Klúbbakvöld í búðinni

Við systur bjóðum upp á notaleg kvöld í búðinni okkar á Laugaveginum eftir lokun og í gær var eitt svolleiðis kvöld.

Hópurinn var algjörlega dásamlegur, 9 konur sem vinna hjá sama fyrirtækinu og ákváðu að eiga notalega kvöldstund saman.

Þær mættu til okkar kl 19:00 en við vorum þá búnar að leggja á borðið og lækka örlítið lýsinguna svo það var voðalega kósý hjá okkur.

Við systurnar sögðum svo örlítið frá fyrirtækinu og hvernig við byrjuðum, lýstum aðeins opnun Systra & Maka og samvinnunni. Eins fengu dömurnar að sjá stutt video sem að sýnir ferlið á bakvið vörurnar.

Þá var borin fram heit rjómalöguð sveppasúpa og kúrbítsbollur með þeyttu brenndu smjöri og hvítvínsglös.

 

Þar á eftir kom kaffi og eftirrétturinn: súkkulaðikaka með rjóma, hindberjasósu og hnetukurli allt saman sykur, hveiti og glútenlaust í anda Maríu að sjálfsögðu enda höfundur „Brauð og eftirréttir Kristu“.

Skvísurnar skoðuðu sig um í búðinni, mátuðu skart og fatnað, prufuðu handáburði og lotion frá Crabtree og Evelyn og við reyndum að stjana við þær sem best við gátum.

Frábærlega notalegt kvöld í alla staði!

Í tilefni af þessu yndislega kvöldi viljum við endilega bjóða 10 manna hóp gefins kvöldstund þeim að kostnaðarlausu. Einfaldlega skrifið hér í comment eða við facebook póstinn afhverju þú og þinn hópur ætti að vinna þetta kvöld! Við drögum úr innsendum póstum fimmtudaginn 26 mars og finnum svo hentugan tíma með hópnum sem vinnur.

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm