Marsala- litur ársins 2015.

MARSALA PANTONE 18-1438

Marsala bætir hug, líkama og sál og gefur frá sér mikið sjálfstraust og jafnvægi.

Marsala er lúmskt tælandi en jafnframt hlýr og aðlaðandi.

-Leatrice Eiseman Executive Director, Pantone Color Institute®

Einhvernveginn svona lýsir Leatrice Eiseman framkvæmdarstjóri Pantone, Marsala lit ársins.

Hún talar um að Marsala taki nafn sitt frá þekktu víni og eins og vínið fyllir liturinn öll skynfæri eins og girnileg máltíð! Við erum nú ekki svona svakalega góðar í lýsingarorðunum eins og markaðsstjóri Pantone, enda er mjög erfitt að þýða háfleiga textana þeirra...

Við erum þó algjörlega sammála því að liturinn finnst okkur dásamlegur, hann er hlýr og notalegur og klæðir mörg litarhöft. Hann er einnig mjög fallegur í varalitum, naglalökkum og í skarti. Pantone telur litinn einnig henta vel fyrir heimilin og við sjáum hann algjörlega fyrir okkur í púðum, teppum, kertum ofl.

Hann hentar bæði dömum og herrum og mælir Pantone með því að para Marsala með eftirfarandi litum: hlutlausir tónar ss hlýir grábrúnir og gráir einnig parast hann með gulbrúnum, svarbrúnum, gylltum og grænum í túrkis og grænbláum sem og skærum bláum tónum.

Við erum nú þegar byrjaðar að vinna með litinn eins og sjá má í flíkum, fylgihlutum og skarti.. hvernig líst ykkur á?!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm