Systur&Makar opna nýja og stærri verslun í Síðumúla! HUH!

Síðustu vikur hafa verið ansi skrautlegar hjá okkur systrum og mökum þar sem ævintýrin hafa tekið við hvert af öðru með stuttu millibili.

Við byrjuðum á því að skella okkur í ferð til Frakklands sem mun taka þó nokkra bloggpósta til að vinna úr. Hamingjudagurinn tók á móti okkur þegar við komum heim og erum við einstaklega stolt af þeim frábæra degi sem heppnaðist svo vel.

Svo nú er komið að þriðja (og svona stærsta) ævintýrinu þetta sumarið!

Eins og flestir hafa tekið eftir hefur miðbær Reykjavíkur verið að fara í gegnum töluverðar breytingar upp á síðkastið. Ferðamannastraumurinn eykst jafnt og þétt, hótel og gistiheimili poppa upp eins og gorkúlur sem og veitingarstaðir, ferðaskrifstofur og ferðamannaverslanir.

Þetta er vissulega mjög jákvætt enda má ekki gleyma að þakka fyrir aukna veltu og tekjur, atvinnumöguleika og jákvætt umtal sem elskulega landið okkar er að fá! 

Í miðjum breytingum getur þó ákveðin keðjuverkun átt sér stað þar sem "litlu mennirnir" þurfa að lúta fyrir stórum keðjum og breyttu skipulagi sem er akkurat það sem að kom fyrir okkur. Eftir langa viðveru í ástsælu verslunarhúsnæði okkar á Laugavegi 40 fáum við uppsagnarbréf sem eins og þið getið ímyndað ykkur er ákveðið áfall!

Við fórum því á milljón að leita að nýju húsnæði, miðsvæðis, helst á Laugavegi eða í hliðargötu en verðum mjög fljótt vör við að umhverfið er ansi breytt, fasteignaverð hafa rokið upp úr öllu valdi enda eftirspurnin mikil svo hvað skal gera?!

Við ákváðum því, í miðju panikki (þið getið rétt ímyndað ykkur okkur systur..!!) að skella í smá skoðanakönnun þar sem við spurðum ykkur, kúnnana okkar spjörunum úr.

Skoðanakönnun: hvað skal gera?

Í ljós kom að "draumastaðsetningin" væri önnur og aðgengilegri en miðbær 101. Bílastæði fyrir framan verslunina væru vissulega mikill kostur og stærri verslun þar sem vörurnar myndu njóta sín, óskandi! 

Nú jæja, í ljósi þess gátum við auðvitað skoðað víðar og fundum eftir heilmikla leit stórt húsnæði í Síðumúla 21 við hliðina á Snúrunni. Við skrifuðum undir samning og nú er komið að breytingum, innréttingasmíðum, málningarvinnu, parketlögn og stússi sem við elskum!

Ný verslun opnar í september í Síðumúla 21!

Við erum nú byrjuð að safna í hugmyndabankann og sanka að okkur málningarprufum og húsgögnum og bjóðum við ykkur að fylgja þessari vitleysu á snappinu okkar sem og Instagram. Stefnan er að halda miðlunum lifandi allan tímann eins og við gerðum með bústaðarbreytingarnar en við byrjuðum einmitt að stússa í dag!

Við fundum td. þetta krútt á www.bland.is Hann mun sóma sér svona líka dásamlega vel í nýju búðinni.. allt að gerast! ;)

#nyverslunsystraogmakasidumula

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter... og nú á SNAPSHAT!

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm