Fótboltakaka úr baunum !!!

Þó svo að íslendingar hafi ekki komist í lokaleik EM á morgun þá stóðu þeir sig svo fáránlega vel að við munum aldrei gleyma því.

Stelpurnar okkar eru að rúlla fótboltanum upp líka svo við getum svo sannarlega verið stolt af okkar fólki. Áfram Ísland. HÚH !!
Mig langar að gefa ykkur uppskrift af súkkulaðiköku sem er ekki búin til úr neinu mjöli, heldur.... haldið ykkur fast... svörtum baunum takk fyrir takk. Ekki segja neinum frá því samt áður en þið bjóðið upp á kökuna heldur leyfið bragðinu að standa fyrir sínu.
Mæli með henni :) Sykurlaus, hveitilaus og bara æðisleg, ekta til að fá sér í hálfleik. 

"Svartbaunakaka"

Þetta er uppskrift í eins lags köku, má setja í tvo helminga og skreyta,
eða tvöfalda uppskrift og gera 2 hæða köku.

1 dós af svörtum baunum um 450 gr ( fást í flestum búðum )
5 egg
1 msk vanilla
1/2 tsk sjávarsalt
6 msk ósaltað smjör
180 gr Via health strásæta eða Erythritol
6 msk kakó
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 msk vatn

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur, smyrjið kökuform að innan ( gott að nota silikonform)
Hellið úr baunadósinni í sigti og látið vökvann síast frá.
Skellið baununum í blender ásamt 3 eggjum af 5, vanillu, steviunni og salti. Blandið vel saman þar til
þetta er orðið að mjúku mauki.
Á meðan má þeyta smjörið vel saman í hrærivél, bætið erythritol út í og þeytið saman þar til létt og ljóst, bætið svo við 2 eggjum sem eftir voru.


Blandið þurrefnum saman; kakó, lyftidufti og matarsóda.
Nú má blanda baunamaukinu út í smjörið og hræra vel saman, þurrefnin fara síðustu út í skálina. Hrærið varlega.
Hellið í form og bakið í 40 mín eða þar til toppurinn er orðinn stífur og ekkert deig kemur á grillpinna :)
Gott að kæla vel kökuna og best er hún daginn eftir.
þessi er 58 netcarb (öll kakan) með þessu sætuefni

Krem:
120 gr ósaltað smjör
60 gr Via Health strásæta fínmöluð ( eins og flórsykur )
2 msk kókosmjólk
1 tsk vanilludropar / eða möndludropar
5-10 dropar stevía
5-6 msk kakó
smá salt
gott að setja eina eggjarauðu út í en það er valfrjálst, gefur extra gljáa.


Hrærið mjúkt smjörið í mauk, blandið sætuefnum og kakói varlega út í hrærið áfram vel.
Smyrjið kreminu á kökuna og kælið kökuna vel.

Ekki til baunabragð af þessari elsku ;)

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

María Krista – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm