Ferðin til Frakklands fyrstu dagarnir..

 

(L'isle sur la Sorgue)

Sagan hefst í raun um síðustu jól, þegar við systur og makar ákváðum að sleppa að gefa hvort öðru jólagjafir nema heimagerðar og kostnaðurinn mátti nema 2000.- krónum á gjöf. Já og við máttum ekki nota efni og vélar sem við erum vön að vinna við.. ég mátti ekki sauma neitt með saumavél td..

Nú, Tóta fór og verslaði garn og fékk svo vinkonu sína til að prjóna húfu fyrir Börk, þetta er algjört svindl auðvitað en hún sannfærði okkur um að það hefði hvergi staðið í "reglum" að hún þyrfti að heimagera gjöfina. Því vissulega var hún gerð heima.. bara ekki af henni! (já já ókei fine!) Ég veit ekki alveg hvernig það láðist að taka af mynd af húfunni.. eins og hún var vel gerð..af vinkonunni!!

Ég ákvað að kaupa krosssaumspúða með myndum af kisum og ég reyndi að velja hana svona frekar hallærislega, ss ósaumaðan púða auðvitað, enda María "crazy cat lady" og hann ætlaði ég að klára þarna 4 dögum fyrir jól í mestu jólaösinni. Það er skemmst frá því að segja að María fékk aldrei púðann en hann hefur fylgt mér í öll ferðalög síðan þar sem ég SKAL klára hann! (það var neflinlega líka í reglum að hluturinn þyrfti að vera inni á heimilinu í eitt ár). Hún má þakka fyrir að ég tók ekki Gladys eða Glynnis eftir Phoebe í Friends til fyrirmyndar því það var fyrsta hugmyndin, svo hún ætlar bara að bíða róleg eftir púðanum. (Ég sýni ykkur mynd af púðanum þegar ég drullast til að klára hann, lofa!).

María og Börkur eru greinilega örlítið gáfulegri í svona heimagerðugjafastússi og létu prenta bolla. Vissulega heimagert að hluta og alveg snilld til að standast kröfur, við höfum líka notað bollana heilmikið enda fagrir með eindæmum!! ;) ...bjánar!

 Aftur að Frakklandsferðinni!!

Aaaaanywhoo.. við sumsé ákváðum að gefa hvort öðru bull gjafir og fara svo saman til Frakklands í staðinn! Milli jóla og nýárs í bústaðnum okkar, bókuðum við fjórmenningarnir ásamt sonum Maríu & Barkar ferð til Provence og gistingu í gegnum Airbnb. Svo var skálað í alvöru Champagne og hlegið að "flippinu". Ég tók mig til og lagðist yfir bækur og blöð, heimasíður og ég veit ekki hvað og hvað. Þónokkru plani og skipulagi síðar fæddist þessi líka heljarinnar mappa með öllum upplýsingum, tímasetningum og dagskrá!

Þann 28. mai var svo haldið af stað og út á flugvöll!

Kettirnir voru kvaddir og kisupössunarpíurnar fluttu inn á heimilin... eins og maður gerir!

Við vorum búin að bóka gistingu í litlum smábæ sem heitir Saumane de Vaucluse. Bærinn er oggu lítill en algjörlega dásamlegur og gistingin var himnesk! Ég bendi hér á linkinn að húsinu sem er draumi líkast!

Þar má einnig finna lítinn veitingarstað sem kom sér mjög vel og var virkilega góður. Útsýnið dásamlegt og bærinn skemmtilega stutt frá fleiri bæjum og stöðum sem við ætluðum að skoða í planinu! Bannað að klikka á planinu sko!! (djók!)

Fyrsta daginn, sunnudaginn eftir að við vöknuðum snemma, oggulítið timbraðar mögulega eftir flugið og ferðalagið héldum við á markaðinn í L'Isle sur la Sorgue.

Þessi bær er yndislegur líka (eins og reyndar flestallir í Provence) og sunnudagsmarkaðurinn hér er frægur! Þar var hægt að finna ótrúlegt úrval af Provence afurðum; þar voru sápur, lavender, krydd, pylsur og kjöt, núggat og grænmeti í lange baner. Ilmurinn var eftir því og við dönsuðum á milli með evrurnar okkar og versluðum ostbita hér, tapenade þar, tómata af þessum yndæla fransmanni og ferskt súrdeigsbaquette í bakaríinu (það kallast ss "levain"). 

"Afhverju er úrvalið ekki svona heima, afhverju erum við ekki með svona geggjaðan matarmarkað á Íslandi?"!!!... (æi þið kannist við þessa tilfinningu!)

Bærinn sjálfur sem og markaðurinn í L'Ise er einnig frægur fyrir antík húsgögn og hluti. Það væri svooo lítið mál að fylla nokkra gáma hér skal ég segja ykkur!

Eftir markaðinn þurftum við öll að fá okkur að borða og skála í fyrsta bjór dagsins, það var bara kominn tími á það!

Ég var búin að finna allskonar staði á Trip Advisor sem ég var búin að punkta hjá mér og oft fórum við eftir þeim. Í þessu tilviki settumst við reyndar bara inn á næsta stað sem virkaði ekkert svakalegur en kom svona skemmtilega á óvart! (elska þegar það gerist!)

Ohh svo einfalt.. tréplatti með smá salati, nokkrum kartöflum, úrvali af kjöti, nokkrum tegundum af ostum og örfáar franskar súrar gúrkur eða "cornichons" eins og þær í raun kallast. 

Við vorum ansi duglegar að mynda, snappa og instagramma alla ferðina og hér á degi eitt í Frakklandi þurfti Tóta að hringja heim til að auka símaheimildina hjá okkur systrum!

Sko.. svona gerist bara... ;)

Það var svo mikið af mat út um allt í Provence! Þetta er ein af þeim verslunum sem við sáum poppa nokkrum sinnum upp í mismunandi bæjum. Hér er verið að selja olíur, grunna fyrir líkjöragerð, súkkulaði, fljótandi saltkaramellu sem er stórhættulega góð ofl ofl.

Smá smakk hér, smá smakk þar... 

Svo var pokinn orðinn fullur og við orðin löt svo við ákváðum að halda heim í hús og slaka á restina af kvöldinu. Okkur tókst að versla svolítið rauðvín (sem við fundum svo seinna út að ætti í raun ekki að drekka yfir sumartímann heldur á að drekka rósavín í hitanum.. engar áhyggjur, við leiðréttum þetta fljótt og pössuðum á að vinna upp rósavínstapið þarna fyrstu dagana...!! ;)

Heima var slakað á í garðinum, vínið sötrað og afli dagsins af markaðnum var borðaður í rólegheitum. Allt svo ferskt, bragðsterkt og litríkt.. það er ekkert skrítið að Frakkar kunni að njóta þess að borða, þetta er ekkert eðlilegt... og samt svo einfalt!!

Þar til næst kæru vinir.. áfram Ísland, ég vona að þið rústið Frökkunum.. eins og okkur þykir vænt um þessa gourmet snillinga!

PS. við systur erum í kvöld að fara út á lífið, það er "girls night out" svo ef þið viljið fylgjast með því á snappinu þá getið þið gert það.. við snöppum þar til það er ekki við hæfi lengur! ;) Snapchat: "systurogmakar".

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter... og nú á SNAPSHAT!

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm