Túnfiskssalat með avocado

Hér er ansi góð uppskrift að öðruvísi túnfisksalati, ég fékk þessa uppskrift fyrst frá Myrru Rós en hún gerir það einnig fyrir manninn sinn hann Júlla sem er grænmetisæta (hann vinnur á saumastofunni hjá okkur) og sleppir þá túnfisknum, mjög góð líka þannig!

Uppskriftin er aðeins búin að breytast hjá mér síðan ég fékk hana fyrst og mun örugglega halda áfram að þróast, en svona er hún allavega núna:

Túnfisksalat með avocado:

1 túnfiskdós

2 harðsoðin egg

hálfur rauðlaukur

1 lítil dós af kotasælu

1 stórt þroskað stappað avocado

1 súr gúrka smátt skorin

svolítið af dijon sinnepi

salt og pipar

(einnig væri gott að blanda svolítið af niðurskornum valhnetum við..)

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm