Ó þú fríði föstudagur!

Kæru vinir, það er kominn föstudagur!!!

Ahh, ég elska föstudaga, einn af uppáhalds dögunum mínum.. ekki afþví það er frí á morgun í vinnunni, nei ég og Tóta munum sjá um búðina alla helgina og hlökkum mikið til. Heldur er það afþví það eru allir svo ótrúlega glaðir!

Í alvöru, finnið þið ekki fyrir því? Allir geggjað léttir á því, kaka með kaffinu, reyndar tvær, það var basically hlaðborð af kökum... og svo er hvítvín heima í ísskáp að bíða eftir mér!

Pastakvöld í kvöld, með kjúkling og rjómasósu og rjómaosti og örugglega einhverju grænmeti til að holla það upp, eða bara til að dýfa í rjómasósuna.. jebb það verður svo epic og ég mun njóta þess alla leið! Svo bara fer ég í labbitúr.. eða bara aðhaldsleggings.. held ég fari bara í leggings og „Sker“, nýja kjólinn og drekk safa á mánudaginn.. (finnst það massa sniðug lausn, njóta helgarinnar og láta græna safann svo bara redda þessu á mánudaginn!)

Allavega, við Tóta verðum í gleðivímu í búðinni eeeeendilega kíkið á okkur:

Opið á Laugaveginum á morgun 11:00 – 17:00 og á sunnudaginn 12:00 – 16:00

Akureyri á morgun laugardag 11:00 – 16:00

Netverslunin er opin ávallt!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Katla Hreidarsdottir
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm