!

Það er alltaf ákveðinn hátíðleiki yfir kosningadögum og verður líklega mikil spenna
í loftinu hjá frambjóðendum þegar talið verður upp úr kössum. Ég býst við fróðlegri og spennandi kosningu enda stór hluti þjóðarinnar í Frakklandi að styðja við bláu víkingana okkar en auðvitað eigum við öll að fara og kjósa og vonandi komast sem flestir á kjörstað.

Það er búið að herðast á baráttunni og hún aðeins farin að líkjast kosningaslag stóru þjóðanna þegar reynt er að hnekkja á hvort öðru í stað þess að standa með sinni sannfæringu og eigin ágæti, allt er nú reynt til að vinna sér inn loka atkvæðin og jafnvel nappa þeim frá mótherjunum.

Ég hef ekki gert upp hug minn en það er að nálgast. Sýnum hvort öðru virðingu á lokametrunum kæru frambjóðendur og göngum til kosninga með góða samvisku og bros í hjarta.


Við sköpum okkar eigin hamingju, það er nefninlega soldið mikið þannig.

Það er ekki úr vegi að gæða sér á vöfflum eftir kosningar svo hér læt ég fylgja eina ofurholla uppskrift sem er upplagt að skella í þegar heim er komið af kjörstað.


8 vöfflur úr uppskrift

Kosningavöfflur

8 góð egg
4 msk kókoshveiti
6 msk möndlumjöl
50 gr smjör brætt
1/2 -1 dl rjómi
4 dropar stevía

1 tsk vanilludropar
1 msk erythritol t.d. strásætu frá Via Health, fæst t.d. í Bónus og Fjarðarkaupum

( það má sleppa öllu sætuefnunum ef þið viljið meira svona matarvöfflur með smjöri og osti) geggjað líka


Þessar vöfflur eru án sykurs og hveiti og eru örlítið hollari en þær venjulegu. Það er gott að setja þær í brauðrist ef þær eru orðnar kaldar og þá frískast þær upp.
Auðvitað bestar með þeyttum rjóma, karamellusýrópi frá Torani og nokkrum rifnum 85% súkkulaðispænum ;)

Tala nú ekki um að útbúa hindberjasultu úr frosnum hindberjum, hita í potti ásamt nokkrum dropum af stevíu.

Kjósum rétt, borðum stundum hollt og verum hamingjusöm!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

María Krista – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm