Þrjú stór ævintýri framundan, viltu vera memm?

Við systur og makar þrífumst á því að hafa mörg járn í eldinum í einu og það er einmitt það sem er að gerast núna. 

Þetta er jú vinnan okkar sem við elskum og okkur finnst alveg frábært að það sé stór hópur þarna úti sem hefur gaman af því að fylgjast með ruglinu í okkur. Það eru forréttindi að fá að starfa við það sem maður elskar og sú staðreynd að geta tekið ykkur með í ferðalagið er rúsínan í pylsuendanum!

Málið er sumsé það að við erum með þrjú stór "ævintýri" framundan sem við viljum bjóða ykkur að fylgjast með!

Við erum enn svo þakklát fyrir meðfylgdina á sumarbústaðarbreytingunum og þó svo að þessi verkefni séu svolítið annars eðlis þá vonum við að þið hafið jafn gaman að þessum sem framundan eru. Eins og mig langar að segja ykkur frá þeim öllum strax þá má ég það ekki EN fyrsta ævintýrið get ég kynnt núna! :D

(Myndin var tekin daginn eftir að flugmiðarnir voru keyptir síðustu jól... ansi hreint spennilegt!)

"Oui monsieur"..

Um síðustu jól ákváðum við að panta okkur ferð til Frakklands sem við erum að fara í núna 28 mai. Sumarið er iðulega dulítið klikkað hjá okkur svo frí fyrir vinnusumarið er akkurat það sem við þurfum! Við verðum þó ekki alveg úr vinnu þar sem við ætlum að halda úti svolítilli dagbók og tökum því tölvurnar, myndavélar og símana með svo hægt verður að fylgjast með ferðinni í gegnum alla miðlana okkar og við ætlum einnig að bæta við SNAPCHAT!

Svo endilega bætið okkur þangað inn til að geta fylgst með því sem er framundan! :)

Við förum út 28 mai og verðum saman í 12 daga, við systur, makar og drengir Maríu & Barkar. Ferðinni er heitið til Lyon sem er í suður Frakklandi, við ætlum þó ekki að vera þar heldur keyrum við með bílaleigubíl í oggulítinn smábæ sem heitir Saumane de Vaucluse sem er staðsettur í bjargi með útsýni yfir hæðir fullar af grænum gróðri! Þessi bær er víst algjört yndi, oggulítill með eitt kaffihús, fullt af gönguleiðum, rólegur krúttbær sem ég get ekki beðið eftir að sjá og kynnast!

Hann er í um 2,5 klst fjarlægð frá Lyon og er staðsettur rétt fyrir utan stærri bæ sem heitir Isle-sur-la-Sorgue. Við verðum því í Provence héraðinu sem er frægt fyrir rólegheitar líf, akra fulla af lofnarblómum, sólblómum og ólívutré. Matur, markaðir, söfn umhverfi, heitt veður og dásamlegheit einkenna svæðið sem gæti ekki verið ánægðari með! 

Planið er að ferðast svolítið um, skoða nágrannabæina, kannski fara til Marseille að sjónum og um fram allt njóta!

Það er ótrúlegt hvað það er hægt að lenda á flottum demöntum í gegnum Airbnb!

Í bænum okkar, Saumane de Vaucluse, fundum við dásamlegt hús í gegnum Airbnb með fallegu umhverfi, yndislegum garði, oggulítilli sundlaug sem er meira eins og volgur pottur til að kæla sig í, útisvæði, innisvæði og fallegum herbergjum með öllu sem til þarf!

Það er allt svo smart og fallegt jimundur minn!!!

Þetta verður örugglega ekkert slæmt sko...

Við reiknum með því að gista þar allan tímann en við höfum alltaf möguleika á að gista eina nótt einhversstaðar annarsstaðar ef við viljum skipta um umhverfi.

Á næstu dögum munum við halda áfram að plana ferðina og við munum leyfa ykkur að fylgjast með því! Spennileeeeeegt!!!

Hungrið er aldrei langt undan!!

Móðursystir okkar systra þekkir svæðið vel og er mikill meistari, hún er búin að henda á okkur fullt af linkum og bókum sem við þurfum nú að fara að leggjast yfir og plana, plana plana!

Hún lét okkur einnig hafa bók sem mér finnst ferlega sniðug, þetta er sumsé samansafn af uppskriftum frá Provence héraðinu gerð af mæðgunum Sigríði Gunnarsdóttur og Silju Sallé, "skrifað af mæðgum": það á nú soldið vel við okkur Systur&Maka ekki satt?

Við ætlum að velja okkur einhverja uppskrift og versla svo í hana allt sem þarf á mörkuðunum, svo skal eldað um kvöldið og notið alveg eins og heimamaður! Obbosins sneddý, já takk!!!

Eins og skrifað er um bókina: "Hamingjan á heima við matarborðið. Að þessu sinni fara þær mæðgur með okkur í ferð um sveitir Provence en hvergi í Frakklandi er matreiðsla eins nátengd hamingjunni og hvergi er úrval og gæði matvæla eins stórfenglegt. Ilmandi hvítlaukur og ólífuolía er allra meina bót. Þar er einnig blómleg vínframleiðsla, allt frá svalandi rósavíni, bragðmiklu hvítvíni til þekktustu rauðvína heims, má þar nefna Côtes-du-Rhône sem framleitt er stutt frá Avignon".

Uuuuu OMG!!! spennt, ha ég, nei hvað afhverju heldurðu það?!!!!

Þar til næst elskurnar!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter... og nú á SNAPSHAT!

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm